Spurning

Hvort ætli sé verra að vera ofviti eða hálfviti?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ofviti.

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.2.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú veist Lára að raunverulegur ofvitaháttur er afbrigði af hálfvitahætti, svo við notum nú gömlu orðin.  Ég held því að best sé að vera bara heiðarlegur hálfviti.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.2.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jamm, einmitt það sem ég vildi sagt hafa!

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.2.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hvort er betra að vera með aspergers eða aspargus?

Elías Halldór Ágústsson, 27.2.2008 kl. 23:30

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mjög vitræn umræða hér. En er annars ekki verst af öllu að vera ofurhálfviti?

Emil Hannes Valgeirsson, 27.2.2008 kl. 23:41

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Vitræn umræða er svo skemmtileg, Emil...  enda erum við Siggi bæði hálfvitar - þannig lagað séð. Ég er tortryggin gagnvart öllu sem hefur forliðinn "ofur-" þó að það þurfi ekkert að vera slæmt að vera ofurhálfviti. Þá væri maður kannski loksins fullkomlega áhyggjulaus.

Mér finnst aspargus góður matur og vel hann því.

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.2.2008 kl. 23:46

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Félagsleg einangrun hlýtur að hrjá ofvitana

Marta B Helgadóttir, 27.2.2008 kl. 23:52

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í dag át ég einmitt asparsgussúpu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.2.2008 kl. 23:52

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ofvitarnir þora ekkert að segja eftir nýgenginn dóm. Þess vegna er öruggara að lýsa sig hálfvita strax, því hver nennir að fara í mál við þá?

Bull er þetta í okkur, krakkar! Aðallega mér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.2.2008 kl. 23:53

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En hvort er þá verra að vera hálfviti eða fáviti?

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.2.2008 kl. 23:58

11 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Annars er hér ein alvöruspurning sem tengist þýðingunni sem ég er að fást við:

Veit einhver um íslenskan orðalista yfir hugtök búddista? Hér er orðið sem ég er að leita að og skýringin:

Bodhisattva
1. einstaklingur sem er að því kominn að öðlast nirvana en neitar sér um það til að geta leitt aðra til frelsunar.
2. (í mahayana-búddatrú) maður sem fyrir dyggðar sakir er álitinn hinn verðandi búdda og andlegi mannkynslausnari.

Kannast hlustendur við að hafa heyrt íslenskt heiti á slíka manneskju?

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 00:02

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Fáviti, því þá ertu alveg heillum horfinn.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 00:02

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hygg að íslenska orðið fyrir bodgisattva sé einmitt fáviti. Menn þurfa að gjörast fávitar til að öðlast hugljómun.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.2.2008 kl. 00:09

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ekki bulla núna, þetta var alvöruspurning.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 00:11

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég var að svara í fúlustu alvöru - og núna er ég helmingi fúlari!

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.2.2008 kl. 00:13

16 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég held að Bodhisattva sé Sigurður Þór á íslensku.

Emil Hannes Valgeirsson, 28.2.2008 kl. 00:16

17 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú líka, Brútus Emil...! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 00:18

18 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Lára, Hér er bara enginn nógu gáfaður til að svara svona nirvana spurningum. Við hér erum bara hálfvitar.

Emil Hannes Valgeirsson, 28.2.2008 kl. 00:26

19 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég líka, þess vegna veit ég þetta ekki.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 00:28

20 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Áður en slokknar alveg á mér, þá sting ég uppá - erfðaprins - ;)))

Ásgeir Kristinn Lárusson, 28.2.2008 kl. 00:29

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er ég þá fáviti?!

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.2.2008 kl. 00:31

22 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég þori ekki að nota það, Ásgeir... gæti misskilist. Svo hefur Guðríður Haraldsdóttir einkarétt á erfðaprinsum.

Nei, Siggi...  fáviti geturðu verið! Þú ert hálfviti eins og við Emil.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 00:33

23 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Góðir hlustendur. Dagskránni er lokið. Góða nótt. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.2.2008 kl. 00:34

24 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 00:35

25 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég held Sigurður Þór að þú sért andlegur mannkynslausnari, kannski verðandi Búddha.

Emil Hannes Valgeirsson, 28.2.2008 kl. 00:38

26 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég held það líka, Emil. Siggi er bara svo lítillátur og hógvær að hann lætur ekki mikið á þessu bera. Skín í gegn endrum og eins, en það eru ekki nema innvígðir og -múraðir sem fatta hvað þetta þýðir. Eins og við.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 00:42

27 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Góðan daginn! Nú er ég vaknaður eldhress og illskeyttur sem aldrei fyrr. Nú má valdstjórnin vara sig! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.2.2008 kl. 07:01

28 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góðan daginn.  Það er hárfín lína sem skilur á milli "of" og "hálf" þekki hana ekki enda ofvitahálfviti.

Annars er þetta stórskemmtileg umræða hérna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.2.2008 kl. 07:39

29 identicon

hmm ofurhálfviti er bara normið er það ekki :)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 10:42

30 Smámynd: halkatla

það er langverst að vera bæði

halkatla, 28.2.2008 kl. 12:17

31 identicon

En ef mar er bara óþolandi..

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 12:17

32 identicon

Er ekki hægt að segja "Háviti og Hálfviti" eða kannski "Láviti" sem væri "Hálfviti"
Ég myndi vilja vera "Háviti" eins og Sigurður Þór.

rabbar (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 12:27

33 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jenný Anna...  þar sem margir hálfvitar koma saman, þar er gaman! Svo ekki sé talað um þegar þeir eru kominn er svefngalsi í mannskapinn og mér leiðist við vinnuna. Þá er bullað út í eitt.

Annars áttum við alveg eftir að fabúlera með forliðinn "van-" í þessu samhengi. Hér er allt ýmist of- eða van- og ekkert hálfkák.

Er valdstjórnin ekki bara vanvita, Siggi?

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 12:31

34 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Góðir punktar hjá Villa geit og rabbar, en vantar ekki g í lávitann svo enginn misskilji og haldi að rætt sé um venjulegan vita við lá...?

Bara svona hádegispæling.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 12:33

35 identicon

Íbúfen eda skuldafen?

Jóhann (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 12:45

36 identicon

Mér hefur tekist að sameina í einum manni, nefnilega mér,  það að vera bæði hálfviti og ofviti. Þannig hef ég farið í gegnum lífið - með herkjum, vissulega, á stundum. Þetta fer ágætlega saman; úr verður eitthvað svona skrípi (eins og ég). Sem mér líkar misvel við - enda gegnir hálvitinn ekki alltaf ovitanum. - Af því að hann er hálviti. Og eins eru hollráð ofvitans ekki öll jafn holl hálvitanum. En að mestu er þetta stórslysalaust.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 12:50

37 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Offita er ekki verri en engin fita!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.2.2008 kl. 13:11

38 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Næsti gerðu svo vel!

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.2.2008 kl. 13:59

39 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var farin að halda að þú værir úti að leika í snjónum. Sá þig fyrir mér hoppandi kátan að búa til snjókarl og engla...

Þarf að taka númer?

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 14:27

40 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ætli sé ekki betra, að eiga lítið af einhverju en mikið af engu?

Brjánn Guðjónsson, 28.2.2008 kl. 15:31

41 Smámynd: Júlíus Valsson

Það hálfa væri nóg!

Júlíus Valsson, 28.2.2008 kl. 15:39

42 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Aldrei dettur mér neitt í hug!

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.2.2008 kl. 15:52

43 identicon

Best er að vera sérviti (idiot savant)

Már Högnason (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 15:55

44 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er það allra flottasta!

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.2.2008 kl. 16:03

45 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En allra aumast er að vera menningarviti! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.2.2008 kl. 16:05

46 Smámynd: Óskar Arnórsson

Skelfilegt er að sjá færslurnar þegar beðið er um svör við góðri spurningu? Ég veit ekki svarið við henni. Að neita sér munað og gefa hann öðrum, dettur mér í hug. Margt fólk lifir til að hjálpa öðrum. Konan mín er Búddisti og ég er farin að verða hrifnari af þeirri trú en nokkurri annarri. Eiginlega er Búddismi ekki tilbeiðsla í sömu merkingu og Kristni. Frekar leiðbeining um hvernig á að lifa lífinu jákvætt. Að gefa öðrum af því sem maður á sjálfur, er hluti af þeirra stefnu. Sumir gefa allt sem þeir eiga til fátækra og þeir sömu gefendur líða samtímis aldrei neinn skort sjálfir...þeir hugsa líka meira um hvað þeir hafa, í stað þess að einblína á hvað þeim vantar meira. Nirvanaástandið sem þeir fara í, geta þeir farið úr aftur til að vegleiða fólk. Það er nefnilega til hærra plan en Nirvana og þeir vitrustu vita af því...einhvernvegin skil ég þetta svona..

Óskar Arnórsson, 1.3.2008 kl. 23:37

47 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er ekkert til sem heitir ofviti. Það eru einhverjir gáfnadýrkendur og naflaskoðarar sem hafa fundið þetta orð upp. Mætti stroka út úr íslensku án þessa að skemma málið. Það eru til endalaust mikið af orðum í okkar máli sem eru bara til þess fallinn að vera leikföng handa orðadýrkendum, gáfuðum en ekkert endilega vitrum. Viska er mikið skemmtilegra orð að skoða en ofviti, fáviti eða skipaviti....vit er að vísu mælanlegt og fáviti er heilaskemmd og þeir flestir sem eru úrskurðaðir fávitar af geðlæknum, eru inn á stofnunum. Mér finnst ekki eigi að gera grín að fólki sem er heilabilað...

Óskar Arnórsson, 1.3.2008 kl. 23:48

48 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gleymdi að segja það að það er eitthvað annað orð sem læknar nota um fávita..man ekki hvað það var. Einhver latína sem ég kann ekki.

Óskar Arnórsson, 1.3.2008 kl. 23:51

49 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er hið ágæta orð: Ídjót!

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.3.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband