Bloggfćrslur mánađarins, maí 2007

Afhverju talar lögreglan tćpitungu?

Hvađ felst ađ baki ţeirra orđa lögreglunnar ađ rúmensku götulistamönunum hafi veriđ "bođiđ" ađ hverfa úr landi? Ţađ sagđi lögreglumađur á Akureyri í sjónvarpinu.

Verđur lögreglan ekki ađ skýra ţjóđinni frá ţví í hverju bođiđ var í rauninni fólgiđ? 

Ţađ er međ engu móti hćgt ađ taka svona skýringar alvarlega og ţađ er lögreglunni til vansćmdar ađ láta ţćr frá sér fara. Ţađ ber heldur ekki vott um vandađa fréttamennsku ţegar fréttamađur sjónvarpsins spurđi lögreglumanninn á Akureyri hvort kvartađ hafi veriđ yfir tónlistarsmekk Rúmenanna sem voru ađ leika á götunum. Og lögreglumađurinn glotti og jánkađi ţví.

Er hćgt ađ afgreiđa ţetta mál međ svona léttúđ ţegar vísbendingar hafa komiđ fram um ađ ţessir útlendingar séu líkast til í klóm okurlánara, sem sagt glćpamanna, sem taka ekki á ţeim međ vettlingatökum fremur en íslenska lögreglan?     


Live Earth tónleikarnir

Í Fréttblađinu á laugardaginn var sagt frá ţví á forđsiđu ađ 7. júlí verđi haldnir tónleikar undnir nafninu Live Earth í nokkrum helstu borgum heims. Reykjavík kćmi til greina sem einn af tónleikastöđunum  (ţó varla sé hún ein af helstu borgum veraldar). Beđiđ hefur veriđ um styrk frá stjórnvöldum til ađ halda tónleikana en ţví erindi hefur ekki veriđ svarađ. Reiknađ er međ ađ tveir miljarđar fylgist međ tónleikunum í beinni útsendiningu. Í ţessu sama blađi skrifar Andri Snćr Magnason grein um umhverfismál og víkur ađ ţessum tónleikum og er hneykslađur mjög á tregđu stjórnvalda til ađ greiđa götu ţeirra. Hann tekur fram ađ hingađ eigi ađ koma erlendar ofurstjörnur. Ýmsir bloggarar hafa tekiđ undir međ Andra Snć og ná ekki upp í nefiđ á sér fyrir reiđi út í ríkisstjórnina vondu.  

Umrćddir tónleikar verđa haldnir fyrst og fremst til ađ vekja ríkisstjórnir og ţjóđir heims til ađgerđa til ađ sporna gegn hlýnun jarđarinnar ađ ţví sagt er.

Áđur en lengra er haldiđ vil ég taka ţetta fram:

Ég er mikill náttúruunandi. Ég hef sýnt ţađ í verki međ ţví ađ heimsćkja nánast allar byggđir landsins, fariđ inn í hvern fjörđ og hvern afdal, og nokkuđ hef ég fariđ um hálendiđ en á ţađ ţó eftir ađ miklu leyti. Hvar sem ég hef fariđ hef ég veriđ vakandi yfir náttúrfarslegum sérkennum hverrar sveitar. Ég hef fylgst međ íslensku veđurfari frá degi til dags í áratugi og lesiđ allt sem ég hef komiđ höndum yfir um ţađ efni og einnig um annađ náttúrufar, eldgos, jarđskjálfta, skriđuföll, snjóflóđ, vatnahlaup og allt hvađ ţetta hefur.

Ţá hef ég sökkt mér niđur í byggđasögu hvers hérađs og auk ţess hef ég lesiđ margt og mikiđ um sögu ţjóđarinnar almennt ađ ógleymdum ţjóđsögunum sem sagđar hafa veriđ um allar sveitir. Loks hef ég síđustu árin kynnt mér ćttfrćđi og landfrćđilegan uppruna helstu ćtta í landinu.

Ég hef einnig gert í ţví ađ frćđast um gróđur fósturjarđarinnar og ţessi fáu landdýr sem hér lifa og um alla fuglana í loftinu og fiskana í sjónum. Mér finnst líka unađslegt ađ lesa um lifnađarhćtti íslenskra skordýra og annarra undirmálskvikinda. Sögu Framsóknarflokksins hef ég í alveg sérstökum hávegum.  

Allt er ţetta mér síđur en svo dauđur vísdómur, ţurr fróđleikur, heldur lifandi kvika mikils nćmleika fyrir náttúru landsins og ţeirri ţjóđ sem hefur lifađ hér frá fyrstu tíđ. Blćbrigđi hvers hérađs hvađ náttúru og veđurfar snertir hef ég heilmikiđ á tilfinningunni og ţau eru mér uppspretta gleđi og fagnađar hvern einasta dag á öllum árstíđum. 

Ţetta vildi ég nú sagt hafa ef einhverjum dytti í hug ađ saka mig um ţađ ađ unna ekki íslenskri náttturu.   

Og ég hef viđbjóđ á stóriđjustefnu íslenskra stjórnvalda.

Mér hryllir hins vegar viđ tilhugsuninni einni um ađ hér verđi haldnir rokktónleikar međ erlendum ofurstjörnum og tvö ţúsund miljónir hýsterískra ađdáenda fylgist međ ţeim.

Ég hef aldrei almennilega gert grein fyrir skođunum mínum í loftslagsmálunum. Mér hefur fundist ađ ég yrđi ađ gera ţađ nokkuđ rćkilega og vandlega og hef hreinlega ekki gefiđ mér tóm til ţess.

Ađalatriđin get ég ţó tíundađ.

Ég efast ekki um ađ hlýnađ hefur á jörđinni og ađ umsvif mannanna eigi hlut í ţeirri hlýnun.

Ég hef fylgst međ veđurfari lengi og breytingum á ţví og engin frćđi finnst mér göfugri  en loftslagsfrćđin ef ég má verđa ofurlítiđ sentimental. Hins vegar hef ég megnustu andstyggđ á ţví hvernig loftslagsfrćđin hefur veriđ notuđ í alţjólegu stórpólitísku fári međ öllum ţeim öfgum og fanatík sem fylgir frelsunarpólitík. Ţví okkur er vissulega sagt ađ heimurinn sé ađ farast og ţađ verđi ađ bjarga honum. (Ég hef líka óbeit á ţeirri grunnhyggni og fljótfćrni sem veđur uppi í fjölmiđlum og annars stađar og birtist í ţví ađ öll tilbriđgi í veđurfari eru umsvifalaust skrifuđ á reikning "gróđurhúsaáhrifanna" svo jafnvel venjuelg hitamet eru talinn órćk sönnun fyrir ţeim).     

Og ţá eru leiddir fram ţeir bjargvćddir sem helst geta víst frelsađ heiminnn. Alţjóđlegar ofurstjörnur í rokki!

Ég gćti gubbađ.

Ekki ţarf ţó ađ efast um eldlegan áhuga ţeirra á ţessum monsterkonsert sem fá glýju í augun eđa öllu heldur kling í eyrun yfir poppi og rokki hvers konar sem reyndar er ađ verđa sannkölluđ alheimsplága varla vćgari en hlýnun jarđarinnar. Tregđa stjórnvalda til ađ leyfa ţessa tónleika verđur líka auđvitađ vatn á myllu ţeirra sem vilja nota allt sem tönn á festir sínum eigin stjórnmálaskođunum til framdráttar. Mínar stjórnmálaskođanir hafa alltaf veriđ til vinstri en ţćr koma ţessu máli bara ekkert viđ. Ég er bćđi á móti ríkisstjórninni og tónleikunum. 

Tvö ţúsund miljónir hysterískra ađdáenda sem allir hugsa á sömu rokkuđu nótunum! 

Menn geta rétt ímyndađ sér hvernig umrćđan um loftslagsmálin verđur hér á landi eftir slíkan vođa atburđ.

Nógu eru hún einsýn og ofstćkisleg fyrir. 

 

 


Afsökunarbeiđni

Ţegar ég var strákur í Gaggó Aust var ţar einn eldri nemandi sem var algjör stjarna í skólanum. Hann var alveg hryllilega gáfađur og skemmtilegur og svo mćlskur ađ ţađ leiđ yfir stelpurnar ţegar hann steig í rćđustól en ţar vildi hann helst alltaf vera. Stelpurnar, sem nú eru reyndar orđnar stútungskellíngar, voru líka bálskotnar í honum. Eiginlega gerđi ţessi mađur allt vitlaust í skólanum međ ţví einu ađ vera bara til. 

Ţađ sópađi beinlínis ađ honum. Líka utan skólans enda virtist hann vera tíu árum eldri en hann var. Ekki síst gerđi hann garđinn frćgan í Keflavíkurgöngum ţar sem hann kjaftađi sig međ glans inn á ađal númerin sem voru auđvitađ öll afgamlir kommar og einstakir gáfumenn.

Ég keypti mér jakka eins og ţessi mađur átti.

Hann var sem sagt eitt af mínun átrúnađargođum ţegar ég var í gaggó.

Hann hét Jón Sigurđsson og allir spáđu honum glćstum frama.

Svo liđu árin. Löng og ströng fyrir alla. 

Ţegar Jón Sigurđsson opnar nú munninn vellur út úr honum vélrćn munnrćpan međ ţvílikum frösum og endemum ađ menn eru farnir ađ kalla hann páfagaukinn. Hann ţykir nú lang leiđinlegasti og hallćrislegasti stjórnmálamađur landsins. 

Hvađ varđ af brilljant og skemmtilega manninum sem einu sinni hreif alla međ sér?

Hvar hafa dagar lífsins lit sínum glatađ? Gerir pólitíkin alla svona leiđinlega?

Ég biđst innilega forláts á ţví ađ hafa falliđ fram fyrir ţessu átrúnađargođi í ćsku minni.

Ţá var mađur nú ungur og vitlaus.    


Horfiđ inn í fjarskann

Fyrsti maí er mér einna hugstćđastur allra daga.

Ţegar ég var ungur ţekkti ég stúlku sem átti afmćli ţennan dag. Hlýjasta vor allra tíma áriđ 1974 hitti ég hana í miđbćnum í kröfugöngunni. Ţá voru öll tré í bćnum allaufguđ. Tilveran réđi sér ekki fyrir lífi og gróanda.

Viđ gengum glöđ um bćinn međ kröfur um betri heim.

Um haustiđ var hún dáin. Hún tók líf sitt sjálf.

Nú er ţetta allt komiđ í einhvern annarlega fjarska ţrátt fyrir allt.  Međ árunum ţokast mađur svo sjálfur inn í fjarskann. Alltaf lengra og lengra.

Loks hverfur mađur alveg. 

Ţađ verđur ekki á betra kosiđ. 

 

 


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband