AA-þingfundi á Alþingi

Þarf ekki að fara að senda þingheim í vímuefnameðferð eins og hann leggur sig?

Það er augljóslega orðið brýnt að stofna AA-deild á Alþingi.

Hún gæti heitið Botndeildin.

Ögmundur Jónasson hefur játað að hafa fundið til áhrifa. Að hafa verið fullur í vinunni.  Hann ætlar  ekki að biðjast afsökunar. 

Aðspurður hvort það sé lítilsvirða við Alþingi að mæta þangað drukkinn segir Ögmundur: „Það verður hver og einn að dæma um það." 

Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem alþingismaður lítilsvirðir þingið og þjóðina með því að veltast fullur um í sölum Alþingis. Svar þingmannsins, sem ekki ætlar að biðjast afsökunar, er ótrúlega hrokafullt þó það virðist yfirlætislegt. Það segir: Ég er bara fullur þegar mér sýnist og ykkur kemur það ekkert við. Með orðum sínum og auðvitað í verki líka hafnar hann beinlínis því að það eigi að vera algild siðferðisregla að þingmenn séu edrú við störf sín. Það sé bara eins og hvert annað álitamál.

Reykingar eru bannaðar í þingsölum. Og Það yrði örugglega illa séð ef menn mættu þar undir áhrifum ólöglegra vímuefna. En þó áfengi sé löglegt er það alveg jafn mikið vímuefni og hin ólöglegu og hefur síst minni áhrif á virðuleik og dómgreind þeirra sem neyta þess. Það ætti því að vera regla á Alþingi að þar neyti menn ekki áfengis.

Það segir svo sína sögu um meðvirkni þjóðarinnar og áfengisdaður að enginn fjölmiðill hefur tekið þetta drykkjustand Ögmundar fyrir nema Kastljós og Vísir is. Mörgum finnst svona nokkuð  algert smámál. Ekki bara það. Ýmsir bloggarar húðskamma Kastljós fyrir fréttina. En segja ekkert um játun Ögmundar á því að hafa verið  ölvaður. Kastljós verður að sökudólgi en ekki sá sem sig drukkinn drakk í þingsölum.   

Og fáum dettur víst í hug að skera upp þessa herör og gangast eftir því að hún sé virt:

Áfengi og þingstörf fara ekki saman!

Hvað skyldu annars vera margir virkir alkar á Alþingi sem verndaðir eru í bak og fyrir ekki aðeins af eigin þingsflokksmönnum heldur af þinginu í heild?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta var mjög sérkennilegur fréttaflutningur hjá Kastljósi.

Því var haldið fram að Ögmundur hafi ekki viljað koma í viðtal og að hann hafi borið þvi við "að hann hafi fengið sér neðan í því" . Því var t.d. ekki haldið fram að vín hafi sést á honum. Hvers vegna er þá verið að tengja þessi orð Ögmundar við það þegar annar þingmaður kom þreifandi fullur í pontu og flutti langa og sérkennilega ræðu?

Sigurður Þórðarson, 19.12.2009 kl. 03:07

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ekki ætla ég að mæla því bót, að fólk sé undir áhrifum áfengis í vinnu sinni, en í þessu tilfelli er hef ég illan grun um að annað og meira búi að baki. Þegar ég heyrði ræðu Sigmars í Kastljósinu, um meinta ölvun Ögmundar í þinginu, fékk ég strax á tilfinninguna, að einhver, eða einhverjir í úr ríkisstjórnarflokkunum stæðu á bak við fréttina, teldu sig hafa fundið höggstað á Ögmundi, væru að reyna að hefna sín á honum. Ég hallast frekar að því, að þar hafi einhver samflokksmaður Ögmundar verið að verki og sýnist í fljótu bragði að allt bendi til þess. Ég veit t.d. ekki betur en Sigmar fréttamaður sé í vissum tengslum við flokkseigendafélag VG, en í umræddu flokkseigendafélagi á Ögmundur sér ekki ófáa óvildarmenn, sem leggja sérstaka fæð á hann.

Jóhannes Ragnarsson, 19.12.2009 kl. 05:57

3 identicon

Ekki mæli ég bót því að sinna vinnunni sinni undir áhrifum víns. Alls ekki. En mig langar að benda á að við Íslendingar höfum haft hverja fyllibyttuna á eftir annarri og stundumí sama hópnum við stjórn landsins. Mér dettur nú bar í hug í fljótheitum; Davíð, Jón Baldvin, Halldór Blöndal, Ólafur G, Gunnar Thoroddsen, Gunnar Schram. Listinn er sjálfsagt miklu lengri.

Örn (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 09:36

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það kemur fram í fréttinni í Vísi.is að Ögmudnur viðurkennir að hafa verið drukkinn, orðalagið að hann hafi ''ekki verið mjög ölvaður'' bendir meira að segja til að hann hafi verið allmikið drukkinn en ekki bara kenndur. Það er því augljóst að stjórnmálaandstæðingar Ögmundar hafa ekki verið að koma á hann höggi, því um síður að Sigmar Guðmundsson hafi til þess verið notaður.

Það er mjög eftirtektarvert og óhugananlegt hvað þingmanninum finnst þetta lítið mál.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.12.2009 kl. 10:50

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Að vera fullur eða að finna á sér er tvennt ólíkt og ég efast um að Ögmundur hafi verið fullur þarna. Mér finnst samt sem áður ekki rétt að fá sér í glas eða vera kenndur, ef mæta á aftur til vinnu.

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.12.2009 kl. 11:04

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þarna er áfengisdaðrinu rétt lýst! Ógtrúleg meðvirkni!  Að vera fullur eða kenndur er hvort tveggja að vera undir áhrifum og það eigi menn ekki að vera við vissar aðstæður. Strikið milli þess að finna á sér og vera fullur er þar aðeins það að vera allsgáður. Að réttlæta svo ölvun sína og finnast hún ekki afsökunarverð er einhver versti hroki sem hægt er að sýna. Það gera einmitt alkarnir endalaust. Ég veit ekki hvort Ögmundur er alki en hann notar þeirra taktík til að réttlæta sjálfan sig.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.12.2009 kl. 11:19

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það má vel vera, að það að segja satt og rétt frá, eins og í tilfelli Ögmundar, sé hroki. Eftir því sem aðrir þingmenn segja, sem voru í þinginu umrætt kvöld, var Ögmundur alls ekki ölvaður þó svo hann hafi drukkið vín með mat, þannig að hann hefur lítið að réttlæta.

Jóhannes Ragnarsson, 19.12.2009 kl. 12:33

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eins og ég var að benda á virðist vera óralangt í það að mönnum finnist eðlilegt að menn komi alls ekki í alþingi eftir að þeir hafi drukkið vín. Hrokinn felst ekki í því að segja satt og rétt frá heldur í því að finnast það vera eins og hvert annað álitamál að mæta á þing undir áhrifum áfengis, ''það verður hver og einn að dæma um það.'' Það er sérstök tegund af hroka, áfengishroki, tengdur neyslu áfengis, bæði af ölkum og öðrum. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.12.2009 kl. 13:53

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það getur vel verið að það sé einhver fín lína á milli þess að vera ölvaður og að finna á sér. Viðkomandi drykkjumaður er samt alls ekki rétti aðilinn til að skera úr um það. Spyrjið bara lögregluna.

Sæmundur Bjarnason, 19.12.2009 kl. 15:26

10 identicon

Æi. Æi.  Ögmundur fékk sér 1-2 hvítvínsglös með matnum. Vildi ekki koma í sjónvarpsviðtal og sagði bara frá því hvernig á stóð.  Hann átti eftir að ýta á einn takka á Alþingi í atkvæðagreiðslu. Hvað er málið? Mér finnst satt að segja siðvendnin vera farin úr böndunum hér og dómharkan fara á flug.

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 17:19

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

gott nafn á deildina; Botndeildin.

hins vegar held ég að þingmenn mættu gera meira af því að vera drukknir í vinnunni. þá kannski fyrst gera þeir eitthvað af viti.

Brjánn Guðjónsson, 19.12.2009 kl. 17:22

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst það ekki vera siðavendni að ætlast til þess að alþingismenn neyti ekki áfengis í vinnunni. Mér finnst það alveg sjálfsögð regla. Og ég segi að það sé meðvirkni og áfengisdaður þegar maður gengur undir mannshönd og afsakar slíkt athæfi. En það er kannski ekki við öðru að búast í þjóðfélagi þar sem mörgum foreldrum finnst sjálfsagt að kaupa áfengi fyrir börn sín undir lögaldri. Það er eitthvað að viðhorfi þjóðarinnar til áfengis. En það þýðir ekkert að benda á það. Lesið bara athugsasemdirnar sem hér hafa komið. Það ætti bara að vera einföld regla að alþingismenn neyttu ekki áfengis í vinnunni og þá þyrfti aldrei að beita neinni ''dómhörku''. En það er til of mikils ætlast. Það er alltaf þetta eilílfa ''æ'' þetta er allt í lagi sjónarmið sem er sterkast þegar áfengi er annars vegar . Allt í lagi að sulla í víni hvar og hve nær sem er. Það er ekki heilbrigt sjónarmið.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.12.2009 kl. 17:36

13 identicon

Einhverstaðar las ég að þessir menn (og konur) hefðu ekkert að gera á alþingi. Iceve hefði verið samþykkt í september og annað eftir því. Þingmenn vissu mætavel að röflið í þeim breytti engu en héldu samt áfram. Svo skeður það að þingmaður fær sér vín með mat eða í stað matar þá verður allt vitlaust. Áfengi er löglegt fíkniefni og meira að segja talið sjúklegt að innbyrða það í miklu mæli. Löggjafinn bæði refsar fyrir notkun þess og greiðir sjúkravist þeirra sem ganga of langt í því að njóta nautnarinnar. Tvískinnungurinn í sambandi við áfengi ríður ekki við einteyming.

Einhverjum finnst eflaust að lögum um áfengi þyrfti að breyta en þá vandast málið því hver á að breyta þeim? Ekki er alþingi treystandi til að fjalla um vandamál sem herja á það sjálft og hver er þá hæfur? Ekki Hæstiréttur samkvæmt sögunni og örðum er bara ekki til að dreifa.

Ætlaði alls ekki að blogga hér í athugasemdarkerfið en svona getur nú bara skeð á bestu bæjum þó svo ekki sé mikið áfengi haft um hönd.

 

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 20:38

14 identicon

Margt er daðrið og margur ósóminn. Má eg biðja Guð að hjálpa hinum syndlausu.

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 21:00

15 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Vín að drekka vandi er
og veisluhöld á þingi.
Úthrópaður Ömmi hér
þó aðrir líka syngi.

Sæmundur Bjarnason, 19.12.2009 kl. 21:27

16 Smámynd: Kama Sutra

funny pictures of cats with captions

Kama Sutra, 19.12.2009 kl. 21:36

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég vil nú taka það fram að þó ég neyti ekki víns er ég ekki prédikandi bindindisssemi í daglegu lífi nema einstaka sinnum á bloggi. Ég er samt harður á því að meginreglur eigi við þar sem mikið liggur við. Það eru meginreglur en ekki synd. Starf alþingis ætti að vera algerlega vínlaus.Og það ætti að gilda fyrir hvern sem er og alla flokka.

Mali er minn sponsor nr. 1 og er ansi harður í kló að taka. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.12.2009 kl. 21:46

18 Smámynd: Kama Sutra

Mjá, Malinn er að standa sig vel.   Hann ætti að fá vinnu við að hafa (illt) auga með Alþingismönnum.

Þó er ég að komast á þá skoðun að íslenskir Alþingismenn myndu svona yfirleitt gera færri afglöp í starfi blindfullir heldur en edrú...

Kama Sutra, 20.12.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband