14.8.2010 | 00:18
Hitabylgjan í Rússlandi
Lítið lát er á hitabylgjunni í Rússlandi.
Orsökin fyrir henni er sú að snemma sumars byggðist upp mikil fyrirstöðuhæð í háloftunum yfir Rússlandi, norðan við Kaspíahaf. Hæðin veldur því að skotvindurinn leitar norður og austur fyrir hæðina. Og það varnar því að rakaþrungið loft frá Atlantshafi komist nokkurs staðar að til að kæla þó ekki væri nema suma daga. Afar heitt loft frá Mið- Asíu, Arabíuskaga og NA-Afríku hefur þess í stað streymt yfir Rússland. Landið hitnar þá mjög og það styrkir enn háloftahæðina, uppgufun eykst og jarðvegurinn þornar. Þyktin í hæðinni var dögum eða jafnvel vikum saman yfir 570 dekametrar og stundum yfir 575
Strax um miðjan júní komu nokkrir mjög heitir dagar í sunnanverðu og mið Rússlandi en kólnaði svo nokkuð þar til hitinn náði sér aftur á strik í mánaðarlokin. Í Moskvu komst hitinn þá í 33 stig. Meðalhitinn í Moskvu í júní var þó ekki meira en 1,7 stig yfir meðallagi. Hitamet var ekki slegið en tvo daga voru sett dagshitamet.
Í fyrstu viku júlí var skotvindurinn kominn í miklu norðlægari stöðu en venjulega en nokkrar lægðir voru við Svartahaf. Þetta olli mjög heitu veðri næstu daga. Þann 11. júlí mældist í Jaskul mesti hiti sem nokkurn tíma hefur mælst í öllu Rússlandi, 44,0 stig. Gamla metið var 43,8 stig frá 6. ágúst 1940. Jaskul er milli Volgograd og Kaspíahafs og er 7 metra undir sjávarmáli. Þetta er bara smáþorp. Hér má sjá gang hitans og annarra veðurþátta í Jaskul í júlí. Svipaður hiti var í nágrenninu. Eftir fjóra daga kólnaði verulega en svo steig hitinn enn á ný. Frá 24. júlí hefur hitinn á hverjum degi einhvers staðar í Rússlandi farið í 40 stig eða meira og oftast á nokkuð stóru svæði. Hámarkshiti 36 stig til 40 hefur verið norður eftir öllu Rússlandi. Þó náðu hitarnir ekki til Hvítahafsins fyrr en seint í júlí en í Arhangelsk hafa þó engin hitamet verið slegin. Og í heild var júlímánuður þar örlítið undir meðallagi.
Hitatametið í Moskvu var slegið tvisvar í júlí, síðara skiptið þ. 28., 38,2 stig. Í miðborginni mældist hitinn 39,0 stig. Mesti hiti í Moskvu sem mælst hefur í ágúst kom svo þ. 6. 37,3 stig. Dagshitamet voru sett í borginni alla dagana frá 22. til 29. júli og líka dagana 3. til 6. ágúst og 8. til 10. ágúst. Meðalhámark á þessum árstíma er 23 stig en alloft fer hitinn yfir 30 stig á venjulegum sumrum. Um tíma náðu hitarnir til Finnlands. Mesti hiti sem mælst hefur þar í landi mældist þ. 29. í Joensu, 37,2 stig. Daginn áður hafði komið metið í Helsinki, 33, 2 stig.
Meðalhitinn í júlí í Moskvu var 26,1 stig eða 7,7 stig yfir meðallagi! Í St. Pétursborg var hitinn 6,3 stig yfir meðallagi. Þar var júlí hámarkið slegið þ. 28. 35,3 stig en 7. ágúst kom árshitametið, 37,1 stig.
Sunnar í landinu var hitinn nokkru minna yfir meðallagi, um 4-5 stig en samt var hlýrra þar í beinum tölum talið.
Hitarnir náðu ekki almennilega til héraðanna vestan við Úrafjöll á Moskvubreiddargráðum fyrr en í ágúst en það sem af er mánaðarins þar hefur hitinn verið 5 til 8 stig yfir meðallagi.
Fyrsta vika ágústmánaðar var víða heitasti tíminn. Í Vorones for hitinn þ. 2. í 40,5 stig. En kannski var sá 3. allra heitasti dagurinn ef litið er til þess hve víða mældist 40 stiga hiti. Þá var slegið met í Pensa, 41,0 stig og sami hiti mældist þann dag í Tambov, sem er líka met, en þar fór hitinn yfir 40 stig fyrstu fimm daganna í ágúst. Í Astrahan við Kaspíhaf fór hitinn þ. 3. í 40,8 stig sem er ágústmet þar.
Kortin, sem sýna dagshámarkshita, stækka ef smellt er á þau.
Það sem af er ágúst er meðalhitinn í Volgograd 10 stig yfir meðallagi. Fyrsta dag mánaðarins var hitatmetið þar slegið, 41,1 stig. Í Kasan austan við Moskvu hefur hitinn það sem af er ágúst hins vegar verið 11,6 stig yfir meðallagi!
Eiginlega er lítið lát á hitunum. Í dag fór hitinn í Aleksandrov Gaj, skammt frá landamærunum við Kasakstan, til dæmis í 41 stig og 39 í Volgograd. Í Kænugarði í Úrkaínu var hitinn 37 stig.
Þessir hitar með tilheyrandi þurrkum hafa eyðilagt uppskeru, valdið miklum eldum og orðið fjölda manns að fjörtjóni. En það er önnur saga.
Hitabylgjur hafa reyndar víðar verið á sveimi í sumar en í Rússlandi. Í fylgiskjalinu má til gamans sjá mesta hita á hverjum degi síðan 1. júní á öllu norðurhveli, Evrópu (án Tyrklands en með Kýpur), Rússlandi, Asíu, Afríku og N-Ameríku. Auðvitað er ekki um að ræða allar veðurstöðvar á þessu svæði heldur þær hverra athuganir fara í alþjóðlega dreifingu. Það sést að ansi heitt er víða á jörðinni og eiginlega ótrúlegt að mannlíf skuli þrífast sums staðar. En mennirnir geta víst aðlagað sig öllu og svona miklir hitar standa aðeins yfir hluta ársins. Fylgiskjalið verður uppfært að minnsta kosti út ágúst.
Það verður nú ekki mikið úr íslensku ''hitabylgjunum'' við hliðina á þessum fádæmum!
En þær eru samt kósí og vinalegar.
Hér er hægt að sjá veðrið á rússneska vefnum, sem vísað er til hér fyrir neðan, fyrir Reykjavík á þriggja tíma fresti í júlí. Veðurstofan mætti alveg sýna eitthvað svona. Lengst til vinstri er klukkustundin og dagsetningin, þá vindstefna og vindhraði í m/s, skyggni, veður á athugunartíma, skýjahula, hæð skýja og skýjategundir, hiti, daggarmark, rakastig, þá er þarna þægindastuðull (á rússnesku), loftþrýstingur, lágmarks og hámarkshiti og úrkoma í mm.
Skýringarmyndin (mætti vera betri) er upphaflega komin frá Accuweather, kortin héðan frá en flest hitt frá þessum frábæra veðurvef.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þakka þér fyrir þessa færslu. Ég hef ekki séð skýringar á þessum ósköpum fyrr.
Hólmfríður Pétursdóttir, 14.8.2010 kl. 16:26
Í raun og veru skýrir þetta ekkert. Það má alveg spyrja hvers vegna hæðin hafi myndast og orðið svona langvinn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.8.2010 kl. 16:42
Það er samt gott að vita að hún hefur staðið gegn raka og kælingu norðan úr höfum (hafi ég skilið þetta rétt).
Það má sjálfsagt rekja sig aftur með orsök og afleiðingu endalaust í þessu eins og flestu öðru, séu orsakirnar þekktar, en leita þeirra ella.
Skammaðist mín alltaf innst inni, þegar ég kenndi landafræði, að þurfa að viðurkenna vankunnáttu mína í öllu sem varðar veður
Hólmfríður Pétursdóttir, 14.8.2010 kl. 19:55
Engin ástæða samt til að gera veður út af því!
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.8.2010 kl. 20:03
Alltaf gaman að fjargviðrast öðru hvoru.
Hólmfríður Pétursdóttir, 14.8.2010 kl. 23:40
Sæll
Mér þætti mjög forvitnilegt að vita hvaðan þú færð þessar upplýsingar um hæsta hita í hverri heimsálfu fyrir sig upp á dag. Gæti þú sagt mér heimasíðuna þar sem þú nærð í þessar upplýsingar.
kv. Einar
Einar Daði (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 00:28
Fyrir Ameríku og svo hinar álfurnar og líka Ameríku en þar vantar Dauðadal.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.8.2010 kl. 01:02
Ég var einmitt að furða mig á hvaða þú fengir allar þessar upplýsingar.
Þessi frábæri veðurvefur sem þú bendir á í lok færslunnar er því miður bara á kýrilísku letri.
Emil Hannes Valgeirsson, 15.8.2010 kl. 01:20
Tveir aðrir skemmtilegir og heitir vefir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.8.2010 kl. 01:21
Já, Emil, því miður hafa Rússarnir ekki haft fyrir því að gera enska gerð. Þarna er ýmislegt efni, kort og töflur, sem allir myndu skilja og ýmislegt sem ég hef hvergi rekist á annars staðar. Ef menn klikka á það sem undirstrikað er menn eflaust finna eitthvað skemmtilegt ef menn hafa þolinmæði í það. Ég er nú annars að útbúa auðveldan aðgang að ýmsu fyrir þig og aðra veðurvitfirringa. Set það inn á síðuna innan skamms og sem færsluflokk svo það ætti alltaf að vera aðgengilegt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.8.2010 kl. 15:35
Ég tók mér það bessaleyfi að tengja á þessa færslu á loftslag.is, sjá Eru tengsl loftslagsbreytinga og öfga í veðri ?.
Loftslag.is, 16.8.2010 kl. 10:20
Fyrir mína parta held ég að sú spá að hitabylgjur muni verða fleiri og lengri og heitari séu að koma fram í sumar, ekki bara í Rússlandi heldur líka víða annars staðar. Í sumar hafa verið óvenju margar hitabylgjur á sveimi þó rússneska sé mest áberandi og eiginlega lygilegust. Hvað flóðin í Pakistan og Kína varðar skal ég ekki segja. Það er ekki óalgengt að monsúninn láti svona. Hins vegar er auðvelt að finna afbrigðilegt veðurfar, ekki síst fyrir afbrigðilega áhugamenn um slíkt eins og mig og þig (djók). Eitthvað slíkt er ofast í gangi einhvers staðar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.8.2010 kl. 11:33
Það er væntanlega svo að það er ekki auðvelt að vita með svona afbrigðilegt veður og reyna að tengja það við loftslagsbreytingar, enda hafa þessi afbrigði alltaf komið upp öðru hvoru. Eitt af því sem hægt er að reyna að skoða er leitnin, þetta hefur verið einstaklega afbrigðilegt í sumar, en gæti svo sem orðið nánast ekkert á næsta ári...
PS. Ætli við (þú og ég) séum ekki eitthvað afbrigðilegir í okkar athugunum miðað við flesta aðra, get alveg fallist á það ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.8.2010 kl. 11:46
Við erum einstaklega abnormal! Enda er ekkert varið í normalfólk.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.8.2010 kl. 12:23
Ágústmánuður er að standa sig vel í hlýindum, allavega hér í Reykjavík. Það væri alveg stöngin inn að fá aftur svona beina útsendingu á Excel fyrir okkur abnormal veðurvitfyrringana.
Emil Hannes Valgeirsson, 16.8.2010 kl. 16:16
Mjá, meðalhitinn er það sem af er kringum 13,2° í Reykjavík,13,5° í Stykkishólmi, 13,0° á Kirkjubæjarklaustri og 13,6° á Akureyri. Hitinn mun kannski halda áfram að stíga næstu daga í Reykjavík en kólna fyrir norðan og svo er að sjá hvað setur. Hér er óbein útsending fyrir helming ágúst í Reykjavík, Akureyri, Stykkishólm og Kirkjubæjarklaustur. Það er næturhitinn sem er að gera allt vitlaust. Þessi rússneski vefur gefur Veðursstofunni skömm til. Þráðbein útsending frá Reykjavík verður vonandi send út í kvöld.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.8.2010 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.