26.2.2013 | 18:47
Mesti kuldi í febrúar
Frost hefur aðeins mælst 30 stig í tveimur febrúarmánuðum á Íslandi en hins vegar í 11 janúarmánuðum, 6 marsmánuðum, 5 desembermánuðum og einum aprílmánuði. Meðaltal minnsta hita í febrúarmánuði er 22 stiga frost.
Mesta frost á landinu í febrúar mældist í Möðrudal á Fjöllum aðfaranótt þess 4. árið 1980, -30,7 stig (daginn áður voru -30,6 stig). Hæð var yfir Grænlandi og lægð við Lófót. Hæg norðan og norðaustanátt var á landinu. Víða annars staðar var þá einnig mjög kalt, t.d. -26,3 daginn áður í Reykjahlíð við Mývatn. Sá dagur er kaldasti 3. febrúar á landinu að meðaltali frá og með 1949 og var meðalhitinn -9,33 stig eða um átta og hálft stig undir meðallagi. Næstu nótt mældist svo þessi metkuldi. Hvergi á öðrum stöðvum en Möðrdudal kom þó metfrost nema á Staðarhóli í Aðaldal, -24,7 stig.
Þetta er þó engan veginn kaldasti febrúardagurinn að meðaltal frá 1949. Sá vafasami heiður fellur í skaut 6. febrúar 1969 þegar hafísárin voru í algleymingi. Hann er að meðaltali ekki aðeins kaldasti febrúardagur frá 1949 heldur er hann næst kaldasti dagur ársins (8. mars 1969 var kaldari). Meðalhitinn var -16 stig, um 15 stig undir meðallaginu frá 1949. Í þessari kuldahrinu mældist mesta febrúarfrost í Reykjavík eftir að Veðurstofan var stofnuð, -17,6 stig en á Hólmi rétt utan við borgina mældust -20,7 stig. Í Búðardal voru -23,9 stig, -22,6 á Þórustöðum í Önundarfirði, -20,3 á Hornbjargsvita, -27,2 á Hveravöllum, -23,0 á Barkarstöðum í Miðfirði, -20,5 á Nautabúi í Skagafirði, -17,3 á Mánárbakka, -20,2 á Skriðuklaustri, -16,9 á Dalatanga, -19,2 á Seyðisfirði, -17,4 á Hólum í Hornafirði, -18,4 á Fagurhólsmýri, -19,1 á Kirkjubæjarklaustri, -15,9 í Vík í Mýrdal, -16,7 á Loftssölum, -16, 3 á Stórhöfða, -19,1 á Sámsstöðum, -20,6 á Hæli í Hreppum, -23,8 á Jaðri, -19,3 á Eyrarbakka, -16,8 á Reykjanesvita og -17,0 stig á Keflavíkurflugvelli. Eru þetta febrúarkuldamet á öllum þessum stöðvum en þær hafa mislanga mælingasögu en alltaf nokkra áratugi og allt upp í heila öld og meira. Tölurnar frá Dalatanga, suðausturlandi, Mýrdal og Vestmannaeyjum er sérlega geggjaðar fyrir þá staði. Það var eitthvað hamfaralegt við þennan dag og allmarga aðra daga á hafísaárunum. Lægð hafði farið austur með landinu og olli hún fyrst víða norðaustan hvassviðri og snjókomu en næsta dag lyngdi, bjart var vestanlands en snjókoma á norðurlandi. Sá sjöundi 1969 er svo reyndar næst næst kaldasti febrúardagur á landinu að meðaltali frá 1949.
Árið 1905 mældust slétt 30 stig í Möðrudal, þann 11. Þann dag var frostið 23 stig á Möðruvöllum í Hörgárdal og 22 á Akureyri. Stöðvar voru fáar. Mikil hæð var yfir landinu í kjölfar norðanáttar.
Þriðji minnsti lágmarkshiti í febrúar er -29,5 stig þ. 10. í Möðrudal árið 1955. Þá var veður heiðskírt og miklir kuldar höfðu verið vikum saman á landinu. Þá kom og kuldametið í febrúar við Mývatn, -27,4 stig í Reykjahlíð. Á Grímsstöðum hans Nubo (þar var ekki mælt 1955) kom kuldametið hins vegar á hlýindaskeiði 20. aldar, -26,0 stig þ. 26. árið 1941 í gríðarlegu kuldakasti og þá mældust t.d. -18,9 stig á Kirkjubæjarklaustri. Álitlegt kuldakast á hlýindakskeiðinu fyrra kom einnig í febrúar 1950. Þá fór frostið þ. 24. í -24,7 stig á Hvanneyri og -21,3 á Þingvöllum. Mikil kuldaköst á hlýindaárunum komu líka 1931 með -15,6 stigum í Reykjavík þ. 21. og þ. 24. -23,9 á Grimsstöðum og 1935 með -19,3 stigum þ. 26. á Eyrarbakka. Mesta frost í febrúar á suðurlandi hefur annars mælst mest -25,0 stig á Þingvöllum þ. 2. 1968.
Mesta frost í Reykjavík mældist -18,3 stig þ. 15. árið 1886. Á köldu árunum á 19. öld, þegar fáar veðurathugunarstöðvar voru í gangi, komu nokkur stór kuldaköst í febrúar, en þó öllu minni en í janúar og mars, líkt og á síðari árum. Kuldaveturinn mikla 1881 mældist mesta febrúarfrost í Stykkishólmi, - 22,5 stig þ. 3. og í Grímsey kom metið þ. 11. sama mánuð,-25,0 stig. Ekki var mælt á Akureyri þennan vetur en í næsta febrúar, 1882, mældist þar mesta febrúarfrostið, -24,0 stig. Teigarhorn mældi mest -19,3 stig þ. 14. 1888, nokkuð svipaður kuldi og var í febrúar 1969. Í sömu hrinu mældust -15,2 í Vestmannaeyjakaupstað þann 13.
Hér sést kort frá hádegi 7. febrúar 1969 og frá 850 hPa fletinum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2013 | 13:04
Hámarkshitamet fyrir febrúar i Reykjavík
Í nótt fór hitinn í Reykjavík í 10,2 stig er mesti hiti sem þar hefur mælst í febrúar frá því mælingar hófust. Gamla metið var 10,1 stig og var mælt þann 8. 1935 og þann 16. 1942.
Meðalhitinn í gær var 7,5 stig sem er dagsmet fyrir Reykjavík en gamla metið var 6,6, stig árið 1983. Þetta er annað dagshitametið i Reykjavík í þessum mánuði en hitti metið er frá þeim 21. þegar meðalhitinn mældist 7,9 stig.
Þykkt lofthjúpsins milli 1000 og 500 hPa flatanna sem er mælikvarði á hita loftsins var á miðnætti 5460 metrar yfir Keflavík sem er nærri meðalþykkt um hásumar. Ef hitamöguleikarnir í 850 hPa fletinum sem var í um 1300 metra hæð skilaði sér allur þarna til jarðar yrði hitinn um 15 og hálft stig.
Mesti hiti í dag á landinu það sem af er hefur annars mælst 14,0 stig á Seyðisfirði en ekki er það nú neins konar met.
Meðalhiti mánaðarins er nú kominn upp i 3,4 stig í Reykjavík. Ég er ekki úrkula vonar um að hann nái bronsinu í hitanum af febrúar 1964.
Á Akureyri er meðalhitinn nú 1,8 og er hann nú kominn á miðjan topp tíu listann fyrir hlýjustu febrúarmánuði.
Svo er bara að sjá hvað mánuðurinn gerir á lokasprettinum. En það er þá ekki fyrr en tvo síðustu daga sem hann getur farið að klikka.
Viðbót: Hitinn á Seyðisfirði hefur farið í dag í 15,3 stig sem er mesti hiti sem mælst hefur á landinu 25. febrúar en meira bæði rétt fyrir og eftir þessa dagsetnignu. Hámarkshitamet fyrir allan febrúar hafa líka verið sett í dag í Stafholtsey 10,2 stig, og á Mánarbakka,12,0 stig. En þessari hlýindahrinu er ekki lokið svo við sjáum hvað setur.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 26.2.2013 kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2013 | 13:27
Stefnir í einn af hlýjustu febrúarmánuðum
Meðalhitinn í Reykjavík þegar 20 dagar eru liðnir af mánuðinum er nú kominn upp i 2,6 stig eða 2,7 stig yfir meðallagi. Ef mánuðurinn héldi þeirri tölu yrði hann sjötti eða sjöundi hlýjasti febrúar.
En það eru ansi litlar líkur á því að hann haldi þessari tölu.
Þvert á móti eru allar líkur á að hún muni hækka umtalsvert næstu daga! Ekki sjást nema mikil hlýindi í spám nema hvað eitthvað muni kólna tvo síðustu daga mánaðarins.
Þetta eru jú bara spár en það er mjög líklegt að meðalhiti mánaðarins eigi eftir að stíga upp í þrjú stig í Reykjavík og jafnvel hærra.
Aðeins fimm febrúarmánuðir frá upphafi mælinga í höfuðstaðnum hafa náð að vera yfir þremur stigum, 1932, 1965, 1964, 2006 og 1929.
Og þessi febrúar kemur á eftir janúar sem var vel inni á topp tíu listanum yfir hlýjustu janúarmánuði á landinu og líka í Reykjavík.
Á Akureyri eru meðalhitinn nú 1,0 stig eða 3,0 stig yfir meðallagi. En mánuðurinn nær ekki enn inn á lista þar yfir tíu hlýjustu febrúarmánuði.
Það verður spennandi hvað þessi mánuður ætlar að gera í hitanum!
Viðbót 23.2.: Mánuðurinn er nú kominn í 3,0 stig í Reykjavík og verður gaman að vita hvort hann kemst upp í 3,5 stig sem er að mínu áliti alveg mögulegt. Og hver veit nema hann nái þá bronsinu af 1964 í febrúarhlýindakeppninni! En vonin um silfur eða gull er alveg vonlaus.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 24.2.2013 kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.2.2013 | 17:33
Mesti hiti í febrúar
Mesti hiti á Íslandi í febrúar mældist á Dalatanga þ. 17. 1998, 18,1 stig. Ekkert óskaplega hlýtt var þó á landinu nema á Dalatanga. Þessi hiti á Dalatanga var lesinn af mæli við athugun klukkan 15 í vestan átt og kom vitaskuld einnig fram á hámarksmæli. Meðalhitinn á stöðinni þennan sólarhring var 9,1 stig.
Febrúarhitabylgjan árið 1960 var eiginlega merkilegri. Þá mældust 16,9 stig á Dalatanga og Seyðisfirði þ. 8., einhvern tíma frá kl. 9 að morgni til hádegis. Meðalhitinn á Dalatanga var 11,1 stig sem nærri meðalhita í Reykjavík á hlýjasta tíma ársins. Lægð með óvenjulega hlýju lofti fór vestur fyrir land dagana 6.-8. Landsmeðalhitinn var 8,45 stig þann 7. og hefur frá 1949 aldrei verið hærri nokkurn dag í febrúar, kringum 9 stig yfir meðallagi allra daga frá 1949. Daginn eftir var landshitinn 7,5 stig og það var þá sem hitinn naut sín best á austfjörðunum. Fjölmargar veðurstöðvar eiga sitt febrúarhitamet frá þeim 7. svo sem 15,3 stig á Siglunesi 11,3 stig í Grímsey, 10,9 á Grímsstöðum, 14,0 á Húsavík, 11,1 á Raufarhöfn, 12,4 á Þorvaldsstöðum við Bakkafjörð og 9,9 stig í Möðrudal. Úrhellisrigning og hvassviðri var sunnanlands og vestan. Veðrinu fylgdi mikil asahláka svo af hlutust flóð á öllu svæðinu frá suðvesturlandi til norðurlands. Ölfusá flæddi t.d. yfir bakka sína svo flæddi vatn í kjallara á Selfossi og jakaburður í Blöndu sleit símalínur.
Þriðji mesti hitinn í febrúar er 17,2 stig aðfaranótt þess 21. árið 2006 á Sauðanesvita í rífandi sunnanátt. Á athugunartíma kl. 6 um morguninn voru 16,0 stig. Þennan dag var einna mest þykkt nærri landinu í febrúar, 5478 metrar. Þann 24. 1984 mældist 16,0 stig á Seyðisfirði. Þann dag var mikil lægð á hreyfingu við norðausturströnd Grænlands og fylgdi henni regnsvæði og asahláka úr suðvestri. Meðalhitinn á Hallormsstað var 12,2 stig en 11,3 á Akureyri, sá hæsti fyrir nokkurn febrúardag.
Á suður og vesturlandi verður hámarkshiti að vetrarlagi yfirleitt ekki jafn mikill og fyrir norðan. Á þessu geta þó orðið hálf fríkaðar undantekningar. Þann 14. febrúar 1955 færðist hlý hæð sem hafði verið suður af landinu vestur fyrir það og olli norðvestlægri átt. Þann 15. fór hitinn í Vík í Mýrdal í 15,0 stig. Það er langmesti hiti í febrúar sem mælst hefur á suðurlandi. Þessa dagana mældist einnig mesti febrúarhiti á Loftssölum (1952-1978) í Dyrhólahreppi og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, 10,0 stig á báðum stöðvunum. Í febrúar 2005 gerðust í annari norðvestanátt merkileg tíðindi þ. 21. á suðausturlandi, alveg frá Hornafirði vestur um til Mýrdals settu stöðvarnar þá hitamet fyrir febrúar, 13,6 stig á Hólum í Hornafirði, 13,0 á Fagurhólsmýri, 13,5 á Kirkjubæjarklaustri, 12,6 í Norðurhjáleigu og 11,6 stig á Vatnsskarðshólum í Dyrhólahreppi og kom sú stöð í stað Loftsala frá 1978. Meðalhitinn þennan dag á Klaustri var 10,6 stig. Ágætur síðsumarsdagur! Á suðurlandsundirlendi hafa mest mælst í febrúar 12,0 stig þ. 26. 1964 á Sámsstöðum í Fljótshlíð í austanátt.
Mesti hiti í Stykkishólmi, þar sem athugað hefur verið frá 1846, kom þ. 17. 1942, 11,0 og þá mældist einnig mesti febrúarhiti í Reykjavík, 10,1 stig (ásamt þ. 7. 1935). Daginn áður mældust 13,7 stig á Sandi í Aðaldal og þá kom einnig metið í Miðfirði, 11,7 stig í Núpsdalstungu og 10,1 stig á Þingvöllum. Í hlýindum dagana 14.-15. febrúar 1965, þeim næsta hlýjasta á landinu, mældist mesti febrúarhiti á vestfjörðum, 12,5 stig á Suðureyri við Súgandafjörð og þá komu 13, 3 stig á Blönduósi.
Í hinum ofurhlýja febrúar 1932, lang hlýjasta febrúar á landinu, fór hitinn í Fagrdal í Vopnafirði tvisvar í 15,0 stig, þ. 20. og 23. Þá voru engar hámarksmælingar niðri á austfjörðunum en eitthvað mun þar þá væntanlega hafa gengið á. Geysileg fyrirstöðuhæð var viðloðandi þennan mánuð. Loftvægi hefur aldrei verið jafn hátt í febrúar og mældist loftvægi þ. 10. á Teigarhorni 1047,4 hPa kl. 10 um morguninn.
Hér má sjá kort frá hádegi 7. febrúar 1960 og frá 850 hPa fletinum þar sem sjá má hitann í háloftunum í kringum 1400 m hæð.
Veðurfar | Breytt 19.2.2013 kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.2.2013 | 14:05
Raus og heimska
Þessi maður virðist reyndar miskilja allt eða ekki skilja neitt eða lifa i hálf óhugnanlegri afneitum.
Það er eiginlega hafið yfir allan vafa að athafnir manna hafa valdið hlýnun á jörðinni með tilheyrandi afleiðingum. Það er þá þegar orðið breytt veðurfar.
Menn geta deilt um hvaða afleiðingar þetta hefur eða hversu alavarlegar þær eru eða verða.
Í framahldi af þessu er rökrétt og blasir alveg við að hafi mennirnir með aðgerðum sínum breytt veðurfarinu og þar með líka veðrinu að einhvejru leyti geta þeir líka með aðgerðum sínum dregið úr þessum áhrifum. Breytt veðurfarinu aftur. Ríkisstjórnir eru þar auðvitað í lyilstöðu.
Að láta eins og mennirnir hafi ekki nein áhrif á veðurfarið er bara raus og heimska.
Hitt er annað mál að það er líka raus og heimska sem veður uppi í veðurumræðunni að tengja bókstaflega allt sem gerist í veðrinu við hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda.
![]() |
Stjórnvöld geta ekki breytt veðrinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 20.2.2013 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006