Sólarminnstu septembermánuđir

September 1943 er sá sem bođiđ hefur upp á minnst sólskin í Reykjavík frá 1911 međ 40 sólskinsstundir en međaltaliđ 1961-1990 er 125 klukkustundir. Og hann er sá ţriđji sólarminnsti á Akureyri međ 34 stundir. En sumariđ í heild, júní til september, er ţađ sólarslakasta sem mćlst hefur á Akureyri frá 1928. Auk ţess var veturinn og áriđ 1943 ţađ sólarrýrasta sem ţar hefur mćlst. Í síđustu viku mánađarins kom mikiđ hríđarveđur fyrir norđan. Jörđ varđ reyndar hvít líka sums stađar á Snćfellsnesi og á Vestfjörđum. Snjólag var 7% á landinu og hefur ađeins veriđ meira árin 1954 og 2005.  Hitinn var í međallaginu 1961-1990 en úrkoman langt yfir međallaginu 1931-2000 en eins og áđur í ţessum sólskinspistlum er miđađ viđ ţessi međaltöl svo einhver viđmiđun sé notuđ um ţađ hvernig mánuđurnir sem sagt er frá komu út í hita og úrkomu. Á Mćlifelli í Skagafirđi mćldist úrkoman 172 mm og hefur aldrei mćlst önnur eins  septemberúrkoma á veđurstöđvum ţar í grennd.  Ţetta voru ţó smámunir miđađ viđ úrkomuna á Horni í Hornvík á Ströndum sem var 442 mm. Á Blönduósi var einnig met úrkoma, 123 mm. Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness kom út ţann 4. en heimsstyrjöldin stóđ sem hćst.   

Sólarlakasti september á Akureyri er hins vegar áriđ 1988, 24 klukkustundir, en međaltaliđ er 85 stundir árin 1961-1990. Á Melrakkasléttu mćldust sólskinsstundir ađeins 19 og er ţađ minnsta sólskin sem mćlst hefur í september á íslenskri veđurstöđ. Á Hallormsstađ voru sólskinsstundirnar 33 og voru ţar ađeins  fćrri í september 1981. Á Dalatanga hefur ađeins einu sinni mćlst meiri úrkoma í september (frá 1938). Ţar fór hitinn í 25,8 stig ţann 14. sem er nćst mesti septemberhiti sem mćlst hefur á  landinu. Sama dag fór hitinn í 24,5 stig á Neskaupstađ. Snjólag  var 5% á landinu. 

Fyrir 1920 komu fjórir septembermánuđir sem ná inn á lista yfir ţá tíu sem hafa minnst sólskin í Reykjavík. Á ţessum árum, áđur en Veđurstofan var stofnuđ, voru sólskinsmćlingarnar reyndar á Vífilsstöđum.  

September 1912 er sá annar sólarminnsti međ 39 sólskinsstundir. Ţetta var úrkomusamur mánuđur, meira en 50% yfir međallaginu á landinu en vel  hlýr, heilt stig yfir međallaginu. Á austurlandi féllu skriđur í fyrstu vikunni vegna mikilla rigninga. Nćsti september, 1913, er sá áttundi sólarminnsti međ 71 sólarstund.  Ţađ var fremur  hlýtt, hitinn meira en hálft stig yfir međallagi og úrkoman nokkuđ undir ţví. Áriđ 1916 var landshitinn sá sami og 1913 og úrkoman mjög svipuđ. Sólin í Reykjavík skein 69 stundir sem gerir hann sjöunda sólarminnsta september. Um miđjan mánuđ kom mikiđ norđanáhlaup međ brimi sem olli tjóni á Siglufirđi. September 1919 var ólíkur ţessum mánuđum. Hann var kaldur, heilt stig undir međallagi, og úrkoman var ennţá  minni, um ţrír fjórđu af međallaginu. Óţurrkar voru ţó á norđausturlandi. Sólin skein í 61 stund í höfuđstađnum og er ţetta ţar fimmti sólarsnauđasti september. Ţann 3. var í fyrsta skipti flogiđ á Íslandi en ţ. 10. var austurríska keisaradćmiđ lagt formlega niđur. 

Á fjórđa áratugnum komu tveir septembermánuđir sem eru á topp tíu listanum á Akureyri fyrir sólarleysi. Áriđ 1934 voru sólskinsstundirnar ţar  55 og er ţetta áttundi sólarrýrasti september. Hitinn var meira en heilt stig yfir međallagi á landinu og úrkoman var meira en 50% yfir ţví. Einstaklega úrkomusamt var á Kjörvogi á Ströndum, 268 mm, og hefur á veđurstöđvum ţar í grennd aldrei mćlst jafn mikil úrkoma í september eđa nokkrum öđrum mánuđi ársins. Litlu minni úrkoma var á útskögum allt frá austfjörđum norđur og vestur um til Stranda. Ţetta var austanátta september. 

Í september 1935 skein sólin 57 stundir á Akureyri og gerir ţađ mánuđinn níunda sólarminnsta september ţar. Mánuđurinn var lítiđ eitt kaldari á landinu en áriđ áđur en úrkoman var miklu minni, náđi ekki ţremur fjórđu af međallaginu. Sérstaklega var ţurrt á suđvesturlandi og er ţetta ţurrasti september sem mćlst hefur í Stykkishólmi (frá 1857) og í Reykjavík.  Á síđast talda stađnum  voru sólarstundirnar 130 og međalhitinn 9,2 stig og mun ţetta vera međ ljúfari septembermánuđum í höfuđborginni. Úrkoman á Vestfjörđum var einnig sjaldgćflega lítil. Ţann 15 voru gyđingar í Ţýskalandi sviptir mannréttindum međ alćrmdri lagasetningu.  

Á fyrsta hernámsárinu, 1940, mćldust sólskinsstundirnar 60,5 stundir á Akureyri og er hann ţar međ sá ellefti sólartćpasti. Hitinn á landinu  var rúmlega eitt stig undir međallagi en úrkoman var ađeins ríflega helmingur af međalúrkomu og tel ég mánuđinn sjöunda ţurrasta september. Ţađ var í ţessum mánuđi, svo seint sem ţann 24., sem dularfullur atburđur gerđist á Teigarhorni viđ Berufjörđ. Í Veđráttunni stendur: "Ţ. 24. Milli kl. 15 og 16 kom hitabylgja á Berufirđi og fannst hún einnig af sjómönnum á miđum úti af firđinum. Hámarksmćlir á Tgh. Sýndi 36° ţenna dag." Ţessi tala hefur ţó síđar veriđ strikuđ út  á Veđurstofunni. Klukkan 14 var hitinn 13.1 stig á stöđinni. En hvađ fundu sjómennirnir?! Ćtla menn ađ hetjur hafsins fari međ rugl?! Mjög ţurrt var ţennan mánuđ á Teigarhorni, 13,9 mm, og hefur ađeins tvisvar veriđ ţar ţurrviđrasamara í september (frá 1873). Mikiđ kuldakast gerđi snemma í mánuđinum og setti niđur snjó fyrir norđan kringum ţann 10. en ţann 7. var hámarkshitinn i Reykjavík ađeins 4,9 stig sem er algjört met ţann dag. Međalhitinn hefur ţá ekki veriđ ţar mikiđ meiri en ţrjú og hálft stig sem er líka einsdćmi svo snemma i september í Reykjavík, a.m.k. síđan Veđurstofan var stofnuđ 1920.       

September 1945 er sá tíundi sólarminnsti á Akureyri en ţá skein ţar sólin í 58 stundir en 87 í Reykjavík. Ţađ var svo úrkomusamt ađ úrkoman var um 80% umfram međallagiđ og er ţetta sjötti úrkomusamasti september á landinu ađ mínu tali. Mjög úrkomusamt var á suđausturlandi og hefur ekki mćlst votari september á Fagurhólsmýri, 372 mm, (frá 1922) né á Kirkjubćjarklaustri, 444 mm (frá 1931).  Tónsnillinganrir hrundu niđur ţennan mánuđ. Anton von Webern var skotinn til bana af slysni ţ.15. en Béla Bartók dór úr hvítblćđi ţ. 26. 

Áriđ 1949 var september sá fjórđi sólarsnauđasti í Reykjavík međ 59 sólarstundir en 71 á Akureyri. Hitinn var hálft annađ stig yfir međalagi og úrkoman í rösku međallagi. Ţađ er annars merkilegast viđ ţennan mánuđ ađ ţá mćldist mesti hiti á landinu sem mćlst hefur í september, 26,0 stig ţann 12. á Dalatanga á austfjörđum. Um morguninn var sólarhringsúrkoman í Kvíginindisdal viđ Patreksfjörđ 105 mm. Ţann 8. dó enn einn tónsnillingurinn, Richard Strauss, síđasti dínósár 19. aldarinnar í tónlist.

Á ţví góđa ári 1953  sem skartađi 8. hlýjasta september á landinu var hann ţó sá sjötti sólarrýrasti í Reykjavík međ 68 sólskinsstundir. Hitinn var um tvö og hálft stig yfir međallagi en úrkoman var mikil, 45% umfram međallag. Hún var mjög mikil á suđausturlandi og ekki hefur mćlst meiri úrkoma í september á Hólum í Hornafirđi, 376 mm (frá 1931).

September 1954 er sá sjöundi sólarminnsti á Akureyri međ 53 stundir en  í Reykjavík er hann sá tíundi sólríkasti. Ţetta var kaldur norđanáttamánuđur og tel ég hann sjöunda kaldasta september á landinu. Ţetta er jafnframt snjóţyngsti september sem mćlst hefur frá 1924. Snjólag á landinu var 11%, en var  til jafnađar 2% árin 1961-1990. Mesta frost sem mćlst hefur á landinu í september mćldist ţann 27. í Möđrudal, -19,6 stig. Allvíđa annars stađar ţar sem lengi hefur veriđ athugađ komu kuldamet í september. Úrkoman var mikil á norđausturlandi en lítil á suđvesturlandi en á landinu var úrkoman ađeins rúmlega hálf međalúrkoma og ađ minni ćtlan rétt skríđur mánuđurinn inn á lista yfir tíu ţurrustu septembermánuđi. Í Vestmannaeyjum hefur ekki mćlst ţurrari september frá 1881, 37,1 mm, og ekki heldur á Eyrarbakka, 19,2 mm 

Ekki var sólinni fyrir ađ fara í september 1958, ţriđja  hlýjasta september, bćđi á landinu og í Reykjavík. Sólskiniđ í höfuđborginni var 71 stund og er ţetta ţar níundi sólarminnsti september. Međalhitinn í Reykjavík var 11,4 stig sem vćri ágćt tala í júlí, og landshitinn var meira en ţrjú stig yfir međallagi en úrkoman náđi ekki alveg međallaginu. Á Akureyri vantađi sólskinsmćlingar í fjóra daga (sem líklega voru sćmilegir eđa góđir sólardagar) en ţađ sem mćlt var voru ađeins 40 klukkustundir. Fyrsta  dag mánađarins var landhelgin fćrđ út í 12 mílur.

Sá ískaldi september, 1979, nćst kaldastí mćlingasögunni frá 1866, er  fimmti september í sólarleysi  á Akureyri međ 49 sólskinsstundir en ţćr voru 126 í Reykjavík. Hitinn var nćr ţví ţrjú stig undir međallagi á landinu og úrkoman var mikil, hátt upp í ađ vera 50% meiri en međallagiđ. Ađeins tveir septembermánuđir hafa veriđ úrkomusamari á Stórhöfđa í Vestmannaeyjum en enginn á Hlađhamri viđ Hrútafjörđ, 123 mm (frá 1941). Mikiđ hret gerđi um miđjan mánuđ og viđ Mývatn voru 15 dagar taldir alhvítir. Ţessi ósköp komu ofan í mjög kalt sumar.      

September 1981 er sá nćst sólarminnsti á Akureyri međ 32 sólskinsstundir. Ţetta er hins vegar  sólarminnsti september á Hallormsstađ, 28 klst  og Hólum í Hornafirđi, 49,5 klst. En hann aftur á móti sá   níundi sólríkasti í höfuđborginni. Norđaustanátt var ríkjandi og úrkoman á landinu var í rétt ađeins rúmu međallagi.  

Sjötti sólarsnauđasti september á Akureyri er 1987 en sólarstundirnar voru ţá 50 í Reykjavík. Bćđi hiti og úrkoma voru í rösku međallagi á landinu. Mikil úrkoma var á Seyđisfirđi ţann 22. Og mćldist sólarhringsúrkoman ţar nćsta morgun 108 mm. Montrealsamningurinn um verndun andrúmsloftsins var undirritđaur í Montreal ţ. 16.

September 1992 er sá fjórđi sólarslakasti á Akureyri međ 39 stunda sólskin en ekki hafa mćlst fćrri sólskinsstundir í september á Hveravöllum, 45 klukkustundir. Ekki hefur heldur mćlst minna sólskin í september viđ Mýatn frá 1990. Hitinn var ađeins undir međallagi á landinu en ţó gerđist ţađ ađ nćst síđasta daginn fór hitinn í Reykjavík í 16,8 stig og hefur ađeins einu sinni mćlst ţar hćrri hiti svo síđla sumars, 16,9 stig, síđasta dag septembermánađar 1958. 

Sá hlýi september 1996, sá fjórđi hlýjasti á landinu, var ţriđji sólarminnsti í Reykjavík međ 55 sólskinsstundir. Hitinn var nćstum ţví ţrjú og hálft stig yfir međallagi landsins en úrkoman nálgađist ađ vera 50% yfir međallagi. Síđasta daginn hófst eldgos í Gjálp í Vatnajökli.

Númer tíu á listanum í Reykjavík er september 1966  međ 71,9 sólarstundir og september 2009  var  međ  nákvćmlega jafn fáar sólskinsstundir. Ekki hefur mćlst minna sólskin en 1966 á Sámsstöđum, 46 klst. Hitinn á landinu var tćplega hálft  stig yfir međallaginu í 1966 mánuđinum en úrkoman ađeins liđlega helmingur af međallaginu og kemst mánuđurinn inn á topp tíu ţurrustu septembermánuđi á landinu. Í september 2009 var hitinn hins vegar heilt stig yfir međallaginu en úrkoman var um 40 % yfir međallagi.

Međalhiti ellefu septembermánađanna međ minnst sólskin í Reykjavík er 8,8, stig eđa 2,1 stigi hlýrri en međalhiti tíu sólríkustu septembermánađa en međalhiti tíu sólarminnstu septembermánađa á Akureyri er 6,3 stig eđa 1,4 stigum lćgri en međalhiti hinna tíu hlýjustu. Varla er hćgt ađ fara í sólskinsskap yfir ţessari stađreynd hvađ Reykjavík varđar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Seint verđa ţín afrek ofmetin á ţessum sviđi Sigurđur og alltaf gaman ađ lesa ţessa pistla. Samt er eg ekki alveg sáttur viđ orđiđ/hugtakiđ "sólarminnstur". Allt korrekt og gott ţannig séđ, en hvađ hefđu forfeđur okkar sagt? Sólarsnauđastur er skárra en samt ekki mikiđ. Dimmastur er flottara en eg finn samt á mér margar mótbárur. Svo hvađ er til ráđa?

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráđ) 26.9.2012 kl. 19:15

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţakka fína athugasemd. Ekki er ţetta gott orđ og allra síst ţegar tönnlast er á ţví. En orđastagl, fyrir nú utan allt annađ stagl, vill verđa ansi ţrálátt í texta af ţessu tagi ţegar veriđ er ađ telja upp og bera saman. Ég veit ekki hvađ er til ráđa. Kannski tala viđ Svanberg - fremur en Ríkisendurskođun! 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 26.9.2012 kl. 21:55

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Dimmastur myndi ég kannski nota yfir mjög ţungbúna úrkomumánuđi en ekki sólarlitla sumarmánuđi. Hvađ sem stagli líđur verđa orđin ađ lýsa veđurfarslega sćmilega ţví sem ţau eiga ađ lýsa. Sólardimmasti mánuđur finnst mér absúrd og alveg örugglega eitthvađ fyrir Svanberg!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 27.9.2012 kl. 02:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband