15.6.2007 | 11:20
Á efnahagur að ráða ritfrelsinu?
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs ætlar að höfða meiðyrðamál gegn tímaritunum Mannlífi og Ísafold vegna skrifa þeirra um hann. Segist Gunnar ætla að krefjast hárra skaðabóta. Blaðið hefur eftir honum: "Ég ætla að láta þá borga. Það er það eina sem þetta fólk skilur." Hann segir líka:" Svo er spurning hvort það er eitthvað af þeim að hafa. Ég hef mestar áhyggjur af því." Eitthvað þessu líkt sagði Gunnar einnig í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi.
Taka verður með í reikningin að Gunnar er reiður og finnst að vegið hafi verið að sér. Og ekki ætla ég að segja neitt um réttmæti greinanna í þessum tímaritum sem ég hef ekki einu sinni lesið. Það er samt eitt sem mér finnst ískyggilegt við orð Gunnars ekki síst vegna þess að þau eru endurómur þess sem oft hefur komið upp áður. Það er að þegar einhverjum mektarmanni, sem hefur völd og peninga, finnst að sér vegið og hótar meiðyrðamáli skýtur hann oft að þeim sem þeir ætla að lögsækja einmitt með þessu: Svo eruð þið ekki einu sinni borgunarmenn fyrir orðum ykkar.
Þá spyr ég: Á fjárhagur manna að ráða því hverjir mega gagnrýna og koma við kaunin á öðrum en því athæfi fylgir alltaf viss hætta á því að menn fari yfir strikið. En eiga þeir sem ekki eru ríkir að gæta sín alveg sérstaklega vel að stíga ekki á tærnar á ríka fólkinu bara af því að þeir eru ekki sjálfir ríkir en þeir sem peningana hafa geta látið móðan mása enda eru þeir "borgunarmenn" fyrir orðum sínum?
Það gætir mjög vaxandi tilhneigingar í þá átt að þeir sem öllu ráða í krafti valda og peninga vilji að bókstaflega allt sé metið eftir peningum: líka rétturinn til að gagnrýna opinberlega.
Í því felst að það séu bara þeir ríku sem megi tala eða yfirleitt hafa sig í frammi. Þeir sem ekki eru "borgunarmenn" fyrir orðum sínum í beinhörðum peningum eiga að steinhalda kjafti.
Þetta er ískyggilegt tímanna tákn.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:35 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
"Þeir sem ekki eru "borgunarmenn" fyrir orðum sínum í beinhörðum peningum eiga að steinalda kjafti."
Alltaf annað slagið dúkka líka upp gróusögur úr Kópavogi Birgissonar um að mönnum sé líka hollast að halda kjafti og vera þægir ætli þeir sér að fá úthlutað lóð. Hljómar svolítið eins og það eimi enn af arfleifð gamalla tíma hér á landi sem vonandi heyra brátt sögunni til. En kannski losnum við aldrei alveg við vald peninganna því það er alveg sama hvaða jafnaðarstefna er prófuð, alltaf verða svínin aðeins jafnari en hin dýrin, eins og í sögunni góðu.
Karl Ólafsson, 15.6.2007 kl. 20:08
Nú er kominn kraftur í karl. Haltu ótrauður áfram þínum góðu blogggreinum. Var sérlega hrifinn af grein þinni um daginn sem fjallaði um Víkingasveitina, hafðu þökk fyrir.
Þorkell Sigurjónsson, 15.6.2007 kl. 20:17
Þetta er fín grein hjá þér, Sigurður, hér er einmitt málefni sem glöggur hugur sem þinn (og rithöfundur sjálfur) kemur auga á, að gengur ekki. Það er líka níðangurslegt, ef ríkir menn fara að tíðka það að lögsækja jafnvel góða blaðamenn og rithöfunda og heimta af þeim háar fébætur í "manngjöld" fyrir rykið sem fellur á hvítflibba þeirra fyrrnefndu.
Mér hefur þótt Gunnar Birgisson um margt skemmtilegur karakter og afar öflug jarðýta á framkvæmda- og stjórnmálasviði, sömuleiðis með munninn fyrir neðan nefið, en svalur nokkuð, lifandi andstæða reglugerðaþjónsins og skeytingalítill um ófrjó og neikvæð "umræðustjórnmál". Hann á samt ekki að tala niður gagnrýnendur með hótunum um að rýja þá, fátæklingana, inn að skinninu. Hitt er annað mál, að fjölmiðlar geta fallið í þá freistni að slá upp hneykslisfréttum, meðfram til að auðgast á aukinni sölu, og þá er eðlilegt, ef litlar eða engar málsbætur voru fyrir eitilharðri gagnrýni, að láta svo fésterka fjölmiðla gjalda fyrir ofurmæli sín, séu þau refsiverð.
Jón Valur Jensson, 16.6.2007 kl. 01:37
Þetta er mikið rétt.
gerður rósa gunnarsdóttir, 16.6.2007 kl. 08:51
Karl, nú er illt í efni! En þó öll bloggdýrin í skóginum eigi að vera vinir verð ég að forðherðast í afstöðu minni. Ég vil ekki að bloggvinalistinn lengist ur hófi, sem mér finnst alltaf minna á óverðskuldaðar orðuskreytingar á herforingja, og er því að reyna að halda honum í skefjum, ákveðið að þeir sem ekki blogga langa lengi fara af honum. Þessu ráða sem sagt fraumstæðar hagkvæmnisástæður en ekki neitt persónulegt. Einfalt ráð til að komast aftur inn á listann er að blogga og blogga eins og brjálæðingur! Týndi sonurinn verður boðinn velkominn eftir iðran sína einlæga og bloggumbót!
Ég vil svo taka það skýrt fram að ég er ekkert á móti Gunnari I. Birgissyni. Ég er bara að benda á þessa tilhneigingu að það er að verða eins og peningar eigi líka að ráða bæði siðferði og réttlæti í landinu. Og svo minni ég aftur á að Gunnar er sár og telur ómaklega að sér vegið og orð hans eiga að skiljast í því ljósi hvað hann varðar persónulega en hugmyndir hans eru ekki nýjar af nálinni og það er þessi hugmynd, að peningar eigi að skipta máli fyrir dómi, sem ég er að ýja að. Reyndar er eitt atriði sem mér finnst ranglátt. Ákveðin sekt í dómsmáli getur kostað einhvern mann aleiguna en ekki verið högg á vatni þegar ríkur maður á í hlut. Menn standa sem sagt misjafnt að vigi í dómsmálum eftir fjárhag. Mér finnst að dómarar eigi að taka mikið tillit til fjárhags fólks í sektardómum. Loks vil ég bæta því við að ég hef hina mestu skömm á öllu því sem hægt er að bendla við "gula pressu".
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.6.2007 kl. 11:08
Mikið rétt, segi ég eins og Gerður.
Svava frá Strandbergi , 16.6.2007 kl. 13:04
Allt í góðu. Sjálfur hef ég bara 3svar óskað eftir bloggvináttu að þér meðtöldum og hafði í upphafi bara hugsað það dæmi til þess að eiga til hlekki á þá sem mer finnst gaman að lesa blogg hjá. Svo hef ég ekkert bætt við listann í langan tíma því maður lærir smám saman þennan fasta lestrarhring utan að og þá þjónar hann ekki mínum upphaflega tilgangi lengur. Þú ferð ekki af þeim lista hjá mér í bráð, þ.e. á meðan þú ert svona aktífur og tekur á athyglisverðum málum.
Þetta með sektarupphæðirnar er einmitt athyglisverður punktur hjá þér líka og hárréttur. Ég man eftur sögum af arabískum olíuprinsum í háskólum í USA sem lögðu bílum sínum alltaf við dyr aðalinngangs skólans og borguðu svo bara sektirnar fyirir þetta eins og hvert annað stöðumælagjald. Þegar ég bjó í Bretlandi var einmitt umræða í gangi um að stilla sektarupphæðir eftir efnahag. Man ekki betur en að þeir hafi gert tilraunir með þetta fyrirkomulag líka. Mig minnir að þeir hafi vísað í finnsk fordæmi fyirir þessu.
Ég hef ekkert á móti Gunnari I Birgissyni heldur og efa ekki að hann hefur stýrt Kópavogi farsællega til þeirrar stórkostlegu uppbyggingar sem við í nágrannasveitafélögunum verðum vitni að þegar við keyrum þar í gegn (eða vinnum þar eins og ég gerði um 3ja ára skeið). Það sem mér leiðist hins vegar alltaf er að verða vitni að vinagreiðum og augljósum peningavalds- eða hagsmunatengslaráðstöfunum hvar í sveit sem er og hjá hvaða fólki sem er.
Karl Ólafsson, 16.6.2007 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.