Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Sólríkur maí í Reykjavík

Af því að ég var um daginn að fjalla um sólríkustu maímánuði er gaman að geta upplýst að sá maí sem var  að líða flaug upp í fimmta sæti yfir sólríkustu maímánuði í Reykjavík. Sólin skein í 296,3 klukkustundir. Meðalhitinn skreið upp í meðallagið 1961-1990. 

Á Akureyri var meðalhitinn ofurlítið yfir meðallaginu. 

Mjög þurrt var í mánuðinum. Í Reykjavík munar litlu að hann komist inn á lista yfir tíu þurrustu maímánuði. Víðast hvar á landinu var mjög þurrt en þó var ansi mikil úrkoma á stöku stað á vestur og norðvesturlandi. 

Veðurstofan mun eflaust að vanda upplýsa um leyndardóma þessa maímánaðar á vefsíðu sinni.

Viðbót: Ekki hef ég aðgang að daglegum sólskinsstundum á Akureyri fyrr en nokkrir dagar eru liðnir frá hverjum mánuði. En nú er ljóst að sólskinið á Akueyri sætir enn meiri tíðindum en sólin í Reykjavík í þessum maí. Svo segir á vef Veðurstofunar: 

Sérlega sólríkt var einnig á Akureyri. Þar mældust sólskinsstundirnar 287,4 eða nærri því jafnmargar og þær hafa flestar orðið áður í maí. Það var í maí 1968 sem sólskinsstundirnar á Akureyri mældust 290,8. Nú skein sól á Akureyri 114 stundir umfram meðallag í maí.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband