Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
25.7.2008 | 02:32
Nýjustu fréttir af Mala
Hann er náttúrlega að mala núna sem aldrei fyrr. Hann biður að heilsa öllum hysterískum aðdáendum sínum nær og fjær.
Og hann segist gera sér fullkomlega grein fyrir því að gömlu hysterísku aðdáendur eiganda síns, þessa sem bloggar hér, séu ekki lengur neitt hysterískir yfir honum, heldur beinist nú öll hin ógurlega hystería óskipt og froðufellandi að engum öðrum en Mala the malicious.
Það held ég nú.
Mali | Breytt 5.12.2008 kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.7.2008 | 14:40
Hryllileg hryllingssaga af honum Mala
Hér kemur hreint alveg svakaleg hryllingssaga af honum Mala.
Eins og ég hef sagt áður er hann harðskeyttur köttur. Hann er oft að glefsa í mig og læsa í mig klónum en mér hefur þó ekki verið bráður bani búinn.
En hvað haldiði! Í gær eftir að ég var kominn upp í rúm kom hann upp í rúmið og var allur hinn ískyggilegasti, grimmdarlegur mjög og með eyrun aftur eins og fjúkandi vondir kettir eru vanir að vera. Hann lagðist samt niður á sængina en ég var að lesa - veðurfræði, hvað annað. En allt í einu vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar Mali stökk á beran handlegginn á mér með kjafti og klóm og læsti tönnunum djúpt í mitt veika hold. Ég var bara góða stund að hrista af mér kvikyndið. Ég er með þrjú djúp bitsár og átta klórrispur. Ein rispan er beint yfir púlsinum. Ég hef mjóa handleggi, hálfgerða spóaleggi, og ef hann hefði náð að bíta á lífpúlsinn væri þessi saga blogguð að handan.
Dýralæknar segja að kattabit geti verið hættuleg og maður eigi að fara á slysavarðstofuna ef maður verður fyrir biti bandóðra katta og fá sprautu við stífkrampa. En ég fór samt ekki enda var komin niðdimm nótt og margt óhreint á sveimi. Ég lagði sem sagt mitt litla líf að veði fyrir hann Mala.
Mér er mjög brugðið yfir þessu. Nú skil ég hvers vegna hún Tóta pönkína sagði um mynd af Mala að hún yrði hrædd um að þetta villidýr biði færis um að bita mann á hálsslagæðina. Hvað ef Mali gerir nú einmitt það? Þá yrði nú aldeilis blóðbað. Ég messaði náttúrlega yfir Malanum og sýndi honum mínar blæðandi benjar en hann lét sér hvergi bregða og var hinn forhertasti. Ég lokaði hann svo úti frá svefnherberginu það sem eftir var nætur. Í dag er hann með allra kelnasta móti og einstaklega fleðulegur en býður eflaust færis á að bíta mig á barkann.
En ég spyr: Hvað er eiginlega um að vera og hvað á ég nú að gjöra? Monsjör Mali var ekki að leika sér heldur var þetta fyrirvaralaus og grimmileg hryðjuverkaárás. Hann læsti alveg í mig hvössum klónum og þessum líka forynjulegu vígtönnunum og ég var lengi að losa mig við þær í dauðans angist og sárri neyð.
Hvað segja aðdáendur Mala um þessa skammarlegu og villimannslegu framkomu- villidýrslegu framkomu vildi ég sagt hafa. Svona gera dýr bara ekki nema örgustu siðleysingjar, hermdarverkadýr og síkópatar.
Hér er svo mynd af bévítans óargadýrinu í lymskulegum árásarham.
Mali | Breytt 6.12.2008 kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (44)
22.7.2008 | 15:24
Forseti Íslands lýsir yfir fyrirlitningu sinni á geðsjúkum
Reglur Kínverja um þá sem fá að koma á ólympíuleikana í Peking tiltaka að fólk með geðsjúkdóma sé ekki velkomið.
Þetta er auðvitað stimplun af versta tagi, engu skárri en ef t.d. Gyðingum væri meinuð þátttaka.
Ætli Íþrótta- og ólympíusamband Íslands láti sér þetta vel líka og samþykki þar með þessa skelfilegu fordóma og mismunun? Það gera þeir ef þeir lára eins og ekkert sé.
Og síðast en ekki síst: Er forseti Íslands, sem þegið hefur boð um að fara á ólympíuleikana, að leggja blessun sína yfir þetta með því að þiggja boðið?
Já. Liggur í augum uppi.
Nú var tækifærið fyrir forsetann að sýna að hann fyrirlíti fordóma gegn geðsjúkdómum. Og hann hundsar færið. Það er hneisa fyrir þjóðina. Hann er fulltrúi þjóðarinnar og þá er eins og hann sé að samþykkja fordómana fyrir hennar hönd.
Með för sinni á ólympíuleikana er forsetinn í reynd að lýsa yfir fyrirlitningu sinni á fólki með geðsjúkdóma.
Mér finnst að Geðhjálp og Hugarafl eigi að láta þetta mál til sín taka. Félögin eru aumingjafélög ef þau láta sem ekkert hafi í skorist.
Og ég vænti þess að málsvari geðsjúkra í landinu nr. 1, Morgunblaðið, skrifi harðorðan leiðara um málið. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn.
Geðfatlaðir óvelkomnir á Ólympíuleikana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.7.2008 | 16:44
Að kaupa sér réttlæti
Yfirlýsingar í minningargreinum vegna andláts eins Hafskipsmannsins hafa vakið athygli. Það er auðvitað viðkvæmt mál að menn fjalli um gömul og ný deilumál í minningargreinum. Dauðinn vekur alltaf upp sorg og sárar tilfinningar. Mér mundi ekki detta í hug að blogga af slíku tilefni ef Vísir. is hefði ekki þegar gert það að fréttaefni og menn í stórum stíl í minningargreinum látið sterk orð fjalla um gamalt mál sem var og er enn umdeilt með þjóðinni.
Það var nýmæli í einni af minningargreinunum í Morgunblaðinu að ein þeirra hafði fyrirsögn, "Ábyrgð og réttlæti" eins og hver önnur blaðagrein eða bein yfirlýsing. Þetta var líka yfirlýsing fremur en eitthvað annað frá Björgólfi Guðmundssyni og Páli Braga Kristjónssyni um það að unnið sé að því að gera upp Hafskipsmálið. Í frétt Vísis is. segir:
"Fregnir hafa borist af því að hópur sérfræðinga á vegum Björgólfs hafi misserum saman unnið að því að velta við öllum steinum í málinu. Í minningargrein Björgólfs og Páls Braga um Ragnar segir að undanförnu hafi bakgrunnur Hafskipsmálsins og málareksturinn verið tekinn til gaumgæfilegrar skoðunar, með það að markmiði að leiða allan sannleika málsins í ljós. Af þeirra hálfu sé Hafskipsmálið ekki uppgert."
Nú þekki ég sögu Hafskipsmálið ekki vel og hef engar sérstakar skoðanir á henni. Fulla samúð hef ég þó með öllum sem telja sig vera rangindum beitta.
Það er hins vegar ýmislegt sem vekur upp spurningar í frétt Vísis. Hafskipsmálið varð dómsmál og voru endanlegir dómar kveðnir upp. Þeim dómum verður ekki breytt nema málið verður endurupptekið.
Stefnir þessi sérfræðingavinna á vegum Björgólfs að því að fá dómsvöld til þess að taka málið aftur upp? Auðvitað er ekkert að því en saksóknari metur hvort ástæða er til að taka máið aftur upp en ekki málsaðilar.
Hins vegar finnst manni að fremur en að endurupptöku fyrir dómstólum sé stefnt að því að koma út einhvers konar skýrslu sem eigi að segja "sannleikann" um málið og hún eigi svo að tala sínu máli frammi fyrir almenningi og yfirvöldum við hliðina á dómsniðurstöðunni, sem hafi þá ekki sagt sannleikann um málið, eða kannski öllu heldur gegn henni. Þó hinn formlegi dómur standi þá eftir sem áður óhaggaður sitjum við þá uppi með einhvers konar annað álit sem fyrst og fremst á að vinna samúð almennings. Það álit er beinlínis keypt af þeim sem dómar féllu á og hlýtur að vera erfitt að fallast á trúverðugleika slíkrar rannsóknar eða "uppgjörs".
Mörgum finnst þeir hafa verið óréttir beittir af dómstólum. Næstum því allir þeirra hafa orðið að sætta sig við það. Minna má á að margir telja að sakborningarnir í Geirfinnsmálinu hafi orðið fyrir dómsmorðum. Í þeim hópi var jafnvel Davíð Oddsson meðan hann var enn forsætisráðherra. Endurupptöku málsins hefur verið hafnað og þeir sem dæmdir voru hafa ekki efni á því að fá sérfræðinga til að vinna "uppgjör" um málið sem síðan verði kynnt fjölmiðlum með látum, allt til þess að gera þá saklausa fyrir sjónum manna þó lögformlega dómsorðið standi.
Það sem er verið að boða í þessari fordæmislausu minningargrein Björgólfs og Páls Braga í Morgunblaðinu er þetta: Að upp sé að rísa eins konar óformlegur dómstóll auðmanna sem gefi þeim sem til þeirra teljast aukadómsúrskurð um orsök, eðli og niðurstöðu mála.
Og það er auðurinn einn sem gerir þeim kleyft að kaupa sér aflát verka sinna framhjá dómstólunum. Það er ekki réttætið sem slíkt sem gerir það jafnvel þó réttlætið kunni að hafa verið dótum troðið. Það eru peningarnir og ekkert nema peningarnir.
Morgunblaðið verður svo að svara því fyrir landsmönnum, sem skrifa mikið af minningargreinum í blaðið, hvort það ætli að leyfa það í framtíðinni að menn skrifi greinar og eins konar ádeilur með sérstakri fyrirsögn í minningargreinum þar sem menn geta haldið áfram að reka gömul og ný deilumál. Ef blaðið ætlar ekki að gera þetta framvegs verður það að svara því hvers vegna brugðið var út af venjunni í þetta skiptið. Hvers vegna minningargreinadálkum Morgunblaðsins var breytt í nokkurs konar orrustuvöll fyrir réttlæti handa nokkrum auðmönnum landsins. Njóta þeir sérréttinda hjá blaðinu?
Vísi is. birtir ýmis ummæli landsfrægra manna sem komu fram í minningargreinum blaðsins við þetta tækifæri:
Hafskipsmálið er vonandi síðasta galdrabrennan" á Íslandi,"
Pétur Sveinbjarnarson.
...stærsta og alvarlegasta réttarfarshneyksli Íslandssögu síðari tíma."
Sigurður Hafstein.
Hafskip var knúið í gjaldþrot."
Helgi Magnússon.
Samfélag okkar á eftir að horfast í augu við sjálft sig vegna Hafskipsmála..."
Styrmir Gunnarsson.
Alltaf hefur mér þótt það misráðið að nota minningargreinar til ásakana því það eru alltaf einstaklingar sem fyrir þeim verða þó ekki séu þeir nafngreindir og þeir eiga óhægt um vik að bregðast við þeim vegna þeirra viðkvæmu aðstæðna sem dauðsföll eru. Menn eru í þessum minningargreinum Morgunblaðsins jafnvel kallaðir dusilmenni og tækifærissinar sem hafi verið í hatursherferð. Geta menn ekki komið þessu að í almennum blaðagreinum um sögu Hafskipsmálsins?
Margir komu að Hafskipsmálinu, rannsóknarlögreglumenn, lögfræðingar, saksóknarar, dómarar og síðast en ekki síst fjölmiðlar, t.d. Helgarpósturinn sem margir telja að hafi átt stóran þátt í málinu.
Og á nú að fara að efna til galdrabrenna gegn þessu fólki meira og minna? Það voru einstaklingar em rannsökuðu málin og dæmdu þau og það voru einstaklingar sem skrifuðu um það í fjölmiðla, "dusilmenni" og "tækifærissinnar". Er allt í lagi að efna til nýrra galdrabrenna ef það eru "réttir" menn sem settir verða á bálið?
Eins og áður segir hef ég samúð með öllum þeim sem beittir eru rangindum og er hvorki með eða móti neinum í Hafskipsmálinu.
Það sem er hins vegar að gerast frammi fyrir allra augum er þetta: Auðmenn þykjast geta keypt sér réttlætið með eigin rannsóknum og eigin niðurstöðum. Og þeir vefja Morgunblaðinu um fingur sér og fá það til að brjóta einhverja rótgrónustu hefðirnar á síðum blaðsins: að minningargreinar verði ekki vettvangur þjóðfélagslegra átaka.
Þetta hvort tveggja finnst mér ískyggileg þróun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
20.7.2008 | 04:03
Ég óttast mjög
Ég | Breytt 6.12.2008 kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
18.7.2008 | 22:17
Ég hef það á tilfinningunni
Allt í plati | Breytt 6.12.2008 kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.7.2008 | 00:49
Fæst orð hafa minnsta ábyrgð
Allt í plati | Breytt 6.12.2008 kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.7.2008 | 17:23
Fjandinn laus ...
Allt í plati | Breytt 6.12.2008 kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
15.7.2008 | 14:57
Ég sem hörkutól
Nýlega fékk ég athugasemd við bloggið mitt þar sem sagt var að ég væri hörkutól. Þó þetta hafi kannski verið í gamni sagt held ég að það hafi líka verið í því smávegis alvara.
Ég get verið ákaflega harður í skrifum og jafnvel miskunnarlaus. Harðast gegn ég fram gegn valdinu í þjóðfélaginu sem ég hef illan bifur á enda veitir nú víst ekki af. En ég ræðst sjaldan gegn einstaklingum sem slíkum. Ég lýsi því ekki blákalt yfir að hinn eða þessi sé eymingi eða eitthvað þaðan af verra jafnvel þó það liggi í augum uppi að hann sé það.
Prívat og persónulega er ég í umgengni ljúfur eins og lamb sem verið er að leiða til slátrunar. Nema hvað ég get alveg varið mig ef á mig er ráðist. Þá rýk ég upp eins og naðra eða sporðdreki svo fólki verður ekki um sel af undrun og skelfingu. Ég sting samt ekki nema í algerri nauðvörn. Og þá er það banabit.
Ég get verið mjög ákveðinn og harður á mínu. Þrjóskari en andskotinn. Samt leyfi ég öðrum alveg að hafa sínar skoðanir. Ég nenni yfirleitt ekki að þjarka um stjórnmál og trúmál við fólk. Ég hef meira gaman af fólkinu sjálfu en skoðunum þess.
Miklar skoðanir eru fyrir einfeldninga og fífl. Og miklar skoðanir vaða alveg uppi á blogginu sem annars staðar.
Þetta er nú mín ofurlitla skoðun á þessu.
Ég | Breytt 5.12.2008 kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.7.2008 | 10:57
Þó það nú!
Rétt einu sinni eru allir dálkar auðir á vef Veðurstofunnar um veðurathuganir á mönnuðu stöðvunum á þriggja klukkustunda fresti. Það er svo sannarlega ekki í fyrsta sinn. Það er nánast regla að slíkt gerist annað slagið en aldrei hjá Vegagerðinni eða Siglingamálastofnun.
Þetta er það eina í lífinu sem fer í taugarnar á mér enda er ég hörkutól með stáltaugar.
Bloggar | Breytt 4.12.2008 kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006