Áfram Ögmundur

Nú eru rukkararnir við Geysi búnir að viðurkenna að þeir flúðu undan Ögmundi í gær eins og hræddir hérar. Svo lugu þeir upp svo vandræðalegri skýringu að menn fóru bara hjá sér.

Ekki gætu þeir svo hafa valið sér ógæfulegri talsmann en þennan Garðar Eiríksson sem er að gera landeigendur að algerum fíflum. Það nýjasta hjá honum er að Ögmundur sé alltaf að efna til ófriðar. Segja þeir sem eru að brjóta lög og beita vegfarendur ofbeldi í raun.  

Ögmundur segist ætla að snúa aftur og muni hiklaust kæra rukkarana fyrir lögreglu ef hann verður fyrir áreiti.

Og það ættu allir aðrir líka að gera. 

Áfram Ögmundur! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband