27.3.2011 | 17:16
Þessi dagur árið 1948
Þennan dag árið 1948 mældist mesti hiti sem komið hefur á Íslandi í mars á mannaðri veðurstöð. Á Sandi í Aðaldal mældust þá 18,3 stig.Mjög hlýtt loft var yfir landinu þennan dag og daginn eftir. Voru þá ótrúlega víða sett hitamet fyrir mars sem enn standa.
Hinn 27. kl. 14 að íslenskum miðtíma var austsuðaustan stinningskaldi í Reykjavik og minna en hálf skýjað og hiti 14,0 stig og hefur hámarkshitinn líklega komið um það leyti en kl. 17 var hitinn 11,8 stig. Sól mældist í 2,9 stundir. Næsta dag fór hámarkið í 12,4 stig. Veðurlag var þá svipað en heldur meiri sól, 6,1 klukkustund.
Metið á Sandi hlýtur að standa sem Íslandsmet fyrir marsmánuð þó 18,8, stig hafi mælst á sjálfvirku stöðinni á Eskifirði þ. 28. árið 2002 og 18,4 stig á sjálfvirka mælinum á Daltanga 31. mars 2007. Í mars 1948 voru auðvitað engar sjálfvirkar stöðvar.
Á Íslandskortinu eru þau marshitamet sem enn standa frá þ. 27. 1948 merkt með rauðu en þau met sem sett voru þ. 28. og standa enn með bláu. Auk þess er merkt með grænu hámarkshiti mánaðarins sem féll á þ. 27. á þremur stöðvum sem þó eru ekki nein met. Örfáum hámarksmælingum sem hvorki féllu á þann 27. eða 28. eða eru met á viðkomandi stöð er sleppt. Hins vegar er þarna metið frá Grímsstöðum á Fjöllum sem reyndar kom þ. 4. sem líka var mjög hlýr dagur og þá mældust 15,5 stig í Fagradal í Vopnafirði. Stöðin rétt sunnan við Reykjavík er Víðistaðir við Hafnarfjörð þar sem athugað var í næstum 30 ár. Mætti vel setja upp sjálfvirka veðurstöð í þessum fjölmenna bæ.
Þá er einnig kort sem sýnir hæð 500 hPa flatarins og loftþrýsting við jörð að kvöldi hins 27. og annað sem sýnir hita í 1400-1500 metra hæð. Gaman er að sjá kuldann í Austur-Evrópu sem teygir sig suður um Balkanskagann og svo hitann yfir Íslandi. Ekki eru tiltæk nein veðurkort frá landinu sjálfu þessa daga.
Mars 1948 var merkilegur fyrir fleira en methita. Hann er einn allra úrkomumesti mars sem mælst hefur og þá komu fræg flóð í Ölfusá.
Það væri nú ekki amalegt að fá svona marsdag. Hvar eru eiginlega þessi meintu gróðurhúsaáhrif? (Djók).
Meginflokkur: Veðurfar | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 9.4.2011 kl. 15:48 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Gróðurhúsaáhrif? Eins og hvert annað bla bla bla. Mars í fyrra og vorið var eiginlega farið. Komið hálfgert sumar, ef ég man rétt. Ef ekki, er það ekkert nýtt. Altso að ég muni ekki neitt. Sá í dag kolsvartan þröst með breitt stél og heiðgulan gogg, hér í Mosó. Aldrei séð þennan fugl áður, en einnig viss um að hann hefur heldur ekki séð mig áður, svo við erum nokkurn veginn kvitt. Að snjórinn sé farinn sunnan heiða þetta vorið...........ó nó. Það er að minnsta kosti ein, ef ekki tvær skvettur eftir fram að páskum. Hilsen og kærar þakkir fyrir stórgóð veðurblogg, Sigurður. Átt heiður skilinn.
Halldór Egill Guðnason, 28.3.2011 kl. 05:01
Halldór, gróðurhúsaáhrif eru ekki sönnuð eða afsönnuð með einstökum veðurmetum á Íslandi. Það þarf að skoða gögnin í heild. Eðlisfræði gróðurhúsalofttegunda er nokkuð vel þekkt og aukningin er staðreynd, svo og hækkandi meðalhitastig á heimsvísu.
Hitt er svo annað mál að Sigurður á heiður skilið fyrir þessa skilmerkilegu síðu, sem einnig er krydduð smá húmor... Takk fyrir mig.
Sveinn Atli Gunnarsson, 28.3.2011 kl. 09:13
Með vorkveðjum
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.3.2011 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.