Færsluflokkur: Allt í plati

Bók sem allir verða að lesa

Í gær keypti ég bók sem þannig er kynnt á bókarkápu:

Fourteen billion or so years ago, the Big Bang exploded - and it's been downhill from there. For every spectacular discovery throughout history, there have been hundreds of davastating epidemics; for every benevolent despot, a thousand like Vlad the Impaler; for every cup half -full, a larger cup half-empty. This enthralling, enlightening and devilishly entertaining chronicle of disasters and dastardly deeds brings to light the darkest events in histoy and the most abysmal calamities to strike the planet ... so far.

Ég vænti mér mikil af þessari bók enda heitir hún The Pessimist´s Guide to History. An irresistible compendium of catastrophes, barbarities, massacres and mayhem - from 14 billion years ago to 2007.

Ég er að vísu enginn sérstakur svartsýnismaður - aðeins raunsær. Einn kunningi minn hefur reyndar lýst mér þannig að ég sé svartsýnasti bjartsýnismaður sem hann hafi þekkt eða bjartsýnasti svartsýnismaður. Og ég held að mér verði ekki betur lýst. 

En lesið endilega þessa bók. Hún svíkur engan á fögrum og björtum júnídegi.   


Trúarjátning

Kristindómurinn er afburða hallærisleg trúarbrögð, allt þetta blóð Krists, upprisustand og þrenningarhjal. Að ekki sé minnst á fádæma kærleiksmjálmið.

Ég er hallur undir gyðingdóm.

Gamli góði jahve er minn guð!  

Hann er sko harður nagli og enginn elsku Jesú!

Eins og alvöru guð á að vera.


Páskalambið

Nú er ég búinn að borða aumingja litla og saklausa páskalambið.

Og mikið lifandis skelfingar ósköp var það nú gott!


Siggablogg

Þetta blogg er ekkert andskotans Moggablogg.

Það er Siggablogg! 


Lífsspeki

Því lengur sem maður lifir því langdregnara verður lífsdramað. Fer ekki bráðum að koma happy end?  

Spurning

Hvort ætli sé verra að vera ofviti eða hálfviti?

Austurlensk tónlist

Þennan illviðrasama dag hef ég verið að víkka út kúltúrlegan sjóndeildarhring minn með því að hlusta á þokkaful smálög  eftir kínverska tónskáldið Cho Pin og japanska zen tónskáldið Mo Zart.


Engum er skemmt nema skrattanum

Það er sem sagt alveg ljóst að það hefur ekkert upp á sig að ræða um trúmál á Moggablogginu. Þá mætir bara fjandinn sjálfur á svæðið í ljósum logum og á hala hans sitja tíu þúsund trúlausir drýsildjöflar!

Engum er skemmt nema skrattanum.


Skatan

Ég tek heilshugar undir svívirðingar nafna míns Sigurðar Helga Guðjónssonar formanns Húseigendagélagsins um helvítis skötuna og þá sem leggja sér slíkan viðbjóð til munns.

Nokkrir skötusyndaselir hafa risið upp á afturhalann og mótmælt réttmætum svívirðingum Sigurðar Helga en fnykinn leggur af rökum þeirra langar leiðir og segir það allt sem segja þarf um þau.

Skötuát landsmanna á Þorláksmessu, rétt fyrir heilög jólin, er alvarleg ógnun við kristilegt siðgæði, ókristilegt siðgæði og allar aðrar tegundir af siðgæði í landinu.

Það er villimannslegt siðleysi sem tekur mannáti í engu fram.

Þetta skrifa ég svo liggjandi uppi í sófa eins og kæst skata, innilokaður vegna óveðurs og annarra  hremminga.    


Bleikt og blátt

Er það ekki nafn á bersöglistímariti sem Kolbrún Halldórsdóttir vill láta banna? 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband