Hitabylgjan á enda í Rússlandi

Hitabylgjan er loks á enda í Rússlandi. Hún hefur staðið í eina tvo mánuði.

Í nótt var tveggja stiga frost í Kotlas og eins stigs frost í Arkhangelsk. 

Hitinn í dag var undir meðallagi suður fyrir Moskvu en í kringum meðallag eða lítið eitt yfir því syðst i landinu.

Hægt er að skoða gang hita og úrkomu í Moskvu hér fyrir júní, júlí og það sem af er águst.Til hægri á síðunni er hægt að sjá hver mælst hefur mesti hiti á viðkomandi degi og árið sem það var. Þetta er auðþekkt á tölunum og ártölunum innan sviga. Sést þar hve ótrúlega mörg dagshitmaet hafa verið slegin í sumar. Ef smellt er svo á lengst til hægri þar sem stendur mинимумы kemur fram lágmarkshitinn á sama hátt.

Lengst til vinstri í töflunum er dagsetning, þá lágmarkshiti (blátt), meðalhiti (grænt), hámarkshiti (rautt) vik frá meðallagi og loks úrkoman í mm. Neðar á síðunni er línurit. Punktarnir  í þeim sýna mesta og minnsta hita sem nokkurn tíma hefur mælst viðkomandi dag í Moskvu.  Fyrir neðan hér á bloggfærlsunni má  hins vegar sjá kort sem sýnir hámarkshitann í dag í nokkrum borgum í  Rússlandi. Hvergi varð hlýrra en 35 stig. Gang hámarkshitans í landinu síðan í júní -og á öllu norðurhveli - má sjá í fylgiskjalinu við þessa bloggfærslu.

 

 cgiaktgraph.gif

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hvað varð um samtæðuna hér á eftir? Kom einhver með óviðeigandi athugasemd? 

Sigurbjörn Sveinsson, 24.8.2010 kl. 10:36

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nei, það kom enginn með óviðeigandi athugasemd. Ég fel ekki færslur út vegna slíks. En í seinni tíð hef ég oft tekið út algjörar dægurmálafræslur eftir nokkra daga til að þær skyggi ekki á veðurbloggið en þessi bloggsíða er að breytast í veðurblogg  fyrst og fremst.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.8.2010 kl. 10:46

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Sáttur.

Sigurbjörn Sveinsson, 24.8.2010 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband