Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2016
27.7.2016 | 19:31
Tveir hlýir dagar á suðurlandi
Í dag og í gær hefur hiti víða farið yfir 20 stig á svæðinu frá Öræfum vestur til Hvalfjarðar. Stöðvarnar má sjá hér fyrir neðan, fyrst stöðvar Veðurstofunar en svo stöðvar Vegagerðarinnar.Í Surtsey fór hitinn í dag í 17,5 stig sem er ekki alveg hversdagslegt.
26 | 22,9 | Skaftafell | 27 | 22,7 | Eyrarbakki | ||||||
26 | 20,9 | Hella | 27 | 22,7 | Hella | ||||||
26 | 20,5 | Þykkvibær | 27 | 22,6 | Þingvellir | ||||||
26 | 20,3 | Kirkjubæjarklaustur | 27 | 22,3 | Geldinganes | ||||||
26 | 20,1 | Kálfhóll | 27 | 22,0 | Hólmshheiði | ||||||
26 | 20,2 | Sámsstaðir | 27 | 22,0 | Korpa | ||||||
26 | 20,9 | Vatnsskarðshólar | kl. 20 | 27 | 21,2 | Reykjavík | |||||
26 | 20,2 | Önundarhorn | kl 21 | 27 | 20,5 | Reykjavík búveðurstöð | |||||
26 | 20,9 | Hvammur | 27 | 20,8 | Reykjavíkurflugvöllur | ||||||
26 | 20,9 | Markarfljót | 27 | 21,6 | Skrauthólar | ||||||
26 | 20,1 | Steinar | 27 | 21,5 | Kirkjubæjarklaustur | ||||||
26 | 20,8 | Selvogur | 27 | 21,6 | Skaftafell | ||||||
26 | 20,8 | Mýrdalssandur | 27 | 21,3 | Árnes | ||||||
26 | 20,5 | Eldhraun | 27 | 21,3 | Grindavík | ||||||
26 | 20,1 | Skálholt | 27 | 21,7 | Mörk á Landi | ||||||
27 | 20,6 | Sámsstaðir | |||||||||
27 | 21,6 | Þykkvibær | |||||||||
27 | 20,8 | Þyrill | |||||||||
27 | 20,5 | Hjarðarland | |||||||||
27 | 21,7 | Kálfhóll | |||||||||
27 | 21,2 | Bræðratunguvegur | |||||||||
27 | 20,1 | Festarfjall | |||||||||
27 | 20,3 | Grindavíkurvegur | |||||||||
27 | 21,1 | Ingólfsfjall | |||||||||
27 | 21,8 | Kjalarnes | |||||||||
27 | 22,0 | Skálholt | |||||||||
27 | 20,8 | Blikadalsá | |||||||||
27 | 20,4 | Gjábakki | |||||||||
27 | 21,0 | Sandskeið | |||||||||
27 | 20,6 | Selvogur | |||||||||
27 | 21,6 | Þjórsárbrú | |||||||||
27 | 20,3 | Eldhraun | |||||||||
27 | 20,0 | Lyngdalsheiði |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.7.2016 | 21:22
Hitabylgjan æfintýralega í júli 1944
Sú hitabylgja sem náð hefur til hlutfallslega flestra veðurstöðva, a.m.k., fram á þessa öld, kom í júlí 1944. Þá mældust einhvers staðar á landinu tuttugu stiga hiti eða meira dagana 17.-23. Reyndar naut bylgjan sín best á suður og vesturlandi þó hún kæmi víða við.
Manudaginn 17. tók hlýtt loft úr suðri eða suðaustri að berast til landsins vegna áhrifa hæðarsvæðis austan við land og lægðar suðvestur af því og fór hitinn í 25 stig á Hallormsstað. Skýjað var í austanátt og um tíma rigndi norðaustast á landinu. Næsta dag mældu 13 veðurstöðvar inn til landsins, af alls 28 stöðvum með hámarksmæla, tuttugu stiga hita eða meira, mest 24,5 stig á Hallormsstað og meðalhitinn var þar 18.0 stig. Reyndar er til ótraust mæling á Egilsstöðum upp á 27 stig á hádegi.Hitabylgjuvísitalan, hlutfall veðurstöðva með hámarksmæla sem mældu 20 stiga hita, var komin í 46% sem þykir mikið. Meðaltal hámarkshita á landinu var 19,1°en lágmarkshita 11,0°og meðaltal þessa 15,0 stig. Loftþrýstingur fór nú hækkandi og alla dagana 18.-22. var hægviðri og breytileg átt og víða bjartviðri. Hlýtt loft var í háloftunum yfir landinu.Kortið sýnir ástandið við sjávarmál og í 500 hPa fletinum þegar hlýja loftið var að berast til landsins. Stækkar við smell.
Næsti dagur bætti um betur með hitann en þá var helmingur veðurstöðva með hámarksmæla með tuttugu stiga hita eða meira, víðast hvar um land nema á Vestfjörðum og mið norðurlandi. Hlýjast varð 26,4 stig á Kirkjubæjarklaustri og fór hiti ekki hærra þar þessa heitu daga en meðalhitinn á staðnum var 19,6 stig. Meðaltal hámarks-og lágmarkshita á landinu var hins vegar 19,9 og 9,3 stig með meðaltal upp á 14,6 stig. Alls staðar var bjartvirði nema hvað þokulofts gætti við Breiðafjörð.
Fimmtudagurinn 20. var hámark hitabylgjunnar hvað fjölda stöðva varðar sem mældu 20 stiga hita. Þær voru hvorki meira né minna en 22 af 28 stöðvum með hámarksmæla eða 79%. Það er einfaldlega í beinum tölum hæsta hlutfall með 20 stiga hita nokkurn dag síðan Veðurstofan var stofnuð, en ekki er kannski hægt að bera það hiklaust saman við hitabylgjuhlutfallið í hinum miklu hitabylgjum síðari ára. En ljóst er þessi hitabylgja er með þeim allra mestu fyrr og síðar. Sólin skein glatt næstum því alls staðar en hafgola fór að leita inn á land fyrir norðan er leið á daginn. Meðaltal lágmarks-og hámarkshita á landinu var 21,5 og 9,8 stig eða 15,7 stig að meðaltali. Hlýjast varð 26,4 stig á Þingvöllum (25,0 kl. 17). Á Hæli í Hreppum var hitinn 24,5 á hádegi en því miður féllu hámarksmælingar þar niður í þessum mánuði.Hitinn í Reykjavík fór í 20,3 stig en sólarhringsmeðaltalið reikna ég 16,3 stig.
Á föstudeginum 21. mældist mesti hitinn á veðurstöð í bylgjunni,26,7 stig,í Síðumúla í Hvítársíðu, sem er mesti hiti sem þar var mældur meðan stöðin var í gangi,en færri stöðvar en daginn áður mældu yfir 20 stig,eða 57%. Meðaltal lágmarks-og hámarkshita var 20,8° og 10,8° og meðaltal þess 15,8 stig. Landsmeðalhiti gerist ekki mikið hærri en líklega hefur landsmeðalhiti allra stöðva þó verið eilítið lægri en meðaltal lágmarks-hámarkshita stöðva með slíka mæla. Hitinn fór í 22,3 stig í Reykjavík. Meðalhiti sólarhringsins þar var 17,1 stig og bæði þessi dagur og dagurinn á undan, sem voru sólbjartir frá morgni til kvölds, eru metdagar að meðalhita að mínum skilningi fyrir viðkomandi daga í borginni og að mínu viti hafa aðeins tíu dagar (allt árið)verið hlýrri en seinni dagurinn frá stofnun Veðurstofunnar 1920. Á Hæli, þar sem ekki var hámarksmælir, var hitinn 24,6 stig kl. 17 og 24,0 á hádegi og hefur hámarkshitinn áreiðanlega farið ansi hátt. Á Þingvöllum fór hitinn í 26,5 stig. Um kvöldið á miðnætti var útreiknuð þykktin upp í 500 hPa flötin 5605 metrar yfir miðju landi eða nákvæmlega sú sama og þegar 30 stiginn mældust í Hallormsstað 17. júlí 1946 eins og sagt er frá í síðasta hitabylgjupistli. Meira skýjað var fyrir norðan og austan þennan dag en daginn áður og þokuloft leitaði inn á land á Vestfjörðum og við Breiðafjörð og sums staðar annars staðar við sjóinn. Bjart var á öllu suður og vesturlandi og síðdegis glaðnaði til fyrir norðan með ágætum hita inni í sveitunum. Sjá fylgiskajalið. Kortið til vinstri sýnir hitann í 850 hPa fletinum á miðnætti daginn sem hitinn fór hæst. Landið er umlukið mjög hlýju lofti.
Næsta dag voru norður og austurland alveg dottin út með hitann en heilmikill kraftur var enn í hitabylgjunni á suðurlandi og vesturlandi með mestan hita upp á 24,0 stig á Sámsstöðum i Fljótshlíð. Í Reykjavik fór hitinn í 20,2 stig og var það þá þriðji dagurinn í röð sem hitinn þar náði tuttugu stigum en metið er fjórir dagar í ágúst 2004. Hitabylgjuvísitalan þennan dag var 29%.Um morguninn mældist mest loftvægi í mánuðinum, 1028,6 hPa á Akureyri.
Alla dagana 18.-22, var mikið sólskin á Akureyri og þ. 23.var það einnig talsvert. Hitabylgjan náði sér þó á Akureyri ekki eins vel á strik og á suður og vesturlandi. Aðeins einn dag náði hitinn þar tuttugu stigum. 23,0 stig þann 20. Varla þarf að taka það fram að hlýtt var þessa daga líka á veðurstöðum þó þær hafi ekki mælt 20 stiga hita. Á Stórhöfða í Vestmannaeyju fór hitinn t.d. í 19,0 stig þ. 20. og 19,5 stig sama dag í Fagradal i Vopnfirði,en 16,8 stig mældust í Grímsey þ. 19. Eins og sjá má í fylgiskjalinu mældu 8 veðurstöðvar sem ekki voru með hámarksmæli 20 stiga hita á einhverjum athugunartímum (Hæll talinn hér með stövum með hámarksmæli þó hann hafi raunar ekki verið það). Veðurstöðvarnar sem mældu með fullri vissu 20 stiga hita eða meira voru sem sagt 36 af 49 veðurstöðvum sem voru í gangi þennan mánuð. (Vandræðastöðin Lambavatn ekki talin með). Ef við segjum að þær stöðvar sem eftir eru hafi ekki ná náð 20 stiga hita verður hlutfallið samt 73% af öllum 49 stöðvunum. Ýmsar stöðvar án hámarksmælis sem mældu háan hita á athugunartímum, en þó undir tuttugu stigum, hefðu vel getað mælt 20 stig ef þær hefðu verið búnar hámarksmælumm jafnvel flest allar. Þetta má sjá í viðauka fylgiskjalsins.
Sunnudaginn 23. var hitabylgjan að syngja sitt síðasta en þá mældust 20,7 stig á Hallormsstað. Hins vegar mældist þá mesti hiti alls mánaðarins á Suðureyri 17,5 stig og á Þórustöðum í Önundarfirði var hitinn 18,0 stig kl.14. Segja má þó að hitabylgjan hafi ekki snert Vestfirði norðan við Patreksfjörð. Þar var oft skýjað og þoka að flækjast þessa hlýju daga eins og var líka við sjóinn á norður og austurlandi. En alls staðar var úrkomulaust á landinu meðan mesta hitabaylgjan stóð yfir.
Í heild var þessi júlí vel hlýr, sérstaklega á suður og vesturlandi. Bæði á Hæli í Hreppum og Sámsstöðum í Fljótshlíð er hann talinn sá næst hlýjasti með meðalhita upp á 13,4 og 13,0 stig. Í Reykjavík var meðalhitinn 12,6 stig. En ekki var þó hlýtt alla daga. Aðfaranótt hins 27. var mjög köld og þá mældist mesta frost sem mælst hefur á veðurstöð á láglendi á landinu í júlí, -4,0 stig á Núpsdalstungu í Miðfirði og víða var frost inn til landsins á norður og austurlandi. Minna þessir "öfgar" á það hvað veðurlag getur verið breytilegt í einum og sama sumarmánuðinum á Íslandi, hvað þá í öðrum mánuðum.
Fylgiskjalið juli 1944 sýnir tuttugu stiga hita hvern dag sem mældist á veðurstöðvum með hámarksmæla og einnig skáletrað álestur á athugunartímum er náðu tuttugu stigum á veðurstöðvum sem ekki voru með hámarksmæla.
Fylgiskjal merkt 1944 sýnir veðurkort af Íslandi kl. 17 21.júlí 1944, daginn sem hitabylgjan var útbreiddust. Kortið er ansi magnað og stækkar mjög ef smellt er á það.
Veðurfar | Breytt 23.7.2016 kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006