Vetrarríki í Evrópu

Snjór má nú heita á jörð um alla Evrópu allt til Miðjarðarhafs og mikill kuldi. Í   Eystrasaltslöndunum, sunnanveðri Danmörku, Þýskalandi og til norðaustur Frakklands var í dag víða yfir 10 stiga frost um hádaginn. Í nótt fór frostið í 43 stig í Koslan í Rússlandi og á mörgum stöðum yfir 30 stig á þeim slóðum, t.d. í Arkhangelsk í Hvítahafi.

Ekki er gert ráð fyrir að þetta kuldakast standi lengur en til jóla að þessu sinni. 

En hér verður kalt fram yfir jól að minnsta kosti. 

Ekki hefur komið verulega langt kuldakast í Evrópu síðan í janúar 1987 og ekki komið reglulegur fimbulvetur síðan veturinn 1962-1963.

Hægt er að stækka myndina með því að smella á hana. Hún sýnir snjódýpt í Evrópu í morgun.  

snoweuropa.gif

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gott að þeim tókst að ljúka "hlýnun-jarðar-horror-showinu" áður en allt fór á bólakaf í snjó þarna í Köben.

Skemmtilegt kort, Sigurður.

Ragnhildur Kolka, 19.12.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband