16.7.2011 | 01:23
Dagshitamet í Reykjavík
Meðalhitinn í Reykjavík í dag var 14,9 stig og hefur ekki verið hærri þennan dag síðan mælingar hófust. Næst hlýjastur var 15. júlí árið 1944, 14,4 stig. Þetta segir kannski ekki afskaplega mikið því hlýrri dagar hafa komið all nokkrir um þetta leyti (og reyndar líka í júní) þó ekki hafi þeir fallið nákvæmlega á þessa dagsetningu. Tilviljun á stóran þátt í því hve nær hlýjustu dagarnir koma. Það er samt gaman og eiginlega óvænt að þessi dagur skuli hafa krækt í dagshitamet fyrir Reykjavik að meðalhita. Í rauninni eru engin sérstök hlýindi yfir landinu.
Hámarkshitinn í dag var 18,8 stig eftir mælingu kl. 18 en hefur kannski stigið enn meira eftir það en það kemur í ljós í fyrramálið.
Við erum nú alveg um það bil að koma að hlýjasta tíma ársins að meðaltali. Besti kafli sumarsins á að vera eftir ef allt gengur vel. Meðalhitinn í Reykjavík er á góðu róli, 1,9 stig yfir meðallagi það sem af er mánaðar og enginn dagur hefur verið fyrir neðan meðalagið. Það hefur reyndar enginn dagur verið nema einn frá 11. júní. Á Akureyri er meðalhitinn það sem af er júlí heilu stigi yfir meðallagi þó þar hafi ekki allir dagar verið sérlega hlýir en heldur ekki kaldir. Kuldaskeiðinu sem þar ríkti og víðast hvar á landinu í júní lauk fyrsta júlí. Samt er jafnvel enn talað af sumum eins og sé kalt sumar.
Austast á landinu, alveg frá suðausturlandinu og norður eftir, er hiti reyndar undir meðallagi en ekki hægt að tala um neina kulda. Tiltölulega hlýjast er kannski á Vestfjörðum.
Kuldaskeiðinu vorið og snemmsumars 2011 er einfaldlega lokið hvað sem síðar verður.
Mjög þurrt er víðast hvar. Sums staðar hefur fallið minna en einn millietri þegar mánuðurinn er nær hálfnaður, svo sem við Eyjafjörð.
Menn geta svo skoðað þessa hásumarsdýrð í hinu sjóðheita fylgiskjali.
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Blogg, Veðurfar | Breytt 25.7.2011 kl. 01:00 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Hvað varð um köldustu júlímánaðayfirlitið? Var ekki eitthvað svoleiðis um daginn?
Emil Hannes Valgeirsson, 21.7.2011 kl. 19:55
Á eftir að ganga frá algjörum smáatriðum sem ég nenni ekki vegna góðviðris en nú er ótíð í vændum sunnanlands svo það hlýtur að fara að koma inn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.7.2011 kl. 22:21
Og fleiri myndir af Mala, takk!
Kama Sutra, 22.7.2011 kl. 00:19
Þú verður að bíða þangað til hann á stórafmæli, þegar hann verður hvorki meira né minna en fimm ára, ef hann þá deyr ekki áður, því þeir deyja ungir sem guðirnir elska mjög mikið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.7.2011 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.