Einkennileg viðbrögð Silfurs Egils við nóbelsverðlaunum

Eins og allir vita fékk loftslagsnefnd SÞ nóbelsverðlaunin fyrir starf sitt. Þess vegna finnst mér einkennilegt að Silfur Egils skuli hafa kallað til Hannes Hólmstein Gissurarson af því tilefni. Reyndar er ég að sumu leyti sammála Hannesi í loftsslagsmálunum, en þarna þótti mér kjörið tækifæri til að kynna starf loftsslagsnefndarinnar fyrir almenningi af einhverjum sem vel þekkir til og hefur vísindalega þekkingu á viðfangsefninu. Veðurfræðingur hefði verið alveg sjálfsagður.

Egill Helgason gat ekki leynt ánægjusvip sínum yfir málflutningi Hannesar og er það svo sem gott og blessað. Mér var sjálfum oft dillað. En ég endurtek að mér finnst að kalla hefði átt til veðurfræðing og ræða málin á forsendum loftsslagsnefndarinnar að þessu sinni. Það var hún sem fékk nóbelsverðlaunin en ekki gagnrýnendur hennar.

Best af öllu hefði verið ef eitthvað af þeim eilifðartíma  sem enn einu sinni fór í þetta borgarstjórnardrama hefði farið í að ræða loftsslagsmálin í vitiborinni umræðu, bæði með og móti.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Mér finnst harla eðlilegt að Silfur-Egill skuli vera ánægður með málflutning Hannesar. Það er mjög gleðlegt að menn skuli þora að synda á móti straumnum og hafa eigin skoðanir á málunum og rökstyðja þær. Jafnvel þótt þær skoðanir séu kolrangar að mati fjöldans.
Mig grunar því að það hafi verið málflutningur Hannesar fremur en innihaldið sem gladdi Egil svo mjög í þættinum. Skoðanaskipti manna varðandi loftlagsmálin og framsetning minna um margt á trúabragðadeilur.       

Júlíus Valsson, 15.10.2007 kl. 10:55

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sammála þessu mati þínu Júlíus. Málflutningur Hannesar dillaði mér líka  og svo er ég þó nokkuð sammála innihaldinu að auki, en ekki alltaf. En mér finnst samt að Egill hefði átt að tala við veðurvísindamann um nefndina, helst hafa umræður.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.10.2007 kl. 11:15

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, nú er ég að taka salíbunu í loftsslagsmálunum og lesa enn einu sinni uppáhaldsmækurnar mínar um efnið. Ég er svo sljór og tregur að ég þarf alltaf að vera að lesa aftur og aftur það sem ég les því annars gleymi ég því jafnharðan. Þetta eru allt rólegar fræðibækur og greinar en ekki trúboðsrit, hvorki fyrir rétttrúnaði né trúvillu. Segiði svo að nóbelsverlaun hafi ekki áhrif! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.10.2007 kl. 11:21

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég er orðin aldeilis þreytt á Hannesi Hólmsteini sama hvað hann talar um og heldur bágborin röksemdarfærsla fannst mér að ræða loftslagsbreytingar jarðarinnar útfrá því hverning honum hefur fundist veðrið um ævina. Ég hefði nú heldur viljað að rætt hefði verið við þig. Annars er ég svo gefin fyrir heimsendaspár!

María Kristjánsdóttir, 15.10.2007 kl. 12:59

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef alltaf soldið gaman að Hannesi. Hann þorir a.m.k. að vera hann sjálfur með öllum sínum sérkennum. Svo er ég sannfærður um að heimurinn er að farast hvað svo sem ég segi eða Hannes Hólmsteinn eða jafnvel fjandinn sjálfur og María mey. En ég held að það verði ekki veðurfarið sem gerir út af við heiminn heldur ýmislegt annað. Það held ég nú. Það er nú líkast til.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.10.2007 kl. 14:33

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Viðbót um Hannes úr því hann er til umræðu á annað borð: Hann mætti alveg leyfa athugasemdir á blogginu sínu en kannski óttast hann svívirðingar og þess háttar. Svo mætti hann sjálfur gera athugaemdir hjá öðrum. Bloggarar sem eru bara greinahöfundar eiga á hættu að einangrast. Þetta held ég að sé einmitt skýringin á því hvað Hannes er lítið lesinn bloggari miðað við hvað hann er áberandi í þjóðlífinu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.10.2007 kl. 15:21

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mjá, var í dag að kaupa Cool it eftir þennan voðalega Lomberg. Segiði svo að Hannes hafi ekki áhrif! Einnu sinni skrifaði ég grein í Moggann þar sem ég fagnaði hafísleytsi við Ísland. Þá sendi útgefandi Hins sanna ásýnd heimsins eftir Lomberg mér eintak af bókinni, hefur talið mig Lombergsita, en ég fékk líka ógnandi hatursbréf frá nafnlausum umhverfissinna sem vildi endilega hafís og það mikið af honum. Bara mundi eftir þessu.    

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.10.2007 kl. 18:18

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Egill á heiður skilinn fyrir að kalla á sinn fund gagnrýninn mann, til að fjalla um vitleysuna frá IPCC og því liði öllu. Hannes fór rétt með all, ef ég man rétt. Finnst þér ekki Sigurður, að IPCC hafi komið sínum trúar-boðskap nægilega vel á framfæri ? Að minnsta kosti er þessi söngur umhverfis-flónanna kominn upp í kok á mér.

Kannski er mér klígju-gjarnara en flestum öðrum, því að ég veit fyrir víst að hjalið um áhrif lífsandans (CO2) er fáránlegt. Þótt þú sért grallari Sigurður, finnst mér rétt að þú farir að sýna réttan lit í þessu máli og hjálpa til við að kveða IPCC í kútinn. Ef ekki verður tekið í taumana munu utanríkisráðherra og umhverfisráðherra valda þjóðinni stórkostlegu fjárhags-tjóni.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.10.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband