Haustjafndægur

Í dag eru jafndægur að hausti. Þá er sólargangur jafn langur allst staðar á jörðunni eins og kunnugt er. Það er þó ekki fyrr en á mánudaginn sem sólargangur í Reykjavík verður minni en tólf stundir.

Og sólinni þykir nú gaman að skína. Ef ég hef ekki ruglast í ríminu er þessi september þegar kominn í tíunda sæti yfir sólríkustu septembermánuði í Reykjavík og við það að komast upp í það níunda þó enn séu 8 dagar eftir af honum. Það verður gaman að sjá hver lokastaðan verður.

Enn er hitinn víðast hvar á landinu yfir meðallagi en það gengur nokkuð á það nú með degi hverjum. En það gæti nú breyst.

Viðbót 24.9.: September í Reykjavík er nú kominn upp í 8. sæti yfir sólríkustu septembermánuði. 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á Sigga Þór oft veður veður,
vísindi þau eru honum.
En ef að einhver skandall skeður,
stendur hann upp og stingur á honum.
dosJB.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband