Farið hefur fé betra

Þeir sem efstir eru á lista Besta flokksins eru alveg eins hæfir til að stjórna borginni eins og þeir sem efstir eru á öðrum listum. 

Við þekkjum þá sem verið hafa í forsvari fyrir borgina og þá sem hafa verið í minnihluta.

Skelfing er það leiðinlegt lið og hefðbundið stjórnmálalegt.

Margir eru búnir að fá yfir sig nóg af því. 

Sagt er að Besti flokkurinn sé með fíflalæti. Það má rétt vera en það eru að minnsta kosti skemmtilegri fíflalæti en þau drepleiðinlegu fíflalæti sem gömlu flokkarnir í borgarstjórn hafa haft í frammi á kjörtímabilinu.  

Það yrði sögulegur atburður ef eins konar andófslisti gegn hefðbundnum stjórnmálaflokkum næði völdum í borgarstjórn.

Verst að alþingiskosningar séu ekki á næsta leyti.

Vonandi springur ríkisstjórnin sem fyrst svo hægt verði að koma betri mönnum og konum að.

Görmlu íslensku stjórnmálaflokkarnir hrundu í rauninni allir með hruninu.

Og farið hefur fé betra. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elínborg

Alveg eins og mælt úr mínum munni Sigurður.

Ligg ekki á þeirri skoðun minni, að gömlu fjórflokkarnir ættu að vera löngu liðin tíð, e.k. börn síns tíma kannski...

Verst hve margt fólk er lengi að átta sig.....

Elínborg, 19.5.2010 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband