25.3.2013 | 18:42
Sólríkustu marsmánuðir á Akureyri
Á Akureyri er mars 1996 sá sólríkasti með 154,1 sólarstund en meðaltalið 1961-1990 er 76,7 stundir. Við Mývatn var þó enn meiri sól, 182 klukkustundir. Alls staðar var sólríkt. Þetta var hlýr mánuður og snjóléttur. Snjólag var 29% Hitinn var tvö og hálft stig yfir meðallagi á landinu og sjaldan því vant í mars var hann hálfu stigi meiri á Akureyri en í Reykjavík og hafa aðeins sjö marsmánuðir verið hlýrri á Akureyri en 13 á landinu frá 1866. Úrkoman var rétt yfir meðallagi á landinu en mjög þurrt var víða á norðausturlandi og er þetta þurrasti mars sem mælst hefur í Grímsey, 4,8 mm, Tjörn í Svarfaðardal,1,2 mm, Lerkihlíð í Fnjóskadal, 4,3 mm, Mýri í Bárðardal,0,4 mm, Sandi, 1,7 mm, Staðarhóli í Aðaldal, 4,7 mm og á Grímsstöðum á Fjöllum, 0,4 mm.
Í þessum mánuði stóðu hinar hatrömmu deilur milli Flóka Kristinssonar sóknarprests í Langholtskirkju og organistans Jóns Stefánssonar. Kúariðan geisaði í Bretlandi og þ. 28.tilkynti enginn annar en Ólafur Ragnar Grímsson um það að hann byði sig fram til forsetakjörs.
Næstur er mars 1965 en þá skein sólin í 124 stundir í höfuðstað norðurlands. Á Reykhólum mældist aldrei sólríkari mars meðan mælt var 1958-1986, 165,6, klukkustundir og heldur ekki á Hallormsstað 1953-1989, 134 stundir. Þetta var reyndar fyrsti mánuður hafísáranna fyrir alvöru og náði ísinn lengst suður að Berufirði. Kalt var í veðri. Hitinn var tæp tvö stig undir meðallaginu. Svo var þurrt að mánuðurinn er á miðjum topp tíu listanum yfir þurrka. Ekki hefur mælst þurrari mars á Hrauni á Skaga, 5,0 mm, og við Grímsárvirkjun á austurlandi, 9,1 mm. Í blálokin gerði sjaldgæf hlýindi sem voru mest á suður og vesturlandi. Síðasta daginn komst hitinn í 17,9 stig á Sámsstöðum sem er lang mesti hiti sem mælst hefur á suðurlandi í mars. Fremur snjólétt var í þurrkinum og kuldanum en snjólagið var 42%.
Víetnamstríðið var að hefjast af fullu krafti í þessum mánuði. Fyrsta gervitunglamyndin var Íslandi birtist seint í mánuðinum en nokkru áður var fyrsta geimgangan og Hljómar frá Keflavík gáfu út sína fyrstu hljómplötu.
Þriðji sólríkasti mars á Akureyri er 1960 þegar sólin skein í 121 stund en þetta er aftur á móti sólarminnsti mars á Hólum í Hornafirði frá 1950, 55,4 stundir. Tíðarfarið var talið afbragðsgott eftir fyrstu vikuna og allt árið sem á eftir fór var mikið gæðaár. Snjólag var 39%, úrkoman var nokkuð yfir meðallag en hitinn var 2,7 stig yfir því. Þann 25. var fyrst haldið upp á alþjóðlega veðurdaginn. Elvis var leystur úr herþjónustu þ. 5 en tveimur dögum áður fór bandaríski landherinn frá Íslandi. Bresk herskip héldu svo úr landhelginni um miðjan mánuðinn.
Fjórða og fimmta sólríkasta marsmánaðar á Akureyri, 1934 og 1979, hefur áður verið getið hér að framan en þeir voru þeir fimmtu og fjórði sólríkasti í Reykjavík.
Mars 1976 er sá sjötti sólarmesti fyrir norðan en þá skein sólin í 110 klukkustundir á Akureyri en á Reykhólum mældist aldrei minni sól í mars, 44 stundir. Hitinn var um eitt og hálft stig yfir meðallagi en úrkoman var feiknarlega mikil á landinu og er þetta næst úrkomusamasti mars á þeim fáu stöðvum sem lengst hafa athugað úrkomu (metið er mars það sögufræga ár 1918). Á Akureyri sjálfri var úrkoman þó minni en í meðallagi. Mest var úrkoman hins vegar á Fljótsdalshéraði. Á Skriðuklaustri var hún sjö og hálf meðalúrkoman sem þá var miðað við á Veðurstofunni, 195,1 mm. Ekki hefur þar mælst úrkomusamari mars og ekki heldur á Hallormsstað, 292,6 mm, Grímsárvirkjun, 251,0 mm og Brú á Jökuldal, 103,7 mm. Hins vegar var met úrkomuleysi á Hólum í Hjaltadal, 6,3 mm og á Vopnafirði, 5,2 mm. Snjólag var 55% á landinu. Þann annan fórst vélbáturinn Hafrún við Reykjanes með 8 mönnum. Lögreglan hélt blaðamannafund um Geirfinnsmálið þ. 24. rétt eftir að herforingjar höfðu tekið völdin í Argentínu.
Árið 1982 voru 110 sólskinsstundir á Akureyri sem gerir mánuðinn þann sjöunda sólríkasta. Alls staðar var nokkuð sólríkt. Hitinn á landinu var hálft stig yfir meðallagi en úrkoman mátti heita í meðallagi. Eins og í mars 1976 var úrkoman tiltölulega mest á Fljótsdalshéraði, þrjú og hálf meðalúrkoma á Hallormsstað. Snjólagið var 69% og er þetta eini marsmánuðurinn af þeim tíu sólríkustu á Akureyri sem snjólag á landinu var yfir meðallaginu 1961-1990.
Mars 2005 er sá áttundi sólríkasti á Akureyri með 109 sólarstundir. Landshitinn var mjög svipaður og 1960 en úrkoman miklu minni og náði aðeins meðallagi á stöku stað. Mjög snjólétt var, 23%, sem gerir mánuðinn fjórða snjóléttasta mars frá 1924 á eftir 1929, 1964 og 1963, en árin 2003 og 2004 var snjólagsprósentan 24 og 25%. Þrír snjóléttir marsar í röð! Í lok mánaðarins kom Bobby Fischer til landsins sem íslenskur ríkisborgari en um miðjan mánuðinn hélt stórsöngvarinn Placido Domingo tónleika í Egilshöll.
Níundi sólarmesti mars á Akureyri er 1928 þegar sólin skein í 109 klukkustundir en 130 í Reykjavík. Hitinn á landinu var heilt stig yfir meðallagi en úrkoman kringum meðallagið. Hægviðrasamt var og snjólítið. Sjólagstalan var 39%. Þann 17. Fórst bátur frá Vogum með sex mönnum. Síðasta dag mánaðarins hóf vikublaðið Fálkinn göngu sína og var mjög vinsælt næstu áratugina.
Neðst á topp tíu listanum yfir sólríkustu marsmánuði á Akureyri er svo árið 1974 en þá voru sólarstundirnar þar 106 en aðeins 65 í Reykjavík. Þetta er hlýjasti mars á landinu af þeim tíu sólríkustu á Akureyri og var hitinn um 3,8 stig yfir meðallagi sem gerir hann að sjöunda hlýjasta mars en fimmta hlýjasta á Akureyri sjálfri. Úrkoman var næstum því eins mikil og 1976 og er þetta þar með þriðji úrkomumesti mars á landinu ef miðað er aðeins við þær örfáu stöðvar sem allra lengst hafa mælt úrkomu. Á nokkrum stöðvum voru þó sett þurrkamet í mars, Skeiðsfossvirkjun í Fljótum, 24,9 mm, Reykjahlíð við Mývatn, 0,2 mm og á Mánárbakka, 2,3 mm. Úrkomumet komu aftur á móti í Stóra-Botni í Hvalfirði,298,2 mm, Hamraendum í Dölum,141,1, mm, Mjólkárvirkjun, 248,1 mm, Þingvöllum, 280 mm og Hveravöllum, 160,9 mm. Snjólag var 33% á landinu. Á eftir þessum mánuði kom svo hlýjasti apríl sem mælst hefur og hafði það jafnframt af að vera sá sólarminnsti í Reykjavík.
Þann þriðja fórst þota við París með 346 manns og var það þá mannskæðasta flugslys sögunnar en þ. 21 hófst undirskriftarsöfnun Varins lands um það að varnarliðinu væri ekki vikið úr landi.
Meðalhiti tíu sólríkustu marsmánuðir á Akureyri er -0,2 stig eða heilt stig yfir meðallagi marsmánaða 1961-1990 en 0,1 yfir meðallaginu 1931-1960. Í Reykjavík er meðalhiti tíu sólríkustu mánaðanna -1,2 stig, nákvæmlega heilu stigi kaldari en samsvarandi mánuðir á Akureyri og 1,6 undir meðallaginu 1961-1990 en 2,6 undir meðallaginu 1931-1960.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.