Sólskinspistlar

Nú hef ég lokið við að blogga um mesta og minnsta sólskin í öllum mánuðum. Ég byrjaði síðasta vor á maí og setti inn apríl í dag.

Hér er fyrir neðan er bein vísun á alla pistlana. Líka er hægt að komast að þeim gegnum EFNISYFIRLIT UM VEÐUR sem alltaf er uppi á forsíðunni og þar sem líka er hægt að finna ýmis konar annað veðurgúmmelaði. Smávegis endurskoðun og leiðréttingar er nú í gangi á sumum pistlanna.

Jú, ég veit að þetta er oft langur lestur og leiðinlegur. En við leyfum okkur það hér á Allra veðra von þar sem skrifað er fyrir hina tíu veðurréttlátu. Skemmtiefni geta menn nálgast í pólitíkinni! Þessi manísku veðurskrif mín ná náttúrlega engri veðurátt en það er við netið og Moggabloggið að sakast! Það gerir auðvelt að koma því á framfæri sem maður er að taka saman fyrir sjálfan sig. 

Tekið skal fram að þegar talað er um frávik hita á landinu er miðað við meðaltal þeirra 9 stöðva er lengst hafa athugað fyrir árin 1961-1990. Úrkoman er aftur á móti miðuð við meðaltal þeirra fimm stöðva sem lengst hafa athugað árin 1931-2000. Stundum er þetta tekið fram í sjálfum pistlunum. Þetta er gert aðeins til viðmiðunar um þessa veðurþætti, svo menn geti við eitthvað miðað en sólin er hér aðalatriðið. Pistlarnir voru skrifaðir á árstímabili og hafa ekki alveg verið samræmdir. Heimildirnar fyrir þessu eru aðallega Veðráttan, Veðurfarsyfirlit (sem Veðurstofan gefur út mánaðarlega), vefsíða Veðurstofunnar og ritið Veður á Íslandi í 100 ár eftir Trausta Jónsson frá 1993.

Sólríkustu skammdegismánuðir. 

Sólarlítið skammdegi. 

Mest sólskin í febrúar.

Minnst sólskin í febrúar.

Sólríkustu marsmánuðir í Reykajvík. 

Sólríkustu marsmánuðir á Akureyri.

Sólarminnstu marsmánuðir. 

Sólríkustu aprílmámuðir. 

Sólarminnstu aprílmánuðir. 

Sólríkir maímánuðir. 

Sólarsnauðir maímánuðir.

Sólríkustu júnímánuðir. 

Sólarminnstu júnímánuðir.

Sólríkustu júlímánuðir. 

Sólarminnstu júlímánuðir. 

Sólríkustu ágústmánuðir.

Sólarminnstu ágústmánuðir. 

Sólríkustu septembermánuðir. 

Sólarminnstu septembermánuðir. 

Sólríkustu októbermánuðir. 

Minnst sól í október. 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband