18.12.2009 | 08:43
Óalandi og óferjandi
Sæmundur Bjarnason hittir oft naglann á höfuðið í látleysi sínu og hógværð. Hann segir á nýjasta bloggi sínu:
''Þeir sem allt hafa á hornum sér varðandi heimshlýnun og gróðurhúsaáhrif kunna vel að hafa rétt fyrir sér. Áróður þeirra er samt farinn að minna mig á trúarkreddur fyrri tíma. Sjálfur er ég svolítið hallur undir þá skoðun að ekki sé með öllu sannað að hlýnun andrúmsloftsins sé af mannavöldum. Þar með er ég víst orðinn afneitari og óalandi og óferjandi í ráðandi kreðsum í okkar heimshluta að minnsta kosti.
Áhættan sem því fylgir að taka mark á mér og mínum líkum í þessum efnum er samt töluverð. Hugsanlega meiri en hægt er að rísa undir. Mér finnst samt að svona afdrifarík mál megi ekki verða einkaeign sérfræðinga og stjórnmálamanna.''
Sæmundur getur alveg treyst því að hann er nú talinn óalandi og óferjandi af ráðandi kreðsum í loftslagsmálunum. Í þeim röðum hlustar enginn á þá sem hafa minnsta efa um sannfæringu þeirra sem í kreðsunni sjálfri eru: Eða eins og John Kerry orðaði það:
''Það tekur því ekki að eiga orðastað við fólk sem heldur slíku fram.''
Ég hugsa mikið um loftslagsmál, eins og ljóst ætti að vera af öllu veðurblogginu, en hef þó lítið í alvöru skipt mér af þessum hlýnunarmálum nema með smástríðni á stundum og aðallega upp á síðkastið. Ég er þó á svipuðum hugsanabrautum og Sæmundur. Og ég finn þennan þunga straum sem mætir mönnum eins og okkur sem segir:
Þið eruð helvítis asnar og skoðanir ykkar eru ekki einu sinni umræðuverðar. Við ignorum ykkur bara. Og fyrirlítum alveg í botn.
Þetta er ekki sagt svona hreint út og umbúðalaust. En samt er það meiningin.
Við slíkar aðstæður tekur maður þann kost að segja sem minnst. Það hefur enga þýðingu að tala.
Það er tilgangslaust að að reyna að kljást við algjört skoðanaofbeldi sem haldið er uppi af óbifanlegum hroka sem hefur á sér trúarlegan blæ þó því sé samt harðlega neitað.
Betra er fyrir mig, áreiðanlega einhvern einhlægasta loftslagsáhugamann á landinu, að leiða hugann að einhverju því sem er meira jákvætt og uppörvandi.
Til dæmis gömlu og góðu veðri!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Sigurður Þór. Sem einn af þeim óalandi og óferjandi gagnrýnendum á mátt mannsins til að stjórna umhverfinu, veðrinu og loftslaginu þá hef ég leyft mér að setja fram punkta um loftslagsmál á blogginu. En tilvitnunin í John Kerry er sláandi því hún á ekki aðeins við um þennan eina Bandaríska stjórnmálamann. Ég hef tekið eftir því að það er verið að reyna að "þegja í hel" þá sem ekki "trúa" því skilyrðislaust sem kemur frá þeirri miklu stofnun IPCC, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna.
En það skal aldrei verða að ég þagni. Ég var rekinn frá Morgunblaðinu þar sem ég hafði verið pistlahöfundur í 16 ár. Og hver var ástæðan?
Að ég skrifaði í pistlum mínum "Lagnafréttum" um loftslagsmál. Réttara væri að segja að ég "skrifaði um loftslagsmál á "rangan hátt".
Sigurður Grétar Guðmundsson, 18.12.2009 kl. 09:51
Sigurður Þór:
Ég hef reynt að spyrja þig nokkrum sinnum að einni spurningu - reyndar er ekki víst að þú hafir lesið þessa spurningu, en alltaf hefur hún samt verið birt þar sem þú ert nýbúinn að koma með athugasemd - tvisvar á Loftslagsblogginu og einu sinni á blogginu hans Ágústar. Hér birtist hún í fjórða skipti:
Svo er það annað, hvers vegna ertu að koma með athugasemdir þar sem þú kemur síðan ekki aftur til að skoða svörin - og ef þú skoðar svörin og sérð svona spurningu - af hverju svarar þú þeim ekki?
Getur verið að þú hugsir eins og John Kerry sem þú vitnar í hér fyrir ofan og að það taki því ekki að eiga orðaskipti við okkur?
Þú segir:
Ég vil ekki taka þetta til okkar á loftslag.is, þ.e. að við séum með eitthvað skoðanaofbeldi, hroka eða trúarlegan blæ - því ekki erum það við tveir á loftslag.is sem erum að drekkja umræðunni um loftslagsmál - skoðaðu hverjir eru að blogga við fréttir um loftslagsmál - eitt og eitt blogg frá okkur getur varla verið að drekkja umræðunni (sjaldnast meira en eitt blogg á dag og það er enginn skildugur til að skoða þau) - vissulega svörum við einstaka sinnum þessum bloggum - en er það ekki það sem bloggið snýst um?
Höskuldur Búi Jónsson, 18.12.2009 kl. 11:27
Það liggur fyrir að áhrif náttúrunnar sjálfrar til loftslagsbreytinga eru langtum stórkarlalegri en meint áhrif okkar til sömu breytinga. Það sýnar borkjarnarannsóknir sem m.a. Íslendingar hafa tekið þátt í. Áhrif mannsins á okkar dögum eru mikróskópisk í þeim samanburði. Samt sem áður er siðmenningin viðkvæm fyrir hinum meintu áhrifum manna og tilvera okkar brothætt við minnstu frávik.
Þetta sýnir að búseta mannsins er löngu komin fram úr vistkerfi jarðarinnar og samfélög manna komin fram á yztu nöf við markalínur öryggis og eyðingar.
Draumurinn um hárfína stillingu vistkerfisins með fingri á manngerðum lofttegundum rætist sennilega ekki og takmarkið þýðingarlaust ef grannt er skoðað.
Sigurbjörn Sveinsson, 18.12.2009 kl. 12:53
Í þessari færslu hef ég gert grein fyrir minni persónulegu afstöðu, hvers vegna ég hef svona lítið skrifað um hlýnunarmálin og aldrei skipulega og samfellt. Ég hef líka gert fáar athugasemdir hjá öðrum um þessi mál, bara stakar og ekki haldið uppi samfelldri umræðu. En hér er ég settur til spurninga sem ég hef aldrei gefið tilefni til. Ég verð meira að segja fyrir eins konar ámæli.
Auðvitað er best að halda sig alveg frá hvers kyn umræðum og athugaemdum um hlýnunarmálinm. Það ætla ég að gera hér eftir. Mér finnst þetta óþægilegt allt saman.
Sæmundur Bjarnason var að bollaleggja með ráðstefnuna í Khöfn og það að vera óalandi og óferjandi. Hann á við þessar helstu kreðsur í loftslagsmálunum. Mín færlsa er viðbrögð við hans færslu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.12.2009 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.