Glúrinn febrúar

Það hefur ræst úr þessum febrúar. Hann byrjaði með látum, éljagangi suðvestanlands og kulda. En eftir fyrstu vikuna hefur verið hlýtt og gott veður. Meðalhitinn er 1,8 stig yfir meðallagi í Reykjavík en kringum 1,2 yfir því á Akureyri. Í gær var dagshámarkshitamet jafnað í Reykjavík, 9,1 stig.

Snjólítið er á landinu. Á suðurlandi er að mestu auð jörð og þangað til í fyrradag var líka víða alauð jörð fyrir norðan.

Samkvæmt spám er líklegt að meðalhitinn haldi sér í stórum dráttum á landinu til mánaðarloka.

Þá er aðeins eftir einn vetrarmánuður. Hann má verða mikið kaldur ef hann kemur í veg fyrir að rétt einn vetur í viðbót verði vel fyrir meðalhita á landinu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Stóra bakslagið ætlar að láta bíða eftir sér - og kemur kannski bara aldrei.

Emil Hannes Valgeirsson, 25.2.2011 kl. 00:42

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það vantar alveg Reyðarfjörð og Ísafjörð í þetta tal um meðalhitastig á Íslandi.

Alltaf talað um Reykjavík og Akureyri

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.2.2011 kl. 02:04

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Afhverju Ísafjörð?!

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.2.2011 kl. 10:49

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Og afhverju ekki líka Hellu og Ólafsfjörð... o.s.frv.

Þess má geta að meðalhitastig á Íslandi er ekki reiknað út frá Reykjavík og Akureyri, þó umræðan sé að einhverjuleiti um þá staði.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.2.2011 kl. 11:10

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ok... bara Reyðarfjörð þá

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.2.2011 kl. 11:36

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Frá degi til dags er handhæg að nota Akureyri og Reykjavík af því að þaðan koma miklar upplýsingar, annar staðurinn fyrir sunnan og hinn fyrir norðan. En í fylgiskjalinu geta menn séð meðalhita tíu stöðva hringinn í kringum landið sem líklega er mjög nærri landsmeðalhita eða a.m. k. sýnir frávikið frá honum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.2.2011 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband