Mars

Meðalhitinn í mars er nú tvö stig undir meðallagi 1961 til 1990 í Reykjavík en kringum eitt stig á Akureyri og líklega svipað og það á öllu landinu. Mildara er austantil heldur enn annars staðar. Á Höfn í Hornafirði virðist meðalhitinn vera yfir meðallagi.

Þetta eru auðvitað ekkert sérstakir kuldar, ekki einu sinni þó miðað sé við hlýindatímabil. Mars 2001 var svipaður að hita á landinu og það sem af er þessum, en febrúar 2002 var meira en þrjú stig undir meðallagi.  Ég tel hann 15. kaldasta febrúar síðan 1866 og kaldasta mánuð á landinu eftir mars 1979. Síðustu tuttugu ár, sérstaklega síðustu tíu ár, hefur þó ríkt hlýindatímabil eins og allir vita. En hlýindatímabil eru engin trygging fyrir því að kuldamánuðir komi ekki innan um hlýju mánuðina. Þeir eru þó alltaf jafn ónotalegir. 

Þessi vetur hefur verið mildur þangað til nú í mars. Og við erum góðu vön síðustu ár. Þess vegna finnst okkur það nokkur viðbrigði að upplifa fremur kaldan og leiðinlegan síðasta hluta vetrarins. En við slíku má samt alltaf búast meðan enn er þó vetur. Við getum þó huggað okkur við það að þegar þessi kuldahrina gengur yfir, sem mun vonandi gerast innan ekki mjög langs tíma, er ekki líklegt að við upplifum kulda og snjóa dögum saman fyrr en næsta haust. En það er samt möguleiki. 

Árin kringum 1950 voru á hlýindaskeiðinu fyrra á tuttugustu öld þó ekki væru þau ár hlýjasti hluti þess. Eigi að síður komu þá á fimm árum þrír af allra köldustu aprílmánuðum, 1949, 1951 og 1953. Tveir þeirra, 1949 og 1951, eru á topp tíu listanum mínum yfir köldustu aprílmánuði á landinu frá 1866 og 1953 er mjög skammt undan. Allir þessir mánuðir voru afar líkir að hita og voru í kringum frostmark í Reykjavík og tæp þrjú stig undir meðallaginu 1961 til 1990 á landinu.  Þeir  voru  allir  ígildi meðal janúnarmánuðar hvað kulda snertir.

Alhvítir dagar það sem af er mars í Reykjavík eru nú taldir vera 15. Þeir  verða kannski fleiri og hugsanlega fleiri en í öðrum mánuðum frá aldamótum.

Fylgiskjalið fylgist með þessu eins og fyrri daginn á blaði eitt og tvö.   

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

doctore (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 15:42

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mjá!

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.3.2011 kl. 20:25

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og ósköp ertu ljótur og höfuðstór litli minn!

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.3.2011 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband