22.12.2009 | 14:06
Hiđ íslenska bókmenntafélag og ég
Ég hef í fórum mínum mikiđ óútgefiđ handrit ađ bók um tónlist sem ég hef skrifađ. Hún hefur veriđ full frágengin í nokkur ár. Samning hennar tók mig átta ár og auk ţess nokkur ár sem fóru í ýmis konar endurskođun. Engan útgefanda hef ég ţó fundiđ ţrátt fyrir talsverđar tilraunir um tíma. Allir báru ţeir ţví viđ ađ bókin vćri of umfangsmikil og erfiđ í útgáfu fyrir lítiđ samfélag. Eitt forlagiđ, Vaka-Helgafell, sendi mér bréf ţar sem sagđi ađ bókin vćri ''mikiđ rit og vel unniđ'' og harmađi ađ geta ekki gefiđ ţađ út. Ađrir útgefendur komu sjónarmiđum sínum munnlega á framfćri. Einn ţeirra sagđi ađ handritiđ vćri einstaklega ađgengilegt fyrir útgefndur, t.d. hvađ myndatexta og myndaval varđađi. Allir voru útgefendurnir vinsamlegir og kammó.
Einu sinni barst handritiđ til Hins íslenska bókmenntafélags. Var ţađ í síđustu viku júní 2003. Reynir Axelsson stćrđfrćđingur las ţađ yfir en hann var ţá í stjórn félagsins.
Hjá forlaginu lá handritiđ mánuđum saman án ţess ađ ég heyrđi nokkuđ af ţví.
En á međan ţađ var til skođunar gerđist ţađ ađ ég fór á tónleika í Listasafni Sigurjóns međ kunningja mínum. Ţađ var 12. júlí áriđ 2005. Í hléi settumst viđ ađ borđi til ađ fá okkur kaffi. Kallađi ţá kunningi minn Reyni ađ borđinu og settist hann hjá okkur. Reyni ţekki ég ekki nema í sjón.
Ţegar ţrír menn spjalla, tveir ţekkjast en einn er einum ókunnugur, ganga orđ yfirleitt einhver á milli ţeirra sem ekki ţekkjast enda auđvelt ađ skapa ţriggja manna tal. Ţađ er hluti af kurteislegum umgengnisvenjum. En ţađ gerđist ekki í ţetta sinn. Reynir einbeitti sér eingöngu ađ kunningja mínum. Hann leit aldrei á mig og jafnvel ţegar ég beindi spurningum beinlínis til hans svarađi hann ekki og lét bara eins og ég vćri ekki viđ borđiđ.
Mig undrađi ţetta mjög, vitandi ţađ ađ hann var ađ lesa yfir bókarhandrit eftir mig.
Lauk svo hléinu og ég viđurkenni ađ ég var hálf miđur mín.
Síđan liđu enn margir mánuđir. Aldrei heyrđi ég nokkuđ frá Hinu íslenska bókmenntafélagi, hvorki munnlega, skriflega né símleiđis. Oft mćtti ég Reyni Axelssyni á tónleikum. Hann gaf aldrei fćri á ađ ég heilsađi honum.
Loks sá ég hann 19. desember 2005 í Bókaverslun Eymundssonar. Ég ávarpađi hann ţá kurteislega og spurđi hvort hann gćti ekki komiđ til mín handritinu. Reynir afskađi biđina og kvađst mundu gera ţađ.
Aldrei fékk ég neinar skýringar ađ neinu leyti frá Hinu íslenska bókmenntafélagi hvers vegna ţađ vildi ekki gefa út bókina.
Allan tímann kom ţađ og fulltrúar ţess fram viđ mig eins og ég vćri ekki til.
Ţessi saga rifjađist upp fyrir mér viđ lestur ţessarar fréttar.
Ég óska hinu merka íslenska bókmenntafélagi alls hins besta en vona ađ ţađ hafi tamiđ sér nćrgćtni og virđingu í garđ ţeirra höfunda sem freista ţess ađ senda ţví bćkur til yfirlestrar.
Af bókarhandritinu er ţađ ađ segja ađ ţví mun ég farga áđur en ég dey.
Baugsféđ uppuriđ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fćrsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síđur
- Sólarminnstu júlímánuđir
- Ţíđukaflar ađ vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveđriđ frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauđ
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veđriđ í Reykjavík
- Slćr júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuđir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síđur ]
Eldri fćrslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Borgarleikhúsiđ hefur í fórum sínum handrit ađ leikriti, sem vann til fyrstu verđlauna í samkeppni á vegum ţess fyrir etv. tuttugu árum eđa svo.
Ţetta leikrit hefur húsiđ aldrei tekiđ til sýninga.
Höfundinum er líka meinađ ađ koma ţví á framfćri á annan hátt.
Sá höfundur er í enn erfiđari stöđu en ţú. Á hann hefur veriđ sett munnkarfa.
Eins og í hundaleikhúsi.
Sigurbjörn Sveinsson, 22.12.2009 kl. 23:33
Mikiđ hefđi veriđ leiđinlegt ef Ţórbergur hefđi fargađ öllu sem einhverjum gölluđum mönnum ţótti óbođlegt.
Sigurđur Ţorfinnur Einarsson (IP-tala skráđ) 23.12.2009 kl. 13:49
Ég gćti alveg hugsađ mér ađ kynnast betur ţó í handriti sé ţínum skođunum á tónlist.
Sigurbjörn Sveinsson, 25.12.2009 kl. 18:48
Ljót saga og ţú átt alla samúđ mína. En gerđu ţađ nú fyrir okkur öll ađ hugleiđa frekar ađ gefa ţetta út á netinu heldur en farga ţví. Vissulega fćrđu ţá líklega litlar eđa engar tekjur fyrir vinnu ţína en hún mun nýtast öđrum og heiđurinn verđur ţinn.
Gunnar, 3.1.2010 kl. 19:42
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.