Skyggnigáfa og veruleikinn

''Sigrún, sem er skyggn, segist hafa dreymt eitt skipti að hún fór til Vúlkan ásamt fleira fólki. Himinn var ægilega fallegur, blár og óranslitaður, og hús af öllum stærðum og gerðum. Og Sigrún kveðst hafa talað við mann hjá Háskóla Íslands, sem líklega hafi verið stjörnufræðingur, en hann fullyrti að plánetan væri ekki til. En margir sem Sigrún hefur talað við eru ekki á sama máli og segja sumir að hún hafi horfið en sé á bak við sólina.

Að sögn Sigrúnar hefur henni liðið mun betur frá því hún komst að þeirri niðurstöðu að hún sé frá Vúlkan. „Lífsviðhorfin hafa mikið breyst. Og ég er viss um að þangað fer ég þegar þessari jarðvist minni lýkur.“''

Svo segir í frétt á DV.is.

Á því leikur enginn vafi að reikistjarnan Vúlkan, sem á að vera á bak við sólina, er ekki til. Um það er til vafalaus þekking. Konan neitar samt að trúa því sem stjörnufræðingur sagði henni að Vúlkan sé ekki til. Hún heldur  fast við sinn keip. Hún afneitar þekkingu vísindanna. 

Sagt er að konan sé skyggn en lýsingar þær sem skyggnigáfan færir henni eru einfaldlega hennar eigin ímyndun. Vitneskja um eitthvað sem ekki er til eru ekkert nema  órar. Í þessu tilfelli kannski listrænt hugarflug því konan er listamaður. En lýsingar hennar er gott dæmi um það að  á  bak við svokallaða skyggnigáfu er eitthvað sem ekki kemur heim og saman við veruleikann. 

Allt virðist þetta samt fremur meinlítið. En þegar nánar er að gáð sést að svo er ekki. Eins og fram kemur í fréttinni neitar sumt fólk þekkingu vísindanna og staðhæfir þvert gegn staðreyndum að Vulkan sé til. 

Afneitun á vísindum og traustri þekkingu er vaxandi ógnun í samfélögunum. Í staðinn kemur fáránleg trú á hindurvitni eða öfgafullar trúarsetningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er gott dæmi um trú umfram veruleika... Vúlkan má líkja við trú á ytri guðlega veru, ímynd.

En ósköp saklaus bollalestur :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Kama Sutra

Ég er ekkert viss um að þessar kellingar trúi þessu í raun og veru.  Eru þær ekki bara að reyna að koma sér í sviðsljósið.  Sumir leggja ýmislegt á sig til þess.

Ég neita að trúa að það sé í alvöru til svona klikkað fólk.

Kama Sutra, 11.12.2009 kl. 12:51

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er ekkert sérlega saklaust það hugarfar, sem birtist í mörgu öðru en þessu, að taka hindurvitni fram yfir rétta þekkingu. Andvísindahugsun sem þó nokkuð hefur rutt sér til rúms.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.12.2009 kl. 12:53

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er til alveg útrúlega klikkað fólk. Heilmikið af því.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.12.2009 kl. 13:00

5 Smámynd: Kama Sutra

Núna verðum við að passa okkur hvað við segjum hérna.  Annars lendum við í því sama og Dokksinn - að vera sparkað öfugum út héðan.

Kama Sutra, 11.12.2009 kl. 13:07

6 identicon

Jú jú, þegar maður var krakki fékk maður útrás í draugamyndum, maður saknar þess oft að geta ekki fengið kikk af því að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn.

Svona pælingar eru saklausar spennufrásagnir held ég og fólk ímyndar sér þessa hluti til að gera tilveruna spennandi.

Það er svo margt spennandi í vísindapælingum að Vúlkan verður að engu, bara fáir sem nenna að sjá það :)

Nú fer ég að hljóma eins og meðlimur vantrúarsafnaðarins, en það er langt frá mér, ég vil sjá tilveruna í steríó, ekki mónío :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 14:16

7 identicon

Alveg fáránlegt að á íslandi má ekki segja að fólk sé klikkað ef það er klikkað.. nema náttlega ef það eru sjálfstæðismenn að segja aðra vera klikkaða :)
Kerlingin er rugluð, það er púra mannvonska að segja henni ekki sannleikann um þetta mál.. farðu til læknis Sigrún

DoctorE (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 14:25

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er annað ímynda ser fjarstæður sér til skemmtunar en trúa á þær í raun og veru. Á því er allur munur. En Doksi er mættu og er með enn betri bloggsíðu en þá gömlu hjá Mogganum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.12.2009 kl. 15:42

9 identicon

DoctorE (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 15:55

10 Smámynd: Kama Sutra

Nei sko, maður bregður sér aðeins frá og bloggið er orðið fullt af yndisfögrum kisukrúttum á meðan.

Kama Sutra, 11.12.2009 kl. 18:19

11 identicon

Hver ykkar trúði EKKI því sem bankaráðgjafinn ykkar sagði?

Og hvernig er staðan þá núna?

Er ekki betra að fara varlega í að fullyrða nokkuð um heilbrigða skynsemi?

G.Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband