Sólríkustu marsmánuđir í Reykjavík

Eins og menn vita eru jafndćgur á vori seint í mars. Síđasta ţriđjung mánađarins er ţá sól á lofti meira en helming sólarhringsins. Međaltal sólskinsstunda í Reykjavík í mars 1961-1990 eru 111 klukkustundir.

Sólríkastur  mars í borginni er 1947 en ţá skein sólin í 218,3 klukkustundir. Veđur voru yfirleitt stillt og hćglát en köld, 2,7 stig undir međallaginu á landinu 1961-1990 sem hér er miđađ viđ um hita. Hćgviđriđ var ástand sem líka ríkti í febrúar en hann er einnig sá sólríkasti sem mćlst hefur í Reykjavík og sá sem mestan hefur haft mánađarloftţrýsting. Ţessi vetur, desember til mars, er reyndar sá sólríkasti sem mćlst hefur í Reykjavík međ tćpar 400 sólskinsstundir. Mikill snjó var víđa í mars  og á öllu norđanverđu landinu, frá Vestfjörđum til Djúpavogs mátti heita alhvítt. Úrkoman var lítil og mun ţetta vera einn af fimm ţurrustu marsmánuđum miđađ viđ úrkomuna 1930-2000, sem hér er gengiđ út frá, á ţeim örfáu stöđvum sem lengst hafa athugađ hana. Einkum var ţurrt á suđur og vesturlandi. Á Loftssölum viđ Dyrhólaey var úrkoman ekki mćlanleg og heldur ekki á Kirkjubćjarklaustri en 0,3 mm á Fagurhólsmýri og á ţessum stöđum er ţetta ţurrasti mars sem mćlst hefur og sömu sögu er ađ segja um Vík í Mýrdal,15,5, mm og  Hóla í Hornafirđi, 2,1 mm. Á sunnanverđu Snćfellsnesi hefur heldur ekki mćlst ţurrari mars, 11,1 mm á Arnarstapa. Úrkomudagar voru ađeins einn á Fagurhólsmýri, Hellissandi og Djúpavogi. Snjólag á landinu var 83% en međaltaliđ er  61% árin 1961-1990. Einna merkust tíđindi í ţessum mánuđi voru ţau ađ Heklugos hófst snemma morguns ţann 29.

Mars 1962 sló 1947 reyndar út í ţurrki. Hann er ţurrasti mars sem mćlst hefur á landinu. En hann er einnig sá nćst sólríkasti í Reykjavík ţar sem sólin skein í 193 stundir. Á Hólum í Hornafirđi mćldist sólskin í 234,8 stundir og er ţađ sólríkasti mars sem mćlst hefur á íslenskri veđurstöđ en Hólar voru í mars ađ međaltali sólríkasti stađurinn á ţeim fáu stöđum ţar sem sól var mćld árin 1961-1990 en ţá voru sólarstundirnar ţar ađ međaltali 116,8 klukkustundir. Í Reykjavík skein sólin 1962 yfir 10 stundir í 9 daga og aldrei veriđ fleiri og sex daga í viđbót 9-10 stundir. Alla ţessa daga var ţó svo kalt ađ ekki hlánađi allan sólarhringinn. Sólskin var jafnara í borginni í mars 1947 en ţá skein sólin ađeins ţrjá daga meira en 10 stundir en sex ađra í 9-10 stundir. Alls engin úrkoma mćldist á Stóra-Botni í Hvalfirđi í mars 1962 og er ţađ ţurrasti mars á veđurstöđ. Á ţeim stöđvum sem lengst hafa athugađ úrkomu á suđur og vesturlandi er ţetta ţurrasti mars sem mćlst hefur. Stykkishólmur var međ 2,5 mm (frá 1857), Reykjavík  međ 2,3 (1885 međ hléum) og Eyrarbakki einnig međ 2,3 mm (frá 1880 međ hléum). Á ýmsum öđrum stöđvum međ nokkuđ langa en ţó mislanga mćlingasögu er ţetta ţurrasti mars, svo sem í Síđumúla í Borgarfirđi, 0,6 mm, Hellissandi, 0,9 mm, Lambavatni,2,3 mm, Kvígindisdal, 2,5 mm, Hlađhamri 4,0 mm, Barkarstöđum í Miđfirđi, 1,6 mm, Forsćludal,  2,3  mm, Nautabúi, 2,8 mm, Dalatanga, 21,1 mm, Hólum í Hornafirđi, 2,1 mm, Sámsstöđum, 2,7 mm, Hellu,1,0 mm, Hćli í Hreppum, 0,6 mm, Jađri 1,3 mm og Ţingvöllum, 0,3 mm. Um miđbik norđurlands var úrkoma sums stađar nokkuđ mikil, mest 92,4 mm á Vöglum í Vaglaskógi. Ţetta er snjóléttasti mars í Reykjavík en ţar og víđa á Reykjanesskaga var alautt allan mánuđinn. Á landinu var snjólagiđ 50%. Loftvćgi mánađarins var hćrra en í nokkrum öđrum mars. Ţađ  var mest  1027,7 hPa á Galtarvita en minnst 1021,4 í Vestmannaeyjum. Ţann fyrsta mćldist loftvćgiđ á Galtarvita 1048,5 hPa. Bćđi 1962 og 1947 var loftţrýstingur óvenjulega hár yfir landinu og vestur af ţví ţó var nokkru mildara 1962, hitinn 2,4 stig undir međallagi. 

Mars 1937 er sá ţriđji sólríkasti í Reykjavík međ 183,3 sólarstundir. Hitinn var tvö stig undir međallagi. En úrkoman var lítil og er ţetta líklega einn af tíu ţurrustu marsmánuđum. Ekki hefur mćlst minni úrkoma í mars á Hvanneyri, ađeins 0,3 mm, svo og í Dölunum og Bolungarvík, 4,3 mm og einng á norđausturhorninu, á Raufarhöfn, 5,6 mm og í Bakkafirđi, 1,2 mm. Ansi kalt var stundum og fór frostiđ í -27,3 stig ţann 18. á Grímsstöđum. Fyrir norđan var yfirleitt alhvítt en snjólétt á suđvesturhorninu en snjólag á landinu var 75%.

Ţann 8. var fyrsta óperusýning á Íslandi ţegar flutt var óperan Systirin frá Prag eftir Wenzel Müller. Hann var ţekkt tónskáld um sína dag og er enn ţekkt nafn í Austurríki. Skíđalandsmót Íslands var haldiđ í fyrsta sinn ţ. 13. en Sundhöllin opnađi ţ. 23.     

Í mars 1979 skein sólin í Reykjavík 0,1 stund skemur en 1937. Á Akureyri er ţetta fimmti sólríkasti mars međ 118 sólarstundir. Ţetta er sólríkasti mars sem mćlst hefur á Sámsstöđum frá 1962, 191 stund, og á Reykjum í Ölfusi 1973-2000, 188 stundir og á Hveravöllum 1966-2004, 150 klukkustundir. Kannski er ţessi kuldalegi mánuđur sólríkasti mars á landinu í heild en 1965 ţá nćstur. En ţetta er fimmti kaldasti mars á landinu eftir mínum kokkabókum og sá kaldasti síđan 1919. Hitinn var meira en 4 stig undir međallaginu 1961-1990. Fyrsta hálfan mánuđinn hlánađi varla nokkurs stađar ađ heitiđ geti. Ţann 5. fór frostiđ í -26,5 stig á Ţingvöllum. Hámarkshiti í Reykjavík var sá lćgsti í mars, 3,5 stig. Hafís var fyrir norđurlandi og komst alveg suđur á Norđfjörđ. Úrkoman var ađeins minni en 1937 og víđast hvar var mjög ţurrt. Ekki hefur mćlst minni úrkoma í mars viđ Mjólkárvirkjun inn af Arnarfirđi, 2,8 mm, Ţórustöđum  í Önundarfirđi, 8,9 mm,  Skógum undir Eyjafjöllum, 37,3 mm  og á Hveravöllum, 10,2 mm. Snjólag var 87% á landinu, ţađ fimmta mesta í mars frá og međ 1924.  

Fimmti sólarmesti mars í höfuđborginni er 1934 ţegar sólin skein í 171 stund. Á Akureyri er ţetta fjórđi sólríkasti mars en ţar voru sólskinsstundirnar 118. Hitinn var um hálft stig undir međallagi en úrkoman um ţrír fjórđu af ţví. Snjólag var 76%. Nćst síđasta daginn hófst eldgos í Grímsvötnum og Skeiđarárhlaup var um svipađ leyti.

Sá topp tíu sólarmars í Reykjavík sem nćstur okkur er í tíma er 1999 en ţá skein sólin í 165 klukkustundir og er ţetta ţví sjötti sólríkasti mars í borginni. Hitinn var rúmlega eitt stig undir međallagi en úrkoman var um helmingur af međallaginu. Snjólag var 83% og hefur ekki orđiđ jafn mikiđ síđan í nokkrum mánuđi fyrir utan desember ţetta sama ár og í desember 2011.Í upphafi mánađarins dó hin vinsćla breska söngkona Dusty Springfield en í síđustu vikunni byrjađi  NATO ađ gera loftárásir í Júgóslavíu ţar sem menn voru ađ stríđa.     

Nćstur er mars 1951 međ 163,5 stundir af sól. Fannfergi var međ fádćmum norđanlands og austan í ţrálátri norđaustanátt og ţar var yfirleitt alhvítt allan mánuđinn en mikil svellalög voru víđa sunnanlands. Nyrst á Tröllaskaga hefur ekki mćlst meiri úrkoma í mars. Snjólag á landinu var 88% og hefur ekki orđiđ meira í mars nema árin 1989 (94%), 1990 (95%) og 1995 (89%). Hitinn var nćstum ţví ţrjú stig undir međallagi. Nćsti mars á undan, 1950, krćkir í níunda sćtiđ ađ sólríki međ 151 sólarstund. Ţetta er reyndar hlýjasti mars sem nćr inn á topp tíu listann fyrir sólríki í Reykjavík og var hitinn um eitt stig yfir međallagi en úrkoman liđlega ţrír fjórđu af ţví. Snjólag var 53%.             

Áriđ 1912 var sólskin mćlt á Vífilsstöđum en viđ teljum ţađ međ Reykjavík og ţessi mars nćr áttunda sćti međ 152 sólskinsstundir. Hitinn á landinu var nákvćmlega í međallagi. Ţann 12. mćldist minnsti loftţrýstingur sem mćlst hefur á landinu í mars, 939,9 hPa. Í lok mánađarins varđ pólfarinn Scott og föruneyti hans úti eftir ađ hafa náđ á suđurpólinn.  

Tíundi sólarmesti mars í höfuđborginni er 1941 međ 150 sólskinsstundir. Ţetta var fremur hlýr mánuđur, svipađur eđa örlítiđ kaldari og 1950. Úrkoman á ţeim stöđvum sem lengst hana athugađ var hins vegar í rösku međallagi og raunar  svipuđ og 1912 og 1951. Snjólag á landinu var ađeins 44%, ţađ minnsta í ţessum tíu sólríkustu  marsmánuđum í Reykjavík. Ţann annan fórust ţó tvćr telpur í snjóflóđi viđ Ísafjörđ. Í Kvígindisdal viđ Patreksfjörđ var alautt allan mánuđinn.

Ýmislegt gekk á í heiminum og ekki allt vegna styrjaldarinnar. Ţann fyrsta fórust til dćmis tíu ţúsund manns í jarđskjálfta í Grikklandi. En styrjöldin var í fullum gangi og ţ. 10. var Reykjaborgin skotin í kaf og fórust ţar 13 en tveim var bjargađ. Annar ţeirra bjó reyndar í húsinu ţar sem bloggarinn átti heima sem unglingur. Og daginn eftir var skotiđ á línuveiđarann Fróđa ţar sem fimm létust.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband