Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
27.2.2012 | 13:33
Topp tíu febrúar í hlýindum og víða mjög úrkomusamur
Þetta hefur verið mjög hlýr febrúar. Ef hann stendur við mánaðarlok eins og hann gerir nú yrði hann sá 8. hlýjasti í Reykjavík, ásamt febrúar 1956. Á Akureyri sá fimmti hlýjasti. Og á öllu landinu líklega á svipuðu róli og á Akureyri.
Breytingar á meðalhitanum þá daga sem eftir eru af mánuðinum verða líklega ekki miklar en kannski þó örlítil lækkun en alls ekki svo mikil að mánuðurinn falli út af topp tíu listanum.
Þetta er óneitanelga nokkuð einkennilegur vetur. Fyrst kaldur og snjóasamur desember, svo snjóamikill en mildur janúar og nú afar hlýr febrúar og snjóletttur. Þá er bara að vita hvernig mars verður. Kannski kemur þá hafísinn!
Úrkoman hefur víðast hvar verið mikil. Í Reykjavík er þetta þegar orðinn sjöundi votasti febrúar þó enn séu eftir tveir dagar af mánuðinum. Á Vatnsskarðshólum í Mýrdal hefur aldrei mælst meiri úrkoma í febrúar frá 1978. Í Vík í Mýrdal er metið í hættu. Í Dölunum hefur fallið miklu meiri úrkoma en þar hefur nokkru sinni verið mæld á veðurstöðvum í febrúar.
Austast og norðaustast á landinu hefur úrkoman hins vegar verið í minna lagi.
Fylgiskjalið stendur sína pligt. Mars er komin inn.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 2.3.2012 kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2012 | 14:13
Er Golfstraumurinn að leggjast frá ströndum Evrópu
Nú er þeim hlýindum er einkennt hafa þennan febrúarmánuð að ljúka. Meðalhitinn eftir gærdaginn er 3,7 stig yfir meðallagi í Reykjavík en 6,5 stig á Akureyri. Þar og á Egilsstöðum, að ekki sé talað um Hornafjörð þar sem meðalhitinn er um fimm stig, er meðalhitin hærri í beinum tölum en hér í lastabælinu Reykjavík. Hiti hefur einhvers staðar komist í tíu stig eða meira alla dagana nema fjóra og meðaltal hámarkshita á landinu er 11,5 glæsistig.
Úrkoman er þegar komin yfir meðaltal alls mánaðarins í Reykjavík og á nokkrum öðrum stöðvum á suður og vesturlandi. Í morgun var í höfuðborginni talin alhvít jörð í fyrsta sinn í mánuðinum en snjódýyptin var aðeins 1 cm. Bráðum fer sólin að skipta máli með að bræða svo lítinn snjó.
Það er sem sagt að koma kuldakast. Og það má auðvitað spyrja hvort Golfstraumurinn sé virkilega að leggjast frá ströndum Evrópu!
En mesta furða er nú hvað sú umræða er orðinn gömul og þreytt.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 27.2.2012 kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.2.2012 | 13:56
Febrúarhitamet á Teigarhorni - Snjór í Alsír
Í nótt milli klukkan eitt og tvö fór hitinn í 14,8 stig á sjálfvirku stöðinni á Teigarhorni við Berufjörð á Austfjörðum. Þarna var mönnuð veðurarhugunarstöð alveg frá því 1873 og þar til fyrir skemmstu. Á kvikasilfursmæli mældist þar hæst í febrúar 13,8 stig þann fyrsta árið 1934.
Þetta verður því að teljast nýtt og glæsilegt hitamet í febrúar á þessari fornfrægu veðurstöð.
Ekki hafa önnur mánaðarhitamet komið á stöðvum sem lengi hafa athugað.
En sums staðar annars en á Teigarhorni, jafnvel á óvæntum stöðum, hefur líka mikill hiti mælst. Á Fáskrúðsfirði hefur hann farið í 14,1 stig og á Grundarfirði í 13,6 stig sem er þar febrúarmet en stöðin er ekki gömul. En þetta er reyndar hærri hiti en nokkru sinni hefur mælst á öllu Snæfellsnei í febrúar, bæði norður og suður nesinu en á Snæfellsnesi er reyndar elsta veðurstöð landsins, Stykkishólmur en mælingarsagan þar fer að nálgast 170 ár.
Um ástæður þessa hita geta menn lesið í tveimur síðustu færslum meistara Trausta.
Snjó hefur mikið tekið upp á landinu. Snjólaust er á suðaustur, suður og suðvesturlandi, meðfram sjó á austfjörðum og við Eyjafjörð og sums staðar annars staðar. Alhvítt er aðeins talið í Hnífsdal, Bolungvarvík og Ólafsfirði. Líklega er einnig alhvítt við Skeiðsfossvirkjum í Fljótum en þaðan hafa engar upplýsingar borist í nokkra daga.
Meðalhitinn það sem af er mánaðar er 3,4 stig yfir meðallagi í Reykajvík en 6,0 stig yfir því á Akureyri! Enn hlýrra, bæði í beinum tölum og að tiltölu, er þó á Egilsstöðum. Og á Teigarhorni er meðalhitinn nú í beinum tölum 4,6 stig en hlýjasti allur febrúar þar hingað til var 3,5 stig árin 1932 og 1948.
En brátt fer að kólna og má þá búast við meðaltölin hrynji niður úr öllu valdi. Febrúar 1932 var hins vegar í toppformi alla dagana og hélt sínum fimm stiga meðalhita víða á landinu til síðasta dags.
Úrkoman í Reykjavík vantar herslumuninn upp á vera kominn upp í meðaltal alls febrúarmánaðar. Á sumum stöðvum er hún þegar kominn yfir meðallagið.
Í lokin eru hér sýnishorn af snjóakasti í febrúarbyrjun í Alsír á norðurströnd Afríku.
Getum við nokkuð kvartað!
Viðbót í kvöld: Hitinn á Teigarhorni er dagshitamet fyrir landið frá a.m. k. 1949. Og bæði meðalhitinn og hámarkshitinn á Akureyri er líka dagshitamet þar frá sama tíma. Sjá nánar í fylgiskjalinu, heitasta fylgiskjalinu á blogginu!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 16.2.2012 kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2012 | 16:44
Hugsað stórt
Í hinu stóra samhengi hefur verið að kólna á jörðunni í miljónir ára!
Hugsum ekki smátt! Hugsum stórt!
Ábending: Eins og venjulega, þegar um það bil vika er af mánuði, hafa lítilsháttar villur í meðalhita, úrkomu og sól fyrir hvern dag verið leiðréttar í fylgiksjalinu fyrir mánuðinn á undan (hér janúar) og bætt við daglegum sólskinsstundum fyrir Akureyri. Þetta sést með því að skrolla fylgiskjalið upp.
Skrollið!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 14.2.2012 kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
5.2.2012 | 01:02
Við búum nefnilega á Íslandi!
Á þessu fréttamyndbandi sést hvar borgarstarfsmenn ryðja snjó af gangstéttum í Rómaborg.
Þar snjóar nú ekki oft og mikið. En eigi að síður finnst mönnum þar sjálfsagt að hreinsa sjóinn af gangstéttunum þá sjaldan að hann sýnir sig.
En ekki hér, enda með orðum borgarstjórans þegar hann var að verja að ekki væru vel ruddar gangstéttir í Reykjavík í snjóakastinu:
Við búum á Íslandi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.2.2012 | 13:45
Hlýtt og kalt
Hér er nú ágæt hláka og snjó hefur mikið tekið upp. Hlákan heldur áfram næstu daga en svo á víst að koma útsynningur með éljum. En varla eigum við eftir að upplifa annað eins og í desember og janúar.
Aðra sögu er að segja af Evrópu eins og komið hefur fram í fréttum. Þar er nú mikið kuldakast sem nær um alla álfuna nema Grikkland og allra syðst á Ítalíu. Hér er kort af hitanum og fleiru í álfunni snemma í morgun. Ef smellt er á ''large map'' fyrir neðan kortið (og líka fyrir ofan) stækkar það mjög. Ef farið er með músarbendilinn á einhverja veðustöð sjást upplýsingar um hana nokkra klukkutíma aftur í tímann, t.d. lágmarkshitinn. Kortið getur verið smástund að opinberast í öllu sínu kuldalega veldi.
Hvernig stendur á kuldanum í Evrópu? Ekki get ég lagst djúpt í skýringar en þó sagt að mikill kuldapollur í háloftunum er yfir Eystasaltslöndum. Hann má sjá hér á myndinni sem sýnir þykktina upp í 500 hPa flötinn en kvarðinn er tiltekinn neðst á myndinni, fjólublátt er kaldast en gult og brúnt er hlýjast, en það hlýjasta á kvarðanum nær ekki inn á kortið enda er hávetur. Því meiri þynnka því kaldara er loftið í sínu skítlega eðli en kuldinn hefur orðið fjölda manns að bana. Líka sést á kortinu loftþrýstingur við sjávarmál. Við jörð hefur feiknamikil hæð verið undanfarið yfir NA-Rússlandi, sést 1056 hPa á kortinu, en lægð er nú að flækjast yfir Ítalíu. Vegna þessara veðrakerfa streyma kaldir loftstraumar frá Rússlandi yfir Evrópu allt til Spánar og lægðin við Ítalíu veldur snjókomu þar og í grennd.
Og fyrir alla muni: Þetta kuldakast hefur ekkert með gróðurhúsaáhrifin að gera, hvorki til né frá!
Fylgiskjalið fyrir Ísland er svo á sínum stað.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2012 | 19:29
Litla ísöldin og örsmæðar ísöldin
Merkilegt er að heyra og lesa um rannsóknina á litlu ísöldinni sem verið hefur í fréttum í dag. Hins vegar hef ég ekki enn fundið hina upprunalegu grein sem vísað er til og er fremur leiður yfir því. En ég hef ekki leitað mikið og er auk þess eitthvað sljór og lesblindur í dag. Kannski er greinin ekki á netinu en þar ætti hún samt að vera.
Hins vegar er nú kominn febrúar og fylgikskjalið fylgist með því hvort örsmæðar ísöldin sem hófst í desember haldi nokkuð áfram í febrúar.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 3.2.2012 kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006