Sólarminnstu marsmánuđir

Mars 1929 er sólarminnsti mars Reykjavík síđan mćlingar hófust ţar á sólskini fyrir hundrađ árum.  Skein sólin í 38,9 stundir en međaltaliđ 1961-1990 er 111 klukkustundir. Ţađ er nánast hlálegt ađ ţetta er einnig hlýjasti mars sem mćlst hefur á landinu og einnig á öllum einstökum veđurstöđvum. Hitinn var 5,7 stig yfir međallaginu 1961-1990 sem hér  verđur miđađ viđ um hitann. Um allt land var talin öndvegistíđ, tún vćru grćn og gróđurnál  í úthaga og sóleyjar sprungu út.  Minnsti hiti á landinu var -8,0 stig á Eiđum og er ţađ hćsta mánađarlágmark yfir allt landiđ í nokkrum marsmánuđi. Alveg frostlaust var í Vík í Mýrdal og á Hólum í Hornafirđi. Á ţeim stöđvum sem allra lengst hafa athugađ var úrkoman  í rúmu međallagi áranna 1931-2000 sem hér er viđ miđađ varđandi úrkomu. Fyrir norđan var lítil úrkoma en mest á suđausturlandi. Á Fagurhólsmýri hefur ekki mćlst meiri úrkoma frá 1931, 341,2 mm. Ţetta er snjóléttasti mars sem mćlst hefur á landinu frá og međ 1924, 4% en međaltaliđ 1961-1990 er 61%. 

Nćst sólarminnsti mars í Reykjavík er 1923  ţegar sólin skein í 48 stundir. Á landinu er ţetta fjórđi hlýjasti mars og var hitinn 4,2 stig yfir međallagi. Úrkoman var hins vegar meira en 50% yfir međallagi. Aldrei hefur mćlst meiri úrkoma í mars í höfuđstađnum, 183,2 mm.

Áriđ 1945 er ţriđji sólarminnsti mars međ 49 sólskinsstundir. Hitinn á landinu var ţrjú og hálft stig  yfir međallagi og er ţetta níundi hlýjasti mars eftir mínum kokkabókum. Og ţetta er einn af fimm úrkomusömustu marsmánuđum eftir sömu bókum. Einkum var úrkomusamt syđst á landinu en fyrir norđan var úrkomulítiđ. Í Vestmannaeyjum hefur ekki mćlst meiri úrkoma í mars 319,6 mm og ekki á Loftssölum í  Dyrhólahreppi árin 1940-1978, 235,0 mm. Miklir vatnavextir ollu tjóni um miđjan mánuđinn. Snjólag var 44%. Lokahnykkur stríđsins var i gangi međ miklum loftárásum á Ţýskaland og Japan og bandamenn hófu ađ hernema Ţýskaland.

Mars 1938 var óstöđugur og úrkomusamur og er sá fjórđi sólarminnsti í Reykjavík međ 57,8 sólskinsstundir. Úrkoman var mjög mikil nema á norđausturlandi en annars meiri norđanlands en  1945 en úrkoman á ţeim stöđvum sem lengst hafa athugađ var 43% umfram međallag en 67% áriđ 1945. Snjólag 1938 var 59%. Hlýtt var í veđri, 0,9 stig fyrir međallagi og reyndar mćldist ekki frost í Vík í Mýrdal og Vestmannaeyjum.

Ţann 12. á fimmtugs afmćlisdegi Ţórbergs innlimuđu Ţjóđverjar Austurríki. Hćtt er viđ ađ meistaranum hafi lítt líkađ sú ósvífna afmćlisgjöf en hann hafđi reyndar veriđ dćmdur fyrir meiđyrđi gegn foringjanum. Stendur sá hćstaréttardómur enn óhaggađur!       

Í mars 1922 var góđ tíđ og ţurrviđrasöm en sólskinsstundir í Reykjavík voru ađeins 58 sem gerir mánuđinn fimmta sólarminnsta mars. Úrkoman var tćplega ţrír fjórđu af međallagi en hitinn 1,2 stig yfir međallagi. Tólf fórust ţegar ţilskipiđ Talismann frá Akueyri strandađi í afspynru norđanveđri viđ Súgandafjörđ ţann 25. 

Umhleypingasamt var í mars 1993 sem er sá fimmti sólarminnsti í Reykjavík međ 58,1 sólarstund en úrkoman var um 50% fram yfir međallag. Hún var sérlega mikil á suđausturlandi. Á Kvískerjum var hún 483,3 mm. Hitinn var alveg sá sami og 1922 og snjólagiđ ţađ sama og 1938.  

Áriđ 1936 var norđaustanátt ríkjandi í mars en ţrátt fyrir ţađ voru sólskinsstundir í Reykjavík ađeins 59,5 og er ţetta ţar sjöundi sólarminnsti mars. Fyrir norđan var ekki mikiđ minni sól (56 klst á Akureyri) en ţar voru mikil snjóalög. Var ţar víđast hvar alhvítt og á Grímsstöđum á Fjöllum var snjódýptin 160 cm kringum vorjafndćgur. Snjólag var 69% á öllu landinu. Á Vestfjörđum og víđar féllu snjóflóđ en ekki ollu ţau manntjóni. Úrkoman var í rösku međallagi og hitinn sömuleiđis.   

Sá hlýi og úrkomusami mars,  1974, er sá áttundi sólarminnsti međ 65 sólskinsstundir í Reykjavík en aftur á móti  106 á Akureyri ţar sem ţetta er tíundi sólríkasti mars. Hitinn um 3,8 stig yfir međallagi  sem gerir hann ađ sjöunda hlýjasta mars á landinu en fimmta hlýjasta á Akureyri. Úrkoman var mikil, 69% fram yfir međallag á ţeim stöđvum sem lengst  hafa athugađ hana. Sums stađar voru  ţó sett ţurrkamet í mars en annars stađar úrkomumet. Sjá pistilinn um sólríkustu marsmánuđi, ţann tíunda  sólríkasta á Akureyri. Snjólag var 33% á landinu.

Níundi sólarminnsti mars í Reykjavík er áriđ 2000 međ 70 sólskinsstundir. Hann var afar úrkomusamur en nćr ţó ekki alveg inn á topp tíu listann yfir úrkomusömustu marsmánuđi á ţeim stöđvum sem lengst hafa athugađ. Hann er hins vegar úrkomusamasti  mars í Vík í Mýrdal, 417,4 mm (frá 1926), Stafholtsey í Borgarfirđi, 154,5 mm, Brekku í Norđurárdal, 307,7, mm, Lambavatni á Rauđasandi, 237,1 mm,  Kvígindisdal viđ Patreksfjörđ, 457,3 mm, Hlađhamri í Hrútafirđi, 174,8 mm, Barkarstöđum í Miđfirđi, 117,0 mm, Norđurhjáleigu í Álftaveri, 339,4 mm  og Snćbýli í Skaftártungu  343,1 mm. Í Kerlingardal viđ Mýrdal mćldist úrkoman ţó mest á landinu, hvorki meiri né minni en 500,8 mm sem er međ ţví mesta sem mćlst hefur á landinu í marsmánuđi. Snjólag var ţađ mesta í ţeim árum sem hér er vikiđ ađ, 80%. Mikiđ tjón varđ norđaustanlands í norđvestanveđri dagana 5.-6.

Ţriđji hlýjasti mars á landinu, 1964, er sá tíundi sólarminnsti í Reykjavík međ 71 sólarstund en aftur á móti sá sólríkasti á Melrakkasléttu 1958-1999, 123 lukkustundir. Í mánuđi ţessum, ţegar talin var einmuna tíđ, mćldist mesta úrkoma á veđurstöđ sem ţá hafđi mćlst í mars í mars, 509,0 mm á Kvískerjum (núgildandi met, á sama stađ, er 566,8 mm, 2003).  Snjólag var ađeins 11%, ţađ annađ minnsta, eftir 1929.  Einhver mesti jarđskjálfti sem mćldur hefur veriđ á jörđunni kom í Alaska ţ. 27. upp á 8,3 stig á Richter.         

Ţessi mánuđur var reyndar ćđi viđburđaríkur. Ţjóđskáldiđ Davíđ Stefánsson lést ţann fyrsta. Bítlaćđi mikiđ var á tónleikum í Háskólabíói ţ. 4. og tveimur dögum síđar kom kvikmyndaleikarinn Gregory Peck til landsins. Undanţágur Breta til veiđa í landhelginni runnu út ţann 11. sama dag og áskorun sextíumenninganna svokölluđu kom fram um ađ útsendingar kanasjónvarpsins yrđu bundnar viđ Keflavíkurflugvöllinn en ţćr náđu ţá um allt Reykjavíkursvćđiđ og loks var Tívoli í Vatnsmýrinni lagt niđur ţennan sama dag. Ţann 18. hófust magnađur reimleikar á Saurum á Skaga og voru ţeir nefndir Sauraundrin. Ţórbergur fullyrti ofvitalega og kennivaldslega ađ ţetta vćri alveg dćmigerđur draugagangur og ekkert annađ en síđar kom í ljós ađ ţetta voru bara brellur af mannavöldum!

Á Akureyri er mars 1935 sá sólarminnsti međ 26,4 klukkustundir en međallagiđ 1961-1990 er 76,7 stundir. Tíđin var óstöđug og vindasöm og hitinn  hálft stig undir međallagi en úrkoman var mikil, um 44% fram yfir međallagiđ á ţeim stöđvum sem allra lengst hafa athugađ. Á Hvanneyri var úrkoman 205,8 mm  og hefur ţar aldrei mćlst meiri í mars í nokkuđ langri en sundurslitinni mćlingasögu. Laust fyrir miđjan mánuđ urđu miklir vatnavextir í Vestur- Skaftafellssýslu. Snjólag var 57%. Í Ţýskalandi var tekin upp herskylda og tilkynnt ađ landiđ hefđi komiđ sér upp flugher.

Mars 1981 var kaldur og snjóţungur. Og hann er sá nćst sólarminnsti á Akureyri međ 30 sólskinsstundir. Úrkoman var mikil á norđausturlandi en í heild um  ţrír fjórđu af međalúrkomu. Snjólag var 77%. Á Raufarhöfn komst snjódýptin í 150 cm. Kvikmyndin Punktur, punktur, komma strik var frumsýnd í ţessum mánuđi, skotiđ var á Reagan forseta Bandaríkjanna en Mitterand varđ forseti Frakklands.

Ţriđji sólarminnsti mars á Akureyri var 1970 međ 32,5 sólarstundir. Ţetta er kaldasti marsmánuđurinn međal hinna tíu sólarminnstu á Akureyri og var hitinn tćpt tvö og hálft stig undir međallagi á landinu. Hafís var niđ norđausturströndina og á Húnaflóa. Úrkoman var í međallagi en snjólag var 78%.     

Ţrír tiltölulega nýliđnir marsmánuđir í röđ eru á topp tíu listanum fyrir lítiđ sólskin í höfuđstađ norđurlands.

Mars 2007  er sá áttundi međ međ 50 sólskinsstundir Hann er vel inni á topp tíu listanum fyrir úrkomusömustu marsmánuđi og hitinn var rúm tvö stig yfir međallagi en snjólagiđ 48%. Síđasta daginn fór hitinn á sjálfvirku stöđinni á Dalatanga í 18,4 stig  og 16,9 á Sauđanesvita. Mars 2008 er sá fjórđi sólarminnsti međ 38 sólskinsstundir. Bćđi hiti og úrkoma máttu heita í međallagi en snjólagiđ var 76%.  Óvenjulega mikiđ snjóađi í Vestmannaeyjum ţ. 2. og mćldist snjódýptin á Stórhöfđa 65 cm nćsta morgunn sem ţykir mikiđ á ţeim bć. Mars 2009 er sá níundi međ sólarminnsti á Akureyri međ 51 sólskinsstund og hita og úrkomu mjög nćrri međallagi en snjólagiđ var 72%.

Fimmti sólarminnsti mars á Akureyri er 1991 međ 43 sólskinsstundir. Hitinn var rúm tvö stig yfir međallagi en úrkoman var rétt yfir međallagi en mjög mikil á norđaustur og austurlandi, allt ađ áttföld međalúrkoma á Húsavík ţar sem mćldist meiri úrkoma en í nokkrum mars, 204,3 mm. Sólarhringsúrkoman á Eskifirđi mćldist 139,9 mm ţ. 17. sem ţá var marsmet á veđurstöđ (metiđ var slegiđ ţ. 22. 1995 í Stíflisdal, 142 mm). Snjólétt var í mánuđinum, snjólagiđ 47%.

Eldgos var í Heklu sem lauk ţ. 11. Hinn frćga upptaka af lögreglumönnum ađ lúberja Rodney King var hinn ţriđja. Davíđ Oddsson varđ formađur Sjálfstćđisflokksins ţann 10. en ţann 14. var sex föngum í Birmingham sleppt úr fangelsi eftir ađ hafa setiđ saklausir inni í 17 ár dćmdir fyrir sprengjutilrćđi.    

Mars áriđ 1933 er sá sjötti sólarminnsti á Akureyri en sólin skein ţá í 44 stundir. Hitinn var rúmlega hálft annađ stig yfir međallagi á landinu en úrkoman var 21% fram yfir. Ekki hefur mćlst meiri úrkoma á Hólum í Hornafirđi í mars (frá 1931), 357 mm. Snjólag var 52%. Ţann 27. mćldist hitinn 15,2 stig á Hraunum í Fljótum sem ţá var jöfnun á landsmeti fyrir mars en hefur síđan margsinniđ veriđ slegiđ. Stefán skáld frá Hvítadal andađist ţann 7. Í Ţýskalandi gekk mikiđ á, Hitler var formlega veitt alrćđisvald, Göbbels  varđ ráđherra og fangabúđirnar í Dachau voru settar á fót. 

Sjöundi sólarminnsti mars er 1953 á Akureyri međ 50 sólskinsstundir. Ţetta er einn af allra úrkomumestu  marsmánuđum  međ mörgum mánađarmetum: Andakílsárvirkjun 437 mm, Síđumúli 271,9 mm, Blönduós, 149,5 mm, Nautabú 156,7 mm, Akureyri 142,8 mm, Sandur í Ađaldal 88,7 mm, Sámsstađur 382,2, mm og Hćll í Hreppum 301,1 mm. Hlýtt var í veđri, hátt upp í ţrjú stig yfir međallagi og er ţetta hlýjasti mars af ţeim tíu sólarminnstu á Akureyri. Fremur var snjólett, 50% snjóhula.

Ţann 5. dó illmenniđ Jósef Stalin og eđal tónskáldiđ Sergei Prókóféff. Um miđjan mánuđinn kom hingađ sćnski söngvarinn Snoddas og gerđi allt vitlaust úr hlátri fremur en hrifningu.    

Tíundi sólarminnsti mars á Akureyri er svo áriđ 1962 ţegar sólin skein í 52 klukkustundir. En ţetta er nćst sólríkasti mars í Reykjavík. Eins og greint er frá í pistlinum um sólríkustu marsmánuđi er ţetta ţurrasti mars sem mćlst hefur í Síđumúla í Borgarfirđi, Hellissandi, Lambavatni, Kvígindisdal, Hlađhamri, Barkarstöđum í Miđfirđi, Forsćludal, Nautabúi, Dalatanga, Hólum í Hornafirđi, Sámsstöđum, Hellu, Jađri, Ljósafossi og Ţingvöllum. Ţetta er snjóléttasti mars í Reykjavík en ţar og víđa á Reykjanesskaga var alautt allan mánuđinn.

Međalhiti tíu sólarminnstu marsmánađa í Reykjavík er 2,95 stig eđa 2 stig yfir međallaginu 1961-1990 og 1,6 yfir međallaginu 1931-1960 en 4,2 stig yfir međallagi tíu sólríkustu marsmánađanna! Á Akureyri er međalhiti samsvarandi mánađa -0,7 stig eđa hálft stig yfir međallaginu 1961-1990 en 0,4 stig undir međallaginu 1931-1960 og hálft stig undir međallagi tíu sólríkustu mánađanna ţar.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband