Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Röng frétt

Hitinn hefur komist í 20 stig í september á landinu í aðeins sex daga. Tuttugu stigin í gær á Hágöngum  er ekki hægt að taka alvarlega því tveimur tímum seinna mældi stöðin 20 stiga frost! Einhver truflun hefur verið á mælingunum. Í gær mældist mesti hiti á landinu 19,2 stig í Skaftafelli í Öræfum. Þann 6. mældist mestur hiti á landinu 19,4 stig á Siglufirði. Tuttugu stig hafa mælst sex daga á  landinu af átta það sem af er spteptember.

Hins vegar eru þetta samt óvenjulegir hitar. Í Reykjavík hefur hitinn ekki farið niður fyrir tíu stig í mánuðinum og meðalhitinn er 14,0 það sem af er og á Akureyri 14.7.

Hér er hægt að fygjast með framvindu mála í september.  


mbl.is Hitastigið fór yfir 20 gráður áttunda daginn í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veður um allan heim

Hér kemur bein vísun á veðurupplýsingar á rússneska veðurvefnum sem ég gat um fyrir skömmu  síðan. Hægt að fylgjast með daglegu veðri í ýmsum borgum heimsins í sérstökum töflum. Og  svo í  flestum löndum heims í annars konar töflum. Hvergi hef ég fundið annað eins í þessu formi.

Þessar eru borgirnar eða staðirnir:  

Abú Dabi, Adelaide,  Aleksandrov Gaj, Alma Atu í Kasakstan, Amundsson Scott (suðurpóllinn), Anchorage, Arkhangelsk, Askabad í Túrkeminstan, Astana í Kasakstan,  Astrahan, Atlanta, Aþena, Balkatsj, Bangkok, Barnaul, Belgrad, Berlín, Bisjek í Kirgistan, Bogotá, Boston, Búdapest, Búkarest, Buenos Aires, Calgary, Caracas, Chicago, Dallas, Delí, Denver, Detroit, Dikson eyja, DjakartaDublin, Dubæ, Fíladelfía, Fönix, Frankfurt, Helsinki, Hong Kong, Honululu, Houston, Höfðaborg, Istambul, Jakutsk, Jekaterínburg (Sverdlovsk), Jerevan, Júshnó á Kúrileyjum, Kalíngrad,  Kalkútta, Kansas City, Karaganda í Kasakstan,  Kaupmannahöfn, Kazan, Khabarovsk, Khanty-Mansisjk,   Khatanga (vel norðan við 70°), Kiev, Kísinev í Koldóvu, KrasnodarKrasnojarsk, Kúala Lumpúr, Kúska Kæró, Las Vegas, Líma, Lissabon, London, Los Angeles, Madrid, Magadan, Makhatjkala við Kaspíhaf, Miami, Memphis, MelbourneMexíkóborg, Minneapolis, Minsk, Montreal, Moskva,  Mumbai (Bombay), München, Murmansk, Narjan MarNew Orleans, New York, Odessa, Oimjakon (kaldasti staðurinn á norðurhveli á vetrum ásamt Verkhojansk), Okhotsk,  Oklahoma City, Omsk, Osló, París, Peking, Perm, Petjora, Petropavlovsk á Kamsjatka, Prag, Riga,  Róm, San Fransisco, Salt Lake City, Saratov, Seattle, Simferopol á  Krím, Singapúr, Sjanghæ, Sofia, Sotsjí við Svartahaf, Sól, Stokkhólmur, St. Pétursborg, Sydney, Syktivkar,  Tallín, Taskjent í Úsbekistan, TermesTiblisi, Tjíta í Síberíu, Tokyo, Toronto, Ukhta, Vancouver, Varsjá, Verkhojansk,  Vín, Vilníus, Vladivostok, Volgograd, Vostok á Suðurskautslandi (kaldasti staður jarðar)

Þegar smellt er á viðkomandi borg kemur upp sá mánuður sem er að líða. Lengst til vinstri er dagsetning, lágmarkshiti með bláu, meðalhiti með grænu, hámark með rauðu, þá frávik frá meðaltali og loks úrkoma í mm lengst til hægri. Fyrir neðan eru línurit, punktarnir merkja hæsta og lægsta hita sem mælst hefur hvern dag  nokkru sinni. Til hægri á síðunni  sést  hámarkshitinn í tölum og árið sem hitinn mældist, auðþekkt á tölustöfum og ártölum innan sviga. Til að fá fram lágmarkshitann verður að smella á þar sem stendur  mинимумы á rússnesku lengst til hægri  fyrir ofan tölurnar og svigana. Þetta virðist ná mislangt aftur eftir stöðum, New York t.d. um 130 ár.

Ef smellt er til vinstri ofarlega á viðkomandi síðu þar sem stendur  Прогноз погоды … kemur upp auðskiljanleg spá fyrir næstu daga og ef smellt er á ekki næstu heldur þar næstu línu fyrir neðan, Климат города,  kemur upp velskiljanleg veðurfarstafla fyrir viðkomandi stað. 

Neðst til vinstri á síðunni eru þrír hvítir flipar. Þar er hægt að fletta upp hverjum mánuði fimm ár aftur í tímann. Í flipanum lengst til vinstri (Mecяд) koma upp mánuðirnir og er janúar næst efstur, og svo niður í desember. Næsti hvíti flipi (Гoд) er árið. Svo smellir maður á flipann lengst til hægri (Ввoд) þegar búið er að velja mánuð og ár. Ef aðeins er smellt á mánuði en ár ekki tiltekið koma tölurnar um mesta hita hvers dags (og minnsta ef smellt er á það) bara út af fyrir sig.   

Á öðrum stað er unnt er að sjá veðrið í nokkru öðru formi .Til dæmis Reykjavík, Stykkishólmi, Bolungarvík, AkureyriDalatanga, Höfn í Hornafirði, Kirkjubæjarklaustri og  Stórhöfða í Vestmannaeyjum.    

Hér fyrir neðan er svo hægt að sjá flest lönd heims. Ef smellt er  viðkomandi land koma upp margir staðir með latínuletri (nema í fyrrum sovétlýðveldum) svo auðvelt er að þekkja þá. Ef á smellt er á stað kemur upp veðrið í þeim mánuði sem er að liða, síðustu daga. Lengst til vinstri er klukkustundin og dagsetningin, þá vindstefna og vindhraði í m/s, skyggni, veður á athugunartíma, skýjahula, hæð skýja og skýjategundir, hiti, daggarmark, rakastig, þá er þarna þægindastuðull (á rússnesku), loftþrýstingur, lágmarks og hámarkshiti og úrkoma í mm (sums staðar ekki allt þetta). 

Til að skoða tímabil aftur í tímann fyrir þessa staði, lengst tvö ár, þarf að fara í hina fjóru hvítu flipa til vinstri neðst á síðunni. Lengst til vinstri (Первый день) má velja þann dag sem maður vill að sé fyrstur  í röðinni, t.d 1. og í næsta flipa (Пoследний день) )síðasta dag, t. d. 31., þriðji dálkur (Mecяд) eru mánuðirnir og loks er árið (Гoд). Þegar maður hefur valið þetta smellir maður loks á flipann lengst til hægri (Ввoд). Þá er hægt að skoða veðrið upp á dag aftur í tímann, hvern mánuð eða tímabil fyrir sig.  

Alsír, Antartíka, Argentína, Armenía, Aserbaitsjan, Austurríki, Ástralía, Bahmaeyjar, Bandaríkin, Bangladess, Barbados, Barein, Belís, Belgía, Benín, Bermúda, Bosnía-Hersegóvína, Botsúana, Bólivía, Brasilía, Bretland, Brúnei, Búlgaría, Búrkína Fasó, Caymaneyjar, Chile, Cook eyjar, Danmörk, Díjbúti, Dómíníska lýðveldið, Egyptaland, Eistland, Ekvador, Eþíópía, Falklandseyjar, Filipseyjar, Finnland, Fítsíeyjar, Frakkland, Franska Gvæjana, Franska Pólínesía, Færeyjar, Gabon, Gajana, Gana, Georgía, Gínea, Grenada, Grikkland, Grænhöfðaeyjar, Grænland, Gúatamala, GuadelúpHolland, Hondúras, Hvíta-Rússland, Indland, Indónesía, Íran, Írland, Ísrael, Ítalía, Jamaíka, Japan, Jemen, Jórdanía, Kamerún, Kanada, Kanaríeyjar, Karólínsku eyjar, Kasakstan, Katar, Kenía, Kergúelen o.fl, Kirgistan, Kína, Kýpur, Kíribasaeyjar, Kongó, Kostaríka, Kólumbía, Kómoreyjar, Króatía, Kúba, Kúveit, Laos, Lesótó, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Líbanon, Lýbía, Lúxemborg, Madagaskar, Makedónía, Malasía, Malaví, Maldíveyjar, Malí, Malta, Marokkó, Marshalleyjar, MartíníkMáritanía, Máritíus, Mexíkó, Miðafríkulýðveldið, Míkrónesía, Moldóva, Mongólía, Mósambík, Myanmaar (Burma), Namibía, Nárú, Nepal, Níger, N-Kórea, Noregur, Nýja-Kaledónia, Nýja-Sjáland, Óman, Pakistan, Paláeyjar, Panama, Papúa Nýja-Gínea, Paragúæ, Perú, Portúgal og Asoreyjar, Pólland, Púerto Ríkó, Réunion, Rúmenía, Rússland (Evrópa), Rússland (Asía), Sambía, Sameinuðu Arabafurstadæmin, Salómonseyjar, Sádí-Arabía, Senegal, Serbía Seysjelleyjar, Simbabve, SingapúrSlóavkía, Slóvenía, Spánn, Srí Lanka, St. Lúsía,  Suður-Afríka, Suður GeorgíueyjarS-Kórea, Suðurskautslandið, Súdan, Súrínam, St. Helena og Ascencion, Svartfjallaland, Svasíland, Sviss, Svíþjóð, Sýrland, Tæland, Tansanía, Tatsíkistan, Tékkland, TógóTrínidad og Tóbagó, Tsjad, Túnis, Túrkmenistan, Túavalú, Tyrkland, Ungverjaland, Úganda, Úkraína, Úrúgúæ, Úsbekistan, Vanúatu, Venesúela, Vestur-SaharaVíetnam, Þýskaland

Á kortasíðunni á vefnum er sitt hvað að skoða.  Ýmis kort sem menn munu kannski þekkja  frá veðurveitunni í Köln er þarna   hægt að skoða nokkra mánuði aftur í tímann sem ég hef  hvergi séð annars staðar.  Svo sem þrýsti og hitakort fyrir Evrópu,  úrkomukort, snjóakort, lágmarkshita, hámarkshita, lágmarkshita fyrir Ameríku, hámarkshita fyrir Ameríku, þrýstikortin sem Veðurstofan er með. Og meira af kortum.  Hér má sjá kort um frávik hita frá meðalhita í hverjum mánauði síðustu 20 ár, neðri bálkurinn (efri fyrir Asíu) er fyrir Evrópu með Íslandi (10 er 1,0, 70 er 7,0 os. frv, ein tala 0,1-0,9).

Kortin stækka ef smellt er á þau. 

Þessi færsla er sett í flokkinn ''Veður um allan heim''sem kemur upp í flokkunum til vinstri á síðunni og mun eingnöngu innihalda þessa færslu sem verður því alltaf auðveldlega aðgengileg.

Vona að þetta skiljist og einhverjir hafi gaman af.

Bendi líka á þennan vef þar sem hægt að sjá veðurathuganir á þriggja tíma fresti um allan heim, þar á meðal nokkrum stöðum á Íslandi.   Og hér má leggjast í fortíðarþrá þó sumt sér þar einkennilegt og varhugavert. Þessi er líka góður.


Áfram september!

Við höldum hér á Allra veðra von áfram að vakta veðrið í Reykjavík og á Akureyri og að nokkru leyti á öllu landinu.

Áfram september! Carry on september! 

Gaman, gaman!

Nú er komið í skrána mesti og minnsti meðalhiti hvers dags og hámarks-og lágmarkshiti fyrir bæði Reykjavík og Akureyri. Fyrir Akureyri aðeins frá 1949 en miklu lengur fyrir Reykjavík eins og sjá má. Þá er líka hægt að sjá hve nær og hvar mesti og minsti hiti hefur mælst á landinu viðkomandi dag. Það er fyrst og fremst frá 1949 en auk þess stöku eldri mælingar. Þarna er blandað saman sjálfvirkum mælingum og þeim á kvikasilfri. Ég hef gert nánari grein fyrir þessu öllu á Veðurdagatalinu hér á síðunni.

Varla þar að taka það fram að þetta er auðvitað einkaframtak veðuráhugamönnum til skemmtunar og þó tölurnar séu frá Veðurstofunni komnar er röðun metdaganna og metanna mitt verk og framsetning talna á mína ábyrgð með villum og öllu saman og eftir mínum kenjum.

Á fylgiskjalinu er búið að skipta töflunum í tvennt. Reykjavík og landið eru á blaði eitt en Akureyri er ein, eins og drottningu sæmir, á blaði tvö.

Sjá: 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýju septemberhitametin í dag

Í dag voru allmörg hitamet fyrir september sett á landinu á mönnuðum veðurstöðvum. Þau eru þessi, í svigum eru gömlu metin og hve nær þau mældust og þar fyrir aftan er árið þegar fyrsti septemberinn var athugaður.  

Hólar í Dýrafirði 20,2 (19,0, 2. 2010, - 1993). Þetta er í fyrsta sinn sem 20 stiga hiti mælist á Vestfjörðum í september á mannaðri veðurstöð. 

Æðey 19,9 (18,3, 2. 2010, - 1954).

Hraun á Skaga 20,0 (17,6, 8. 2004, - 1956).

Akureyri 23,6 (22,0, 1. 1939, 19. 1941- 1882).

Mánárbakki 24,7 (21,7, 4. 1996, 10. 2002, - 1963).

Staðarhóll 23,1 (21,7, 2. 2010, - 1962).

Torfur í Eyjafjarðardal 23,1 (20,7, 1. 2010, - 1998).

Skjaldþingsstaðir í Vopnafirði 21,6 (21,4 23.-24. 1997, - 1994, 25,3° mældust á Vopnafirði þ. 1. 1981).

Þetta er nú all nokkuð. Og það var glaðasólskin á norðurlandi.

Á sjálfvirku stöðinni á Blönduósi mældust 23,0 stig en svo mikill hiti hefur aldrei mælst á Blönduósi í september, mest á mönnuðu stöðinni 18.8 þ. 5. 1958.  Mælingar nokkuð stopular.

Aðrar athyglisverðar sjálfvirkar mælingar:

Möðruvellir í Hörgárdal 24,9 stig.

Straumnesviti 21,0.

Grímsey 21,5 (á mönnuðu stöðinni mældust mest 17,0 stig meðan hún var í gangi). 

Siglufjörður 20,8. 

Húsavík 23,9 (á mönnuðu stöðinni 1925-1994 mældust mest 23,1, þ. 1. 1939).

Reykir í Fnjóskadal 22,5.

Végeirsstaðir í Fnjóskadal 23,6.

Raufarhöfn 22,8 (á þeirri mönnuðu 1949-2008 mest 22,0 þ. 12. 1949). 

Tálknafjörður 19,8.

Ísafjörður 19,6.

Mestu hlýindin hafa ekki náð austur á landið nema hvað 21 stig mældust í Skaftafelli.

Á suðurlandi var líka nokkuð hlýtt þó rosi væri, 17,5 á Hjarðarlandi og 16,5 í sjálfri Reykjavík. 

Íslandsmetið í september stendur enn, 26,0 stig á Dalatanga þ. 12. 1949. Lesa má um þetta hér

Enn hefur hitinn ekki komist í 25 stig í sumar á landinu og er það merkilegt miðað við það sem á hefur gengið. Dagurinn í dag er reyndar hlýjasti dagur sumarsins yfir landið þó komið sér fram í september. 

Hér má sjá í fylgiskjali veðurmet á mönnuðum íslenskum veðurstöðvum. 

Og vöktunin á september er svo á sínum stað.

Viðbót: Meðalhitinn á Akureyri hefur ekki verið hærri nokkurn dag í september síðan a.m.k. 1949 og líklega miklu lengur. Hann er 17,9 stig. Næst hlýjastur er 23. 1997 sem var 17,0 stig og tiltölulega hlýrri miðað við árstíðina. Meðalhitinn 28. ágúst 1976 var hins vegar 19,6 stig. Dagurinn er reyndar líka að meðalhita sá hlýjasti í Reykjavík fyrir 4. september í a.m.k. svona 75 ár, 14,7 stig. Hlýrra var þó nær örugglega fyrstu þrjá dagana í september 1939 og 31. ágúst það ár gæti ég trúað að meðalhitinn hafi verið í kringum 15,7 stig í Reykjavík. Og loks held ég  að þessi dagur  í dag hafi kannski mesta meðalhita á öllu landinu í september frá 1949, sé enn hlýrri en sá 12. 1949.

Hitinn sem mældist á Skjaldþingsstöðum og er skráður þ. 4. mældist í raun og veru eftir kl. 18 en fyrir miðnætti þ. 3. Áður var komið nýtt septembermet í Litlu-Ávík 18,7, þ. 2.,  mælt frá 1995.   

Önug og verulega viðskotaill viðbót: Ansi oft koma ekki háloftaathuganir frá Keflavík. Á blaðinu þar sem þær birtast með fallegum gröfum á vefsíðu Veðurstofunnar er ofarlega til vinstri á síðunni listi (Sounding Indexes ) með skammstöfunum með stórum stöfum. Þær segja frá því sem háloftaathugunin er að mæla. En engar skýringar eru á síðunni um þetta. Þær þyrftu að koma úr því listinn er þarna birtur á annað borð.  

Hér má sjá skýringar.


Met septemberhiti á Akureyri

Nú er ljóst að septemberhitametið á Akureyri er fallið. Klukkan 15 var hitinn  þar  23,4 stig. Gamla metið var 22,1 frá þ. 1. 1939. Á sjálfvirku stöðinni á Krossanesbraut hefur hitinn farið í 24 stig.

Það er líka met á Mánárbakka, þar voru 23,6 stig kl. 15.

Á Möðruvöllum í Hörgárdal hefur hitinn farið í 24,5 stig og 23,6 á Végeirsstöðum í Fnjóskadal.

Það er líka hlýtt sums staðar í Húnavatnssýslum, hefur farið á  Blönduósi í  23 stig.

Á Hólum í Dýrafirði var hitinn 19,4 stig kl. 15 og hver veit nema nú mælist í fyrsta sinn 20 stiga hiti á Vestfjörðum í september.

Gaman verður að sjá uppgjörið með hámarkshita dagsins kl. 18.  Þá mun Allra verða von tíunda hvaða met hafa fallið og hver þau gömlu voru.

See you later alligator!

 

 


Mánaðarvöktun veðurs í Reykjavík og á Akureyri

Í fylgiskjalinu verður hægt að sjá  hitann í Reykjavík og á Akureyri á þriggja tíma fresti allan mánuðinn, ásamt hámarks -og lágmarkshita þar sem reynt er  að skipta milli daga á miðnætti en ekki kl. 18 sem þó  oftast er  venjan.  Engar hámarks- eða lágmarksmælingar eru gerðar frá kl 18 til kl. 9 næsta dag. Oft er þó hægt að sjá af klukkuhitanum um kvöldið og hámarksmælingunni kl. 9 hvorum sólarhringnum tölurnar eiga við sem þar koma fram. Stundum ekki. Og ekki gott að segja hver hámarks-eða lágmarkshitinn hefur endilega verið frá kl. 18-24 eða frá kl. 00-09 þó þetta komi fram að morgni fyrir allan tímann frákl. 18-09. En hér er bara settur inn sá hiti sem mælist á athugunartímum frá  21 og til morguns ef hann skákar  öðrum tölum og óvissa er um þetta. En það gerist ekki oft. En mér finnst alltaf dálitið ankanalegt að sjá t.d. lágmarksmælingu sólarhringsins skráða hærri en t.d. klukkuhitinn kl. 21 eða þá hámarkshitann lægri en hita sem kemur fram kl. 21. Einstaka sinnum verður gripið til mælinga sjálfvirku mælanna  (búveðurstöðivarinnar fyrir Reykjavík) og verður það skáletrað. Þarna getur hugsanlega skapast smávegis óvissa og ósamræmi  stöku sinnum. Hæsti og  lægsti hiti mun alltaf koma fram en bara spurning stundum um dagsetningu á þeim. Hefðbundnar uppfærslur á svona töflum geta menn séð á vef Veðurstofunnar.

Dagsmeðaltöl hvers dags fyrir lengri tíma er þarna líka fyrir Reykjavík og Akureyri en kannski eru forsendurnar fyrir þeim ekki alveg eins á þáðum stöðum. Einnig sést mesti og minnsti meðalhiti sem mælst hefur hvern dag og hámarks og lágmarkshiti fyrir bæði Reykjavík og Akureyri. Þetta nær langtum lengra aftur í tímann fyrir Reykjavík en Akureyri og verða menn að hafa það í huga. Þá er þarna sólskin hvers dags í Reykjavík  en ekki á Akureyri og sú úrkoma sem mælst hefur  kl. 9  að morgni á báðum stöðunum. Og hámarks-og lágmarkshiti hvers dags á landinu öllu á láglendi eða í byggð eða á Hveravöllum ef verkast vill.  Hveravellir eru hafðir með af því að það  er eina hálendisstöðin sem hefur verið starfækt í ein 45 ár og því gaman að bera t.d. lágmarkshitann þar saman við fyrri ár. Ef stöðvar eru bæði sjálfvirkar og mannaðar er alltaf farið eftir þeim mönnuðu. Þá er og sýndur mesti og mesti hiti sem nokkurn tíma hefur mælst  viðkomandi dag á öllu landinu. Þar að baki eru mælingar allra daga frá 1949 frá skeytastöðvum og frá 1961 á svonefndum veðurfarsstöðvum og frá sjálfvirkum stöðvum frá 1996. Samfelldar skrár eru ekki til fyrir 1949 en stökum hámarks-og lágmarksmælingum hefur verið bætt við úr Veðráttunni frá þeim tíma ef þær eru hærri eða lægri viðkomandi dag en kemur fram frá 1949. Þetta er mest bagalegt fyrir kuldann því t.d. í janúar einum 1918 hafa líklegta mörg dagskuldamet verið sett sem þó eru ekki aðgengileg. Þarna geta verið villur sem verða lagfærðar þegar þær finnast. 

Þá kemur fram hitinn á miðnætti og á hádegi yfir Keflavík í 850 hPa og 500 hPa hæðum (um 1400 m og um 5,5, km). Og einnig svokölluð þykkt milli  1000 hPa  og 500 hPa flatarins  í metrum yfir Keflavík og Egilsstöum.  Því  meiri sem hún er því betri skilyrði eru fyrir hlýindum en nokkuð misjafnt getur verið hvað það nýtist niður við jörð. Stundum vantar háloftamælingar frá Keflavík og Egilstöðum og er þá farið eftir almennum háloftakortum á netinu og er það skáletrað. Hæð frostmaarks yfir Keflavík kemur einnig fram.

Loks er samanlagur meðalhiti 10 stöðva,  Reykjavíkur, Stykkishólms, Bolungarvíkur, Blönduóss, Akureyrar, Raufarhafnar, Egilsstaða, Hafnar í Hornafirði, Kirkjubæjarklausturs og Stórhöfða í Vestmannaeyjum. 

Allt á þetta að vera auðskilið og tala sínu máli í fylgiskjalinu. Kannski verður að skrolla niður á réttan stað þegar skjalið er opnað  og svo er líka hægt að skrolla upp og til hægri. Endilega skrollið upp og niður og allt um kring! 

Í færsluflokkum hér til vinstri á síðunni er kominn flokkur sem heitir Mánaðarvöktun veðurs. Þegar þangað er farið verður auðvelt að finna bloggfærslu um hvern mánuð.

Varla þarf svo að taka fram að þetta er einkaframtak veðuráhugamönnum til skemmtunar. Og þó tölurnar séu frá Veðurstofunni komnar er framsetning þeirra með hugsanlegum villum og öllu saman á mína ábyrgð og eftir mínum kenjum eins og kemur fram hér að framan.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband