1.6.2007 | 14:10
Smán og skömm
Ég dauðskammast mín fyrir að vera Íslendingur vegna þessa þrælahalds sem viðgengst á Kárahnjúkum. Vitnisburðirnir um það hrúgast upp. Reyndar þekki ég sjálfur fólk sem hætti að vinna á staðnum vegna þess að það fylltist ógeði.
Ekkert af þessu kemur þó á óvart miðað við ýmsar upplýsingar sem áður hafa borist af þessu dæmalausa fyrirtæki Ipmpreglio.
En það er ekki bara fyrirtækið sem ber ábyrgð á þessum ósköpum. Það starfar hér með mikilli velþóknun íslenskra yfirvalda.
Íslendingar hafa nú þann sóma að vera orðið ósvikið þrælahaldsríki til að auka sína eigin velmegun. Og flestir eru undarlega þöglir um málið. En hugsið ykkur atganginn í fjölmiðlum og hjá yfirvöldum ef þessar fréttir hefðu borist af Íslendingum í vinnu erlendis, t.d. í Portúgal.
Og nú ætlar Impreglio að auka virðingu sína með því að hóta þeirri manneskju málsókn sem sagði frá ófullnægjandi öryggi á Kárahnjúkum. Hún segist bara vera venjuleg manneskja sem engan áhuga hafi á því að vekja á sér athygli. En hún gat bara ekki orða bundist. En Impreglio ætla að að keyra alla niður með hörku sem voga sér að opna munninn. Og hvernig er þá með konuna sem keyrði trukkinn og hefur líka leyst frá skjóðunni?
Á ekki að svínbeygja hana líka?
Já, ég skammast mín fyrir að vera af þeirri þjóð sem ber ábyrgð á því að þetta fyrirtæki veður hér uppi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:38 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
sammála
halkatla, 1.6.2007 kl. 15:01
...og ég líka!!! Ótrúlegt að þetta skuli vera látið viðgangast
Heiða B. Heiðars, 1.6.2007 kl. 15:08
100% sammála og deili skömminni með þér og fleirum.
Halldór Egill Guðnason, 1.6.2007 kl. 16:53
Impreglio eru nú ekki þeir einu ... Púkinn vísar í það sem hann sagði hér.
Púkinn, 1.6.2007 kl. 17:27
Að nokkur maður skuli láta þvílíkt frá sér fara!
Ég segi nú bara eins og hann Pétur sálugi þríhross að þú ert á móti Hagvextinum og menningunni og sennilega ertu á móti gvöði.
Þeir gengu frá þessu öllu á Þingvöllum Davíð og Berlúskóní. Hann Davíð er sgu ingen helvedes Islandsmand eins og þú.
Árni Gunnarsson, 1.6.2007 kl. 22:14
Ég er ekkert undrandi á þessum fréttum eins sumir. Héldu menn virkilega að þetta alræmda fyrirtæki færi að verða eitthvað öðruvísi við það að koma til litla Íslands, en barnalegt af ykkur.
Norðanmaður, 1.6.2007 kl. 23:44
Já, ég lét þetta frá mér fara aðallega vegna hneykslunar á Íslendingum fremur en Impreglio sem er þó ekkert englafyrirtæki.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2007 kl. 23:58
Íslensk stjórnvöld afhafast lítið þótt fyrirtæki á þeirra vegum níðist á útlendingum. Ekki er erlendu fólki heldur boðin merkileg vinna, jafnvel þó það sé menntað í einhverju fagi í sínu heimalandi er það oftast ekki tekið gilt hér. Mér finnst ástandið einna líkast því að við Íslendingar séu búnir að taka þrælahald upp aftur.
Svava frá Strandbergi , 2.6.2007 kl. 00:18
Ég á von á því að þú kaust Steingrím og VG. Þú býrð í vesturbænum eða í Breiðholti og þú ert almennur stuðningsmaður dylgjustefnu Ómars og Steingríms.
Bara þar sem ég þekki þetta frá fyrstu hendi. Hvernig dettur þér að búa þér til svona málatilbúnað? Vitnisburðir eru hvað? Upplifun einstaklings á aðstæðum. Hefur þú farið þarna sjálfur, nei það efa ég en samt ert þú tilbúin að setja þig á háan hest og kalla þetta þrælahald. Er einhver þarna gegn sínum vilja? nei svo er ekki. það eina sem má deila um er hvort aðstaða sé góð eða ekki. það sem ég hef séð er að hún er fullnægjandi ekki meira og ekki minna.
Það er dálítið sérstakt að sjá fólk skrifa með þessum hætti. þetta er ekki ósvipað og auglýsingarnar hjá TM þessa daganna"maður skiptir bara ekki um skoðun". Ef eitthvað er ath vert við verkefnið á kárahnjúkum þá ber að kæra það. ekki að koma fram með dylgjur og vera sammála þeim sem síðast skrifaði og hæðst lét.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 2.6.2007 kl. 09:25
Ég fer eftir ýmsu hvað þetta varðar eins og drepið er á í færslunnu, bæði vitnisburði manna sem ég þekki og treysti og því sem komið hefur fram opinberlega á nokkuð löngum tima. En þetta er ekki varfærnisleg rökfræslugrein hjá mér. Þetta er persónuleg játning. Ég kaus ekki VG og bý ekki þar sem þú heldur Eiríkur. Ég ætlast ekki til að menn séu alltaf sammála mér. En ég spyr: Hvernig getur maður sem þekkir einhvern mann ekki neitt en les eitthvað eftir hann sem honum finnst ekki gott, sett sig svona á "háan hest" og talað svona niður til hans eins og þú gerir og kemur með alhæfingar sem augljóslega eiga að vera honum til minnkunar? Ég ætla ekki að standa í slíku, ég deili ekki við fólk á bloggi, en segi mína skoðun og leyfi öðrum að hafa sína. Ég skil ekki þennan hryssingslega ónota- og fyrirlitningartón sem er í þessum orðum þínum. Og lestu það sem ýmsir aðrir skrifa, t.d. leiðara Blaðsins í gær. Ég er ekki sá eini sem tekur þennan pól í hæðina og við virðumst hafa ýmislegt til okkar máls þó ég viðurkenni að heimurinn er aldrei svarthvítur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2007 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.