Október verđur ađ duga eđa drepast

Október byrjar međ hitalátum. Međalhiti fyrsta dagsins var fimm stigum yfir međallagi bćđi í Reykjavík og á Akureyri. Ţeir voru eins og alveg sómasamlegir hásumardagar. Í Reykjavík naut meira ađ segja sólar dálítiđ um hádaginn.

Eitt hitamet var slegiđ, 14,8 stig á Bláfeldi sem er sunnanmegin á Snćfellsnesi. Mćlingar hófust reyndar ađeins áriđ 1998. En frá 1955 hafa hámarksmćlingar veriđ gerđar á nokkrum stöđum í nágrannasveitunum en svona mikill hiti mćldist aldrei á ţeim í október.

Áfram verđur hćgt ađ fylgjast međ daglegu veđri í Reykjavik og á Akureyri á ţessari síđu, ásamt hćstum hita og mestri úrkomu á landinu. Hćgt verđur ađ fara beint inn í bloggflokkinn Mánađarvöktun veđurs ţar sem ţetta skjal verđur uppi allan mánuđinn. Kannski ţarf stundum ađ skrolla skjaliđ svolítiđ ţegar ţađ kemur upp.

Áriđ er nú í góđri hitaţjálfun og vćntum viđ mikils árangurs af ţessum október. Ekki verđur viđ annađ unađ en hann skáki október 1915 og taki inn 8 stigin í međalhita eins og ađ drekka vatn. Standa til ţess glćstar vonir ţví vatnshellingur sótti mjög í sig veđriđ síđustu daga septembermánađar.

Október ţarf nauđsynlega ađ fara ađ reka af sér ţađ slyđruorđ ađ vera eftirbátur annarra mánađa í hlýindunum síđustu ár. 

Nú er ađ duga eđa drepast fyrir hann.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband