15.12.2009 | 13:39
Umskipti í veðrinu
Síðustu tíu daga hefur verið gósentíð á landinu. Meðalhitinn þessa daga er 6,0 stig í Reykjavík og um einni gráðu lægri yfir landið í heild eða svipað og venjan er um miðjan maí eða snemma í október. Meðaltal hámarkshita hvers dags á landinu hefur verið rúm ellefu stig.
Hvergi er nú alhvít jörð nema í Svartárkoti upp af Bárðardal í meira en 400 metra hæð yfir sjó. Á nokkrum stöðum; Hólsfjöllum, í Fljótum, við Ísafjarðardjúp og í Dölum, er jörð talin flekkótt af snjó.
Annars staðar er talin alauð jörð á veðurstöðvum.
En nú eru veðurbreytingar framundan. Einar Sveinbjörnsson gerir grein fyrir þeim á bloggsíðu sinni. Á fimmtudagskvöld fer að kólna með norðanátt og éljagangi norðan til á landinu. Um helgina mun snjóa um allt norður-og austurland. Og þá verður orðið um það bil tíu stigum kaldara á landinu en verið hefur að meðaltali síðustu tíu daga.
Landið verður alhvítt að minnsta kosti frá Húnaflóa og austur um til suður Austfjarða.
Ekki sjást enn veðurhorfur alveg fram til jóla. En ástandið er þannig að ólíklegt er að nokkuð hlýni nema þá á suðurlandi rétt til að skila af sér úrkomu. Og vel er mögulegt að þá snjói þar rétt fyrir jólin.
Það þarf ekki að spyrja að því, ef dæma má eftir blogg-og fasbókarsíðum, að stór hluti þjóðarinnar muni fagna þessum umskiptum frá mildu veðri, ef ekki rjómablíðu, yfir í sannkallað vetrartríki sem gæti orðið upphaf langvinnra kuldatíðar. Það sést nefnilega ekki fram yfir þetta kuldaskeið.
Við verðum auðvitað að taka því veðri sem að höndum ber.
En mér finnst það samt bera vitni um hálf frumstætt hugarfar, mótað af glimmeruðum glansmyndum, að menn skuli beinlínis fagna umskiptum frá mildi og góðviðri yfir í sannkallaða vetrartíð, bara af því að jólin eru framundan.
Það eru víst engin jól fyrir mörgum nema þau séu hvít. Ég hef aldrei fundið mig í því.
Mér finnst jólin alltaf fegurst þegar er nákvæmlega svona veður eins og nú er í Reykjavík á þessari stundu; nánast logn, fremur bjart yfir, hiti vel yfir frostmarki og marautt.
Það er mitt draumaveður um jólin.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Sammála! Þreytandi þessar óskir um ótíð og torfærur, harðindi og jarðbönn.
En, þú veist að Þorbergur dó í landi forheimskunnar.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 14:31
Líka mitt draumaveður un jólin, verði marautt sem lengst.
SeeingRed, 15.12.2009 kl. 15:13
Mitt frumstæða hugarfar biður um logn og dúnmjúkan 20 cm jafnfallinn snjó eins og í jólakúlu á aðfangadag. Skafrenningur má vera hina dagana.
Emil Hannes Valgeirsson, 15.12.2009 kl. 16:58
Innilega sammála þér Sigurður um jólaveðrið. Megi allur íslenskur jólasnjór bráðna í víti. Jólasnjónum fylgir alltaf svo margt annað sem ekki er eins gott. Hann er samt ágætur á póstkortum.
Sæmundur Bjarnason, 15.12.2009 kl. 17:13
Já, jólasnjór er náttúrlega bestur á póstkortum enda er hann þar afar þrálátur. Á þeim eru jólin alltaf hvít og allir alltaf í jólastuði.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.12.2009 kl. 18:40
Og hér er ég að safna saman jólasnjóandstæðingum. Gerir aðrir betur! En alltaf er einn og einn undavillingur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.12.2009 kl. 18:49
Jólakötturinn er mjög mikilvægur
DoctorE (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 22:25
Kettirnir sem koma frá
kristnihaturssmiðju
með augun fín og augun blá
eru framar miðju.
Sæmundur Bjarnason, 15.12.2009 kl. 23:30
Jólakötturinn í jólasnjónum: ;)
Kama Sutra, 16.12.2009 kl. 05:27
Er þetta nú ekki of langt gengið? Loka fyrir Guð og fella út skynsamlegar athugasemdir annarra um hlýnun jarðar?. Nema þið séuð samferða, Jón Gnarr og þú, um að trúa ekki á Guð en að Guð trúi á ykkur?
Sigurbjörn Sveinsson, 19.12.2009 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.