1.4.2015 | 14:07
Vorið er að koma!
Veður á Íslandi er oft breytilegt og vægast sagt umhleypingasamt og öfgakennt. Í nótt komst frostið til dæmis niður í 17 stig á Hellu en hlýindi eru á leiðinni og það er órækur forboði þeirra að nú á hádegi var hitinn kominn í 18,2 stig á Tófuhorni í Lóni.
Þessi hlýindi munu síðan fara sigurför um landið síðar í dag og næstu daga. Og sólin verður í toppformi um land allt. Búinn að gríra vel upp eftir sólmyrkvann.
Í fylgiskjalinu má sjá allan mars og þar kemur meðal annars fram að gærdagurinn var sá sólrikasti sem enn hefur komið á árinu í Reykjavik.
Vorið er komið!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 3.4.2015 kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.3.2015 | 13:30
Vetrartaut
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um veturinn. Eitt atriði vil ég þó drepa á. Það kemur samt ekki vindi eða umhleypingum við heldur hitastiginu,
Í fyrsra skipti síðan veturinn 1994-1995 hafa þrir vetarmánuðir í röð,desember til febrúar, verið undir frostmarki að meðalhita í Reykjavík, desember -0,8, janúar -0,3 og febrúar -0,1. Veturinn 1994-1995 bætti svo við mars og varð hann kaldasti mánuður þess vetrar ásamt febrúar. Meðalhiti vetrarmánaðanna var -1,0, -2,0 -2,1, -2,1. Meðalhiti vetrarins var þá -1,8 stig og er reyndar kaldasti vetur í Reykjavik síðan 1918 en einstaka vetarmánuðir hafa verið kaldari en nokkur mánuður þessa vetrar var. Og þessi vetur er miklu kaldari en núlíðandi vetur.
Meðalhitinn í mars er nú kominn í 0,8 stig í Reykjavik og er ekki sérlega liklegt að hann verði undir frostmarki alveg á næstunni en kuldakast sem kæmi síðar í mánuðinum gæti samt komið honum þangað niður.
Kaldasti vetur í Reykjavík, alla fjóra mánuðina, sem af er þessari öld var 0,2 stig árið 2002 (-0,2 árin 2000 og 1999).
Hvað sem segja má um veturinn núna í Reykjavík (og á landinu) er hann engan veginn sérlega kaldur. Og ekki snjóþungur eftir að desember sleppti. En það eru illviðrin sem setja mark sitt á hann.
Fylgiskjalinu er svo alltaf haldið við jafnvel þó ekki sé þétt bloggað.
Einnkennilegt er svo það að allar veðurtöflur vegagerðarstöðvanna eru frosnar á 24. febrúar en línuritin virka.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 1.4.2015 kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2015 | 12:54
Fyrsta sólskin á árinu i höfuðborginni
Í gær mældist sólskin í rúmlega hálfa aðra klukkustund í Reykjavík. Og það er í fyrsta sinn sem sólskin þar mælist á þessu ári!
En það eru svo sem engin sérstök tíðindi. Meðaltal sólarstunda 11 fyrstu dagana í janúar frá 1924 eru fimm klukkustundir. Áður hefur ekki mælst sól þessa daga árin 1938, 1950, 1954, 1964, 1983, 1984, 1992, 1993 og 2002.
Öll þessi ár var mjög hlýtt þessa fyrstu 11 daga ársins nema 1983, 1984, 1992 og 1993. Þá var ansi kalt og miklu kaldara en í ár.
Mest sólskin þessa daga var 1959 þegar sólskinsstundirnar voru 24,5. En í þeim mánuði voru fyrstu 11 dagar ársins þeir köldustu að meðaltali í Reykjavík frá 1918. Það vill oft verða að miklu vetrarsólskini fylgi miklir kuldar.
Nú er ekki hægt að tala um kulda. Hitinn er í meðallagi í Reykjavik en meira en hálft stig yfir því á Akureyri. Snjórinn hefur kannski þau huglægu áhrif að manni finnst meira vetrarríki en hitastigið eitt segir til um. Og svo er reyndar um einu stigi kaldara í Reykjavík en meðaltalið á þessari hlýju öld fyrstu 11 dagana í janúar.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 16.3.2015 kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.1.2015 | 20:38
Árið 2015
Fylgiskjalið fyrir árið 2015 er nú komið inn. Það sýnir hita, úrkomu og sól hvern dag í Reykjavík (blað 1) og Akureyri (blað 2) og auk þess mesta og minnsta hita á landinu dag hvern og ýmislegt fleira (blað 1).
Þó lítið sé enn liðið af árinu eru flest dagsmetin fyrir þessa staði og landið komin á sinn stað í dagatalinu.
Þau sjást með því að skrolla upp og niður og til hliðar!
Vonum svo að þetta verði gott veðurár.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 11.1.2015 kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2015 | 15:37
Árið 2014 í heild
Nú er hægt að sjá allt árið 2014 á fylgiskjalinu. Þarf bara að skrolla upp og niður og til hliðar!
Árið er það næst hlýjasta bæði í Reykjavík og Akureyri en á sumum elstu veðurstöðvunum það allra hlýjasta.
Og ekki kæmi mér á óvart þó það merji það að vera það hlýjasta á landinu í heild þegar öll kurl koma til grafar.
Meira um árið seinna og veðurfar þessarar aldar hér á Allra veðra von.
Bloggar | Breytt 12.1.2015 kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006