Bloggfćrslur mánađarins, september 2007
19.9.2007 | 13:31
Djönkliđiđ
Íslendingar telja sér trú um ađ ţeir séu fleygir og fćrir á ensku. En ţetta er bara hvimleiđ gođsögn. Ađ vera fleygur og fćr í einhverju tungumáli er ađ geta skiliđ ţađ, talađ ţađ, skrifađ ţađ og hugsa á ţví af svipađri leikni og á móđurmáli sínu. Íslendingar ofmeta enskukunnáttu sína gríđarlega. Verst er ţó skriđdýrshátturinn gegn henni.
Stórfyrirtćki međ ćgilega ríkum forstjórum eru meira og minna farin ađ gefa tóninn fyrir ţjóđlífiđ og hafa gríđarleg ítök. Litiđ er upp til ríka fólksins eins og kóngafólks fyrri tíma. Og nú vilja auđmennirnir leggja niđur íslenskuna í reynd og hafa ţegar gert ţađ í ţeim fyrirtćkjum ţar sem ţeir ráđa mestu.
Ekki tókst Dönum ađ gera út af viđ íslenskuna í margar aldir. Ekki heldur enskum áhrifum í formi myndmiđla eins og kvikmynda og sjónvarps. En ríkustu mönnum landsins, sem eru orđnir svo ríkir ađ viđ skiljum ţađ ekki fremur en mergđ stjarnanna, mun eflaust takast ađ gera út af viđ íslenskuna á örfáum áratugum vegna tröllataks ţeirra á ţjóđlífinu í valdi peninganna. Í stađinn kemur útţynnt og meira og minna bjöguđ enska.
Ţá verđur úti um ćđri hugsun í landinu. Viđ hugsum ađ miklu leyti međ tungumálinu. Ef tungumáliđ er í rústum verđur hugsunin líka í rústum. Hún verđur bara djönk. Peningaveldiđ mun breyta íslenskri menningu í algjört djönk. Og fara létt međ ţađ! Mörgum mun ţó standa nákvćmlega á sama ţví viđ lifum nú á öld peninganna en ekki til dćmis öld endurreisnarinnar eđa öld upplýsingarinnar.
Viđ lifum á öld djönksins.
Ţađ má ţví segja ađ mesta ógnin sem steđjar ađ ţjóđinni sé ekki dóp og glćpir heldur ţessi auđmannastétt sem risiđ heftur upp á seinni árum eins og gorkúlur á haugi.
Djönkliđiđ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.12.2008 kl. 20:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
18.9.2007 | 17:51
Mali og óţekktarormurinn
Í dag fór ég međ Mala minn til Dagfinns dýralćknis. Ţar var hann sprautađur gegn öllum heimsins kattaplágum og ormaeyđandi pillu var trođiđ ofan í gapandi giniđ á honum. Síđan hefur hann líka veriđ eins og ljós heimsins svo óţekktarormuinn hefur klárlega gengiđ niđur af honum.
Ţetta var fyrsta ferđ Mala út í hinn stóra heim. Hann var líka vođa hissa á ţví hvađ heimurinn er stór og margt fólk í honum. Jafnvel líka ađrir kettir sem hann var skíthrćddur viđ.
Í dag kom Ipanama í heimsókn til ađ sjá Mala kisa en hafđi alls engan áhuga fyrir mér, bróđur sínum.
Ég segi ţađ líka: Mali er ţađ langmerkilegasta sem hér er ađ sjá innan fjögurra veggja. Og hann vissi líka af ţví og endasentist ekki ađeins milli allra veggja í húsinu heldur upp um alla veggi og upp um öll loft.
En nú hefur óţekktarormurinn klárlega gengiđ niđur af honum.
Mali | Breytt 6.12.2008 kl. 19:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
17.9.2007 | 15:01
Síkópatinn stökk úr landi
Mađurinn sem Hćstiréttur dćmdi í fangelsi í ţrjú og hálft ár fyrir einhverja hrottalegustu nauđgun sem dćmi eru um er vist farinn úr landi eins og ekkert sé.
Farbann mannsins, sem valsađi um laus og liđugur međan rétturinn fjallađi um mál hans, rann út áđur en dómur Hćstaréttar féll.
Hann er sem sagt núna ađ frílista sig í útlöndum ef frétt DV um ţetta er rétt.
Margir bloggverjar létu í sér heyra um dóminn og fannst hann alltof vćgur en Hćstiréttur mildađi dóm hérađsdóms yfir manninum. En hvađ segja menn nú?
Sá sem hér bloggar er seinţreyttur til vandrćđa en hann segir nú samt:
Hvers konar ríkisvald er ţađ eiginlega sem lćtur mann af ţessum glćpakaliber sleppa eins og ekkert sé frá afleiđingum gerđa sinna?
Ţađ er nefnilega mála sannast ađ sjaldan hefur jafn samviskulaus síkópat, sem einskis iđrast og ver gerđir sínar af harđfylgni, veriđ dćmdur hér á landi.
Og svo frílystar hann sig bara í útlöndum.
Fórarlamb hans er hins vegar í hjólastól eđa var ţađ ađ minnsta kosti lengi vel.
Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 20:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
16.9.2007 | 19:45
Ég og löggan
Vinkona mín hringdi í mig í gćrkvöldi og spurđi hvort ég hefđi nokkuđ lent illa í löggunni. Ég virtist hafa á henni svo illan bifur ađ sér hefđi nú bara dottiđ ţetta í hug.
Kannski hefur fleirum dottiđ ţetta í hug.
En ţessu er fljótsvarađ: Ég hef aldrei lent í löggunni. Ég hef aldrei veriđ handtekinn enda ekki ađ drekka og dópa og fremja glćpi. Ekki einu sinni ađ pissa á almannafćri.
Ég hef sem sagt ekkert sérstakt á móti löggunni. Mér finnst meira ađ segja eins og mörgum öđrum ađ Jón Geir sé rosalega krúttlegur.
Hins vegar komu ţarna upp tvö löggumál á sama tíma sem ég skrifađi um, stóra Jóns Geirs búningamáliđ og litla guttamáliđ međ víkingasveitinni. Finna má ađ hvoru tveggja án ţess ađ vera á móti löggunni svona yfirleitt.
Ţađ er ţví bara tilviljun ađ ég skuli hafa veriđ ađ skrifa tvisvar núna gegn blessađri lögreglunni sem er sómi og skjöldur landsins ţegar menn lenda í vandrćđum.
Mér er síđur en svo alls varnađ ţegar lögreglan er annars vegar. Aldrei mundi ég ybba gogg viđ hana ef hún birtist á sviđinu ţar sem ég vćri, en mér skilst ađ hún megi hvergi láta sjá sig án ţess ađ verđa fyrir einelti og ađkasti. Ég mundi hins vegar lúffa ţegar í stađ og verđa eins og bráđiđ smjer.
Ţetta vildi ég sagt hafa um mig og lögguna tll ađ létta af vinkonum mínum og vinum ţungum áhyggjum.
Ég | Breytt 5.12.2008 kl. 20:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2007 | 16:03
Algjör hetja
Gerum ráđ fyrir ađ lögreglumađur biđi bana á Íslandi í átökum viđ mótmćlendur eđa afbrotamenn. Hver yrđu viđbrögđin?
Ţjóđin yrđi afskaplega slegin. Fjölmiđlar myndu umsvifalaust gera lögreglumanninn ađ hetju. Sagt yrđi frá ćvi hans og fjölskylduhögum og viđtöl yrđu viđ vini hans og ćttingja međ myndum úr fjölskyldualbúminu. Ástvinir lögreglumannsins nytu alls stađar einstakrar samúđar. Ríkisstjórnin myndi minnast hans á fundi sínum og prestar biđja fyrir honum af stólnum. Útförin yrđi geysilega fjölmenn og lögreglumenn borgarinnar myndu standa heiđursvörn í fullum skrúđa. Ekki síst alvopnuđ víkingasveitin međ hjálma og skildi. Viđstaddir vćru ćđstu ráđamenn ríkisins og yfirmenn lögreglunnar. Dagblöđin myndu skrifa um máliđ í leiđurum, lofsyngja hinn látna en fordćma ţann sem banađi honum. Sá yrđi síđan dćmdur til hörđustu refsingar. Og hún yrđi hörđ.
En lögreglumađurinn yrđi algjör hetja.
Ímyndum okkur nú ađ víkingasveitarmađur myndi "fella" einhvern unglinginn vegna skothvella og flugeldasýningar í austurbćnum. Hver yrđu ţá viđbrögđin?
Ţjóđin yrđi afskaplega slegin. Lögreglan gćfi út yfirlýsingu til ađ róa hana um ţađ ađ fariđ hefđi veriđ í einu og öllu eftir verklagsreglum lögreglunnar og ađ ekkert óeđlilegt hefđi átt sér stađ. Ráđamenn myndu standa algjörlega međ lögreglunni, hver um annan ţveran og hvar í flokki sem ţeir stćđu. Örfáir einstaklingar, svona meinhorn eins og ég og hún Heiđa, myndu ţó fordćma lögregluna og krefjast opinberrar rannsóknar á atburđinum. En á okkur yrđi ekki hlustađ. Nafn banamannsins yrđi aldrei gefiđ upp og honum yrđi ekki refsađ. Allt yrđi hins vegar gert af yfirvöldum og kannski líka fjölmiđlum til ađ gera lítiđ úr mannorđi hins látna og jafnvel fjölskyldu hans ađ auki. Úförin fćri fram í kyrrţey ađ ósk fjölskyldunnar sem myndi óttast ađ verđa fyrir ađkasti. Engar samúđarkveđjur bćrust frá neinum sem teldi sig vera mađur međ mönnum. Dómsmálaráđherra og lögreglustjórinn myndu samt nota tćkifćriđ og ítreka ađ ekkert hefđi veriđ athugavert viđ verklag lögreglunnar. Á laun yrđi banamađurinn síđan hćkkađur í tign. Og opinberlega fengi hann heiđursmerki á sterklegan barminn og yrđi lofađur fyrir ađ hafa sýnt einstakt hugrekki og snarrćđi í vandasömu starfi.
Hann yrđi algjör hetja.
Svona held ég ađ ţetta yrđi. Er einhver sem heldur ađ ţađ yrđi eitthvađ öđruvísi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 19:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
13.9.2007 | 19:29
Ekkert ađ óttast!
Jón Bjartmarz yfirlögregluţjónn var í sjónvarpsfréttum ađ verja ađgerđir lögreglunnar gagnvart drengjunum sem víkingasveitin réđst á međ munduđum byssum. Hann sagđi ađ ekkert hefđi veriđ athugunarvert viđ framgöngu lögreglunnar.
Ţá vitum viđ ţađ. Vitum hvađ íslensku lögreglunni finnst í fínu lagi.
Hann bćtti ţví viđ ađ saklausir borgarar hefđu ekkert ađ óttast hvađ víkingasveitina snerti.
En strákarnir? Höfđu ţeir ekkert ađ óttast? Er ekki very very scary ađ hlađinni byssu sé beint ađ hausnum á manni?
En ţá vitum viđ ţađ. Ađ talsmenn lögreglunnar eru rugludallar sem lifa ekki í heimi raunveruleikans
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 19:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (24)
12.9.2007 | 20:58
Jafnrétti í trúbođi
Nú er Ísland orđiđ mikiđ fjölómenningarţjóđfélag. Ţess vegna verđur lögreglan ađ gćta ţess vandlega ţegar hún fer ađ stunda trúbođ yfir drukknum skrílnum í miđbćnum um helgar ađ bjóđa bćđi upp á kristilegt trúbođ í anda Jesú og múslimskt trúbođ í anda Múhameđs.
Annađ er hreinlega ekki bjóđandi í jafnréttissinnuđu fjölómenningarţjóđfélagi.
Allt í plati | Breytt 6.12.2008 kl. 19:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2007 | 20:37
Hefđu ţeir skotiđ ţá?
Lögreglustjórinn segir ađ í einu og öllu hafi veriđ fariđ eftir verklagsreglum ţegar sérsveitarmenn skelltu alsaklausum unglingspiltum á jörđina, handjárnuđu ţá og miđuđu byssum ađ höfđum ţeirra.
Ţá er spurninginn hvort verklagsreglurnar kveđi á um ađ hefđi átt ađ skjóta ţá í hausinn ef ţeir hefđu sýnt mótspyrnu.
Ćtli ţađ sé annars ekki talsvert áfall fyrir óharđnađa unglinga ađ lenda í ţessu?
Óbreyttir borgarar sem hegđuđu sér svona og hyldu andlit sitt međ grímum yrđu nú bara kallađir óţokkar og bleyđur.
Á ađ gilda eitthvađ annađ um lögregluna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 19:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 16:24
Hvernig yrđi lífiđ í landinu?
Geir Jón Ţórisson yfirlögregluţjónn í Reykjavík mćtti í viđtali á sjónvarpsstöđinni Omega í einkennisbúningi sínum og sagđi ađ sögn Blađsins í dag, ađ ţađ vćri heillavćnlegri lausn ađ senda trúbođa út af örkinni til ađ leysa miđborgarvandann heldur en ađ fjölga ţar lögregluţjónum." Hann vill ađ óeirđaseggirnir fái ađ kynnast drottni".
Í 17. grein reglugerđar um einkennisbúninga og merki lögreglunnar er kveđiđ á um ađ lögreglumönnum sé óheimilt ađ nota einkennisfatnađ utan lögreglustarfs, nema međ heimild lögreglustjóra.
Í Blađinu segir: Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuđborgarsvćđisins, kannast ekki viđ ađ Geir Jón hafi veriđ í erindum lögreglunnar í ţessu viđtali á Omega."
Ţetta ţýđir ađ Geir Jón fékk ekki leyfi frá lögreglustjóra til ađ nota einkennisbúninginn utan lögreglustarfsins.
Hann braut ţví klárlega ţessa 17 grein reglugerđarinnar.
Og hann hefur játađ brot sitt og segir Ţađ má kannski segja ađ ţađ hafi veriđ mistök hjá mér ađ mćta ţarna í einkennisbúningi vegna ţess, ég get tekiđ undir ţá gagnrýni á mig."
Hvađ svo?
Ţegar lögreglan gómar fólk fyrir ađ henda rusli í miđbćnum breytir engu ţó ţađ játi brot sín og gráti beisklega, ţađ verđur eigi ađ síđur gert ábyrgt gerđa sinna og sektađ. Verđur ţá ekki ađ bregđast á svipađan hátt viđ ţeim sem opinberlega brjóta reglugerđir ríkisins?
Blađiđ segir: Stefán segist ekki hafa fengiđ neinar athugasemdir eđa ábendingar varđandi ţáttinn en ef um eitthvađ athugunarvert sé ađ rćđa af hálfu starfsmanns embćttisins ţá verđi ţađ mál afgreitt gagnvart honum en ekki opinberlega. Ađ öđru leyti vildi hann ekki tjá sig um ţađ."
Mađur spyr sig hvort brot jafn háttsetts manns í lögreglunni fyrir allra augum í sjónvarpi eigi bara ađ leysa í pukri bak viđ tjöldin. En fyrst og fremst hvort tregđa lögreglustjórans til ađ rćđa máliđ sé vísbending um ţađ ađ hjá lögreglunni verđi horft framhjá ţessu broti međ ţví ađ yppta bara öxlum.
Hugmynd Geirs Jóns um trúbođ yfir óeirđaseggjum miđbćjarins býđur hins vegar upp á ađrar pćlingar og all-glćfralegar.
Hugsum okkar ađ kristnir heittrúarmenn eins og Geir Jón sjálfur, Gunnar í Krossinum og Snorri í Betel, nćđu á einhvern hátt völdum í ţjóđfélaginu á öllum sviđum. Ţeir vćru í ríkisstjórn, hefđu meirihluta á alţingi og réđu lögum og lofum í öllum ríkisstofnunum og bćjarstjórnum, stýrđu menntakerfinu, heilbrigđismálunum og auđvitađ Ţjóđkirkjunni og hvers kyns samtökum, svo sem sem ćskulýđs -og íţróttafélögum.
Hvernig ćtli lífiđ í landinu yrđi ef ţetta mundi gersast?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 19:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
11.9.2007 | 12:38
Ég og bókmenntirnar
Nú stendur yfir bókmenntahátíđ. Ekki hef ég lesiđ eina einustu bók eftir ţá erlendu höfunda sem mćttir eru til leiks. Ég vissi ekki einu sinni ađ flestir ţeirra vćru til.
Sú var tíđin ađ ég var allur á kafi í bókmenntum og las eiginlega allt sem tönn á festi. Ég ţekkti íslenskar bókmenntir, fornar og nýjar, afar vel og las alla höfunda kerfisbundiđ, bók fyrir bók. Ég las líka heilmikiđ af útlendum bókum. En fyrir svona fimmtán árum fór ţetta ađ breytast. Ég fór smám saman ađ lesa minna og nú er svo komiđ ađ ég les lítiđ af ţví sem kallađ er fagurbókmenntir. Ég hef til dćmis ekki fylgst kerfisbundiđ međ íslenskum bókmenntum ţessi fimmtán ár. Ég hef lesiđ bók og bók. Og ţađ sem ég hef lesiđ heillar mig ekki. Síđasta haust ćtlađi ég ađ byrja á ţví ađ lesa ţađ sem ég hef ekki nennt ađ lesa síđustu árin. Ţegar til kom brast mig úthald. Ţćr bćkur sem ég las héldu einfaldlega ekki áhuga mínum. Mér fannst alltaf ađ ég gćti gert eitthvađ betra viđ tímann. Og ég gafst upp. Ţađ er samt á dagskrá ađ gera ađra tilraun.
Ég er samt ekki hćttur ađ lesa. Ég er sílesandi. En í stađ ţess ađ lesa ímyndanir skálda les ég frćđilega bćkur um veröldina; sagnfrćđi, heimspeki og vísindi, alveg sérstaklega náttúruvísindi.
Ekki veit ég hvernig á ţessari breytingu stendur. Ekki hefđi ég trúađ ţví ţegar ég var ungur ef ţví hefđi veriđ spáđ fyrir mér ađ ţegar ég vćri loksins orđinn gamall og vitur ađ fagurbókmenntir hćttu ađ heilla mig upp úr skónum. Ţćr hafa samt enn smávegis ađdráttarafl. En bara ţegar ég er í vissri stemningu. Áđur höfđu ţćr ćtíđ ađdráttarafl. Ég hlusta líka miklu minna á tónlist en ég gerđi áđur en finnst samt alltaf jafn mikiđ til hennar koma. Hún er miklu ćđri listgrein en bókmenntirnar.
Alveg sama hvađ bókmenntanördarnir segja!
Já, ég er kominn langa leiđ frá bókmenntadellu fyrri ára.
Ég er loksins orđinn gamall og vitur.
Andbókmenntalegur eftirmáli: Í dag er hvorki meira né minna en ţessi sögufrćgi 11. september. Ósköp er hann leiđinlegur. Ţá var nú gamli 12. september betri: "Draumur fangans" og allt ţađ, uppáhaldslagiđ í Guantanamo. En í dag á ein af bestu vinkonum mínum afmćli og einn af bestu vinum mínum líka. Bćđi eru ţau orđin hundgömul og batna ekki međ árunum. Ég veit ađ ţau lesa alltaf bloggiđ mitt og eru mér hjartanlega sammála um ţetta.
Ég | Breytt 5.12.2008 kl. 20:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Fćrsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síđur
- Sólarminnstu júlímánuđir
- Ţíđukaflar ađ vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveđriđ frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauđ
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veđriđ í Reykjavík
- Slćr júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuđir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síđur ]
Eldri fćrslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006