Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
3.5.2009 | 11:47
Óþolandi hlutdrægni um lífsskoðanir
Einhver voðalegur pokaprestur er núna að prédika í Háteigskirkju í útvarpsmessu og fer lítilsvirðingarorðum um innhverfa íhugun en hefur kristna bæn upp til skýjanna að sama skapi.
Nú er ég enginn talsmaður innhverfrar íhugunar sem ég veit aðeins lítið eitt um.
En það er óþolandi að Ríkisútvarpið skuli gefa túlkendum einnar lífsskoðunar færi á að prédika um hana á hverjum sunnudegi og jafnvel til að rakka niður menn og málefni sem bera fram annan boðskap.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
2.5.2009 | 13:55
Ills viti
Í fréttum Ríkisútvarpsins um hádegið var sagt að fulltrúar Rauða krossins með sálfræðing í fararbroddi væru að fara til Alsírsbúans sem er í mótmælasvelti.
Mér finnst þetta ills viti.
Verður maðurinn ekki beittur einhvers konar þrýstingi eða þvingun?
Það sem ég óttast er einfaldlega þetta: Með fortölum verður maðurinn talinn á að hætta mótmælasveltinu. Tíminn líður og hann nær aftur fyrra þrótti. Athygli fjölmiðla hvarflar frá málinu og það gleymist. Þá nota yfirvöld tækifærið til að flæma varnarlausan manninn úr landi.
Það er líka verið að skapa óhagstæða ímynd af manninn með því að senda sálfræðing til hans. Það gefur til kynna að eitthvað sé sálarlega athugavert við hann. Hann sé vandamálið.
En vandamálið er ekki þessi maður. Vandamálið er Útlendingastofnun og yfirvöld.
Að þeim eiga menn að beina athygli sinni en ekki manninum sem er í mótmælasvelti. Enginn getur leyst þetta mál nema yfirvöld, allra síst Alsírbúinn sjálfur.
Ég hef reyndar mjög sterka tilfinningu fyrir því að það muni ekki geta gerst á Íslandi að nokkur maður, innlendur sem erlendur, geti farið alla leið í mótmælasvelti. Yfirvöld munu leggja hann inn á sjúkrahús og skipa læknum að gefa honum næringu. Og læknar munu hlýða yfirvöldum.
Það fer annars lítið fyrir þessari frétt. Hún kom aðeins fram í útvarpsfréttum en finnst ekki á vefsíðu Rúv. Aðrir fjölmiðlar þegja um málið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
1.5.2009 | 10:14
Mótmælasvelti
Menn mega leggja líf sitt að veði í þágu málstaðar sem þeim finnst þess virði. Það eru viðurkennd mannréttindi.
Þá er gert ráð fyrir því að við séu ábyrg gerða okkar og með fullu viti og gerum okkur þar með grein fyrir afleiðingum gerða okkar.
Gengið er út frá sjálfræði einstaklinganna.
Þegar hungurverkfall hefur staðið nógu lengi missa menn meðvitund.
En er það svo að menn verði að leggja fram skriflega yfirlýsingu fyrir fram um það að þeir vilji ekki þiggja læknishjálp þegar svo er komið? Annars fari hún fram sem læknisleg rútína.
Taka læknar sem sagt ekki mark á gerð fullvita fólks sem gera sér grein fyrir afleiðingum verka sinna nema hún sé skrifleg? Er verknaðurinn hungurverkfall ekki nægileg yfirlýsing um skýran vilja og vitund um þær afleiðingar sem af verknaðinum getur hlotist?
Þegar læknir tekur fram fyrir hendurnar á manni sem missir meðvitund í hungurverkfalli vanvirðir hann sjálfræði mannsins. Það er ekki flóknara en svo. Ekki bætir úr skák ef Landlæknisembætti á hlut að máli því það er á ábyrgð ríkisins sem stofnunar. Ríkið má ekki kúga samvisku manna. Almenn rök um það að læknum beri að bjarga mannslífum eiga ekki við gagnvart einbeittum vilja einstaklings til að leggja líf sitt að veði fyrir málstað.
Það er ekki hlutverk lækna að hafa vit fyrir mönnum í samviskuspursmálum og það má alls ekki vera liðið að þeir hafi sjálfgefin rétt til þess að grípa fram fyrir hendur manna í hungurverkfalli af samviskuástæðum.
Í þau fáu skipti sem líf manna hefur orðið krítiskt í svona kringumstæðum á Íslandi hefur Landlæknisembættið samt sem áður farið að skipta sér af málunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006