29.4.2013 | 18:56
Sólríkustu aprílmánuðir
Apríl árið 2000 er efalaust sólríkasti apríl á landinu síðan byrjað var að mæla sólskin. Hann er sólríkasti apríl alls staðar þar sem mælt var, í Reykjavík, Akureyri, Hólum í Hornafirði, Sámsstöðum í Fljótshlíð, Reykjum í Ölfusi, Hveravöllum og við Mývatn. Enginn mánuður ársins hefur slegið jafn mörg met á einu sólskinsbretti! Á Reykhólum, á Melrakkasléttum og á Hallormsstað, þar sem lengi var mælt sólskin, var búið að leggja sólskinsmælingar niður þetta ár.
Í Reykjavík skein sólin í 242,3 stundir en meðaltalið 1961-1990 er 140 klukkustundir. Á Akureyri skein sólin í 196,3 stundir en meðaltalið er 129,8. Við Mývatn skein sólin í 200,2 stundir. Að jafnaði eru sólskinsstundir um það bil 20 stundum fleiri við Mývatn en á Akureyri í apríl. Á Hólum í Hornafirði var sólskin í 265,1 stund og hefur hvergi á veðurstöð mælst eins mikið sólskin í aprílmánuði. Sólin á Sámsstöðum var í 255,3 stundir en 237,5 á Reykjum. Á Hveravöllum skein sólin í 261,4 stundir. Og merkilegt nokk virðast Hveravellir vera sólríkasti staðurinn þar sem sólskin hefur verið mælt á landinu, 149 klukkustundir að jafnaði árin 1966 til 1990, 12 stundum fleiri en í Reykjavík á sama tíma og 4 stundum meira en á Hólum en þessir tveir staðir eru þeir sem næstir koma Hveravöllum sömu árin. Ekki hafa í Reykjavík komið fleiri dagar í nokkrum apríl með tíu klukkustunda sólskini eða meira en þeir voru 15 og aldrei hafa fleiri slíkir dagar komið í röð, 12 dagar, frá þeim 14. til hins 25. Þann 13. var sólarlaust en 11. og 12. skein sólin í meira en tólf stundir. Alla þessa daga nema þrjá var meðalhitinn þó undir frostmarki. Síðdegishitinn var 2-5 stig en næturfrostin 3-7 stig. Fór þetta ástand afar illa með gróður. Á Sámsstöðum og Reykjum i Ölfusi skein sól meira en tíu daga samfellt í 15 daga, frá hinum 11. til hins 25. Hitinn var í svalara lagi, 1,1 stig undir meðallaginu á landinu 1961-1990 þeirra stöðva er lengst hafa athugað. Úrkoman var svo lítil að mánuðurinn er kyrfilega meðal topp fimm aprílmánaða sem þurrasti hafa verið á þeim örfáu stöðvum sem lengst hafa athugað úrkomu, ekki mikið meira en einn fjórði af meðalúrkomunni 1931-2000 sem hér er alltaf miðað við í þessum sólarpistlum. Snjólagið á landinu var 40% en meðaltalið 1961-1990 er 43%.Í þessum bjarta mánuði sigraði Gary Kasparov á skákmóti á Íslandi.
Næsti apríl, 2001, er sá sjötti sólríkasti i höfuðborginni með 212, 5 sólskinsstundir. Fjórtán daga skein sólin meira en 10 stundir en þó ekki aldrei fleiri en þrjá í röð. Kalt var framan af en hlýnaði upp úr miðjum mánuði. Hitinn var 0,3 stig yfir meðallagi en úrkoman í rétt tæpu meðallagi. Snjólag var 42%.
Apríl 1924 er aftur á móti sá næst sólríkasti í Reykjavík með 225 stundir. Hann var um hálfu stigi kaldari á landinu en árið 2000 en úrkoman var liðlega helmingurinn af meðallaginu. Snjólag var 52%. Um miðjan mánuð snjóaði allmikið á suður og vesturlandi. Snjódýpt var 17. cm í höfuðborginni 17.-18. og fyrri daginn 27 cm á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Bátur með með 8 mönnum fórst þ. 14. undan Stöðvarfirði. Þann fyrsta var Adolf nokkur Hitler dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir landráð en sat inni skamma hríð.
Þriðji í röðinni er apríl árið 2006 þegar sólin skein í 219,5 stundir. Hitinn var rétt aðeins undir meðallagi á landinu og úrkoman örlítið meiri en í meðallagi. Á Kirkjubæjarklaustri mældist meiri hiti en mælst hefur þar í apríl, 17,9 stig þann 28. en sama dag mældust 18,9 stig á Kollaleiru í Reyðarfirði. Veður þótti nokkuð rysjótt í þessum mánuði. Snjólag á landinu var 44%. Moggabloggið byrjaði þann fyrsta!
Þurrasti apríl á landinu er talin vera árið 1935 en þá rétt skeið úrkoman í að vera einn fjórði af meðallaginu. Á Hólum í Hornafirði hefur ekki mælst minni úrkoma i apríl, 3,5 mm (frá 1931). Þar hefur heldur ekki mælst meiri hiti en kom þar þann 27.en þá mældust 17,1 stig. Hitinn var 0,6 stig undir meðallagi á landinu. Og þetta er fjórði sólarmesti apríl í Reykjavík en sólin skein í 215 stundir. Snjólag var 47%. Næsti mánuður á eftir, maí, reyndist hlýjasti maí sem mælst hefur á landinu.
Fimmti sólríkasti apríl í Reykjavík er 1994 þegar sólin skein í 214 stundir. Bæði á Hólum í Hornafirði og Sámsstöðum í Fljóthlíð er þetta næst sólríkasti apríl. Úrkoman var rösklega helmingur af meðallaginu á landinu en hitinn 0,8 stig undir. Snjólag var nokkuð mikið, 57% og tók snjó lítið upp. Snjóflóð ollu miklu tjóni á sumarbústaðasvæði við Ísafjörð þ.5 og einn maður fórst í því.
Apríl 1999 er sá sjöundi sólríkasti í Reykjavík með 210 sólskinsstundir. Og þetta er fjórði sólríkasti apríl á Akureyri þar sem sólin skein í 165 klukkustundir. Sólríkt var alls staðar. En fremur var kalt, Hitinn var 0,3 stig undir meðalagi en úrkoman 68% af meðallaginu. Snjólag var 57%. Upp úr miðjum mánuði var snjódýptin 177 cm við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum. Einn maður fórst í snjóflóði á Ströndum þann þriðja.
Áttundi sólríkasti apríl í höfuðborginni er 2008 með 207 stunda sólskini. Hitinn var hálft stig yfir meðallaginu en úrkoman var nákvæmlega helmingurinn af henni á þeim fáu stöðvum sem allra lengst hafa athugað. Snjólag var 47%. Níunda sætið í sólríki höfuðstaðarins skipar apríl 1948. Þá var sól í 199 stundir. Úrkoman mátti heita nákvæmlega í meðallagi en hitinn var 1,2 stig undir meðallagi. Á Suðureyri kom hitamet í apríl, 14,5 þ. 23. en það er þó heilu stigi lægra en marsmetið á sama stað sem sett var mánuðinn á undan. Á Gjögri kom einnig aprílmet þennan dag, 14,9 stig. En hlýjast varð þó í Síðumúla í Borgarfirði, 15,5, stig. Snjólag var 41% á landinu.
Apríl 1925 krækir í tíunda sólskinssætið í Reykjavík með 197,5 sólskinsstundir. Það er kannski hálf undarlegt því aðeins hefur tvisvar mælst meiri úrkoma í apríl í bænum en hún var 135,4 mm. Aðeins í Vestmannaeyjum mældist lítið eitt meiri úrkoma (0,1 mm!) og er sjaldgæft að Reykjavík megi heita úrkomusamasta veðurstöð landsins í apríl. Hitinn á landinu var 0,4 stig undir meðallaginu 1961-1990 en úrkoman var um einn fjórða fram yfir. Snjólag var 48%.
Sólríkasta apríl á Akureyri hefur þegar verið getið, árið 2000. Næst sólríkasti apríl þar er hins vegar árið 1981 en þá skein sólin í 184,5 stundir. Þetta var hlýr mánuður þó kólnað hafi undir lokin, hitinn heilt stig yfir meðallaginu en úrkoman var nokkuð yfir meðallagi. Snjólag 34%. Eldgos var Í Heklu dagana 9. til 16. en sagt er að það hafi verið framhald gossins í ágúst árið áður en ekki sjálfstætt gos. Hræddur er ég samt um að flestum hafi þó bara fundist það hafa verið frjálst og óháð gos! Þann 19. kom Kambanes á óvart með því að mæla 18,1 stigs hita en þetta er eitthvert armasta útnes og náströnd á landinu.
Apríl 1934 er sá þriðji sólríkasti með 180 sólskinsstundir. Hitinn var 0,4 stig yfir meðallaginu en úrkoman var um þrír fjórðu af meðallagi. Ekki hefur mælst þurrari apríl á Raufarhöfn, 4,7 mm (frá 1933). Snjólag á landinu var 37%. Eldgos sem hafði hafist í Grímsvötnum 30. mars hélt áfram fram í miðjan þennan mánuð. Þann 24. mældist vindhraði á Washingtonfjalli í Bandríkjunum 87 m/s.
Fimmti sólríkasti apríl á Akureyri er 1957 þegar sólin skein í 163 stundir. Á Hallormsstað skein sólin í 219 stundir og þar er þetta sólríkasti apríl sem þar mældist 1953-1989. Hitinn var 2,2 stig yfir meðallagi á landinu og er þetta að mínu tali tíundi hlýjasti apríl. Úrkoman var um einn fjórða fram fyrir meðallagið en snjólagið var 27%. Elvis var á toppnum á vinsældalistanum í Bandaríkjunum með All shook up.
Apríl 1978 er sá sjötti í röðinni á Akureyri en sólskinið mældist þá 161 stund. Hitinn var heilt stig yfir meðallagi en úrkoman var minna en helmingurinn af meðallagi þar sem hún hefur lengst verið athuguð. Á Skriðuklaustri og við Grímsárvirkjun var úrkoman ekki mælanleg og er það minnsta úrkoma sem mælst hefur á íslenskum veðurstöðvum í apríl, ásamt Húsavík árið 1941. Allvíða norðanlands og austan voru sett þurrkamet í apríl, svo sem við Skeiðsfossvirkjun, 14, 2 mm (frá 1971), Hólum í Hjaltadal 6,8, (1957-1990), Grímsey 5,8 mm (frá því á stríðsárunum), Þorvaldsstöðum í Bakkafirði 2,8 mm (1924-1995), Vopnafirði 2,9 mm (1965-1993) og Dratthalastöðum, 1,1 m (1965-1999). Snjólag á landinu var 30%. Loftvægi var með mesta móti. Í Reykjavík hefurþað aðeins verið meira í apríl 1929 og 1973.
Þrír sólríkir aprílmánuðir komu á Akureyri á hafísísárunum.
Í apríl 1966 skein sólin þar í 159 klukkustundir sem gerir hann að sjöunda sólríkasta apríl. Ekki var kalt, hitinn 0,4 stig yfir meðallaginu. Fremur var úrkomusamt, um 20% fram yfir meðallagið. Fyrir norðan voru mikil snjóalög en snjólag var annars 47% á landinu. Smávegis hafís var fyrir norðurlandi.
Þann 4. ,,týndist Þórbergur og var auglýst eftir honum. Hann reyndist hafa dottið í það heima hjá kunningja sínum. Margir óttuðust að eitthvað hafi komið fyrir meistarann. Og fræg er sagan að þegar hann kom heim hafi Margrét kona hans sagt: Að þú skulir bara voga þér að koma lifandi heim Þórbergur! (En ætli þetta sé ekki nú bara þjóðsaga).
Hafísinn var miklu meiri í apríl 1967 sem er sá tíundi sólríkasti á Akureyri en þá mældist sólskinið 155,8 stundir. Snjólag var 49% á landinu en þann fyrsta mældist snjódýptin á Raufarhöfn 205 cm. Apríl 1968, skipar svo áttunda sætið á Akureyri að sólríki. Þá skein sólin í 156,2 stundir. Úrkoman var aðeins minni en 1966 en það var miklu kaldara, hitinn 0,9 stig undir meðallagi en úrkoman rétt fram yfir meðallagið. Hastarlegt kuldakast hafði skollið á í lok mars og aðfaranótt 1. apríl mældist víða mesta frost sem mælst hefur í apríl, svo sem -16,4 stig Reykjavík, -21,2 stig á Hólmi við Rauðhóla, -23,1 á Hvanneyri, -20,0 í Síðumúla í Borgarfirði og -18,2 stig á Akureyri, -16,9 í Vík í Mýrdal og Vestmannaeyjum. Mesta frostið var þó -27,9 stig stig á Hveravöllum, -26,6 á Grímsstöðum og -24,4 stig á Vöglum í Vaglaskógi. En það myndi æra óstöðuga og kulvísa að telja upp öll kuldametin sem komu þennan dag. Snjólag var 45%. Raufarhöfn var enn í nokkru snjóastuði og þar mældist snjódýptin 180 cm fyrstu þrjá dagana. Hvað er fólk að kvarta um snjó og vetrarríki í þeim apríl sem nú er að líða! Í þessum mánuði var Martin Luther King myrtur og klukkunni á Íslandi var flýtt um klukkustund allt árið.
1941 er sá níundi sólríkasti á Akureyri með 156 sólskinsstundir. Hitinn var um 1,7 stig yfir meðallagi en úrkoman aðeins liðlega helmingur af meðallaginu 1931-2000. Hún var sérstaklega lítil fyrir norðan. Hún var ekki mælanleg á Húsavík og Fagradal í Vopnafirði. Svo litil úrkoma á veðurstöð í apríl hefur ekki mælst nema á Skriðuklaustri og Grímsárvirkjun 1978. Ekki hefur mælst þurrari apríl á Akureyri, 5,1 mm (frá 1928), Sandi í Aðaldal, 0,5 mm (1935-2004), Nautabúi í Skagafirði 3,2 mm (1935-2004) og við Blönduós, 3,0 mm (1932-2003). Mjög var snjólétt á landinu, snjólagið var aðeins 23%. Mánuðurinn byrjaði æði kuldalega því -21,0 stig mældust þann 3. Á Grímsstöðum og -20,0 í Reykjahlíð en aftur á móti mældust 17, 1 þ. 24. á Sandi.
Viðbót: Apríl 2013 reyndist vera næst sólrikasti apríl í Reykajvík með 226,1 klukkustund. Það er þó mál manna að þetta hafi að flestu leyti verið skítamánuður!
Meginflokkur: Veðurfar | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 4.5.2013 kl. 16:16 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.