Hugo Chavez

Þessi Hugo Chavez minnir mig alltaf á Mússolíni en um hann skrifaði Þórbergur í gamla daga að hann reigði sig eins og graður kalkúnhani. 

Það má vel vera að Chavez hafi gert eitthvað gott fyrir alþýðuna í landi sínu en ef fram fer sem horfir ætlar hann að verða einn af þessum andstyggilegu einræðisherrum sem einskis svífast.

Ég á ekki orð yfir því að einhverjir svonefndir vinstri menn á Íslandi skuli vera svag fyrir þessu gerpi sem vill sölsa undir sig öll öll völd og þurrka út rétt manna til að hugsa upp á eigin spýtur.

Læra þessir aumingjar aldrei neitt af reynslunni? 

Gott var að Chavez tapaði kosningunum. En hvað gerir hann nú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvenær hafa kommúnistar látið gott af sér leiða?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2007 kl. 11:44

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Sammála ykkur báðum. Það gekk heldur verr í Rússlandi þar sem KGB maðurinn styrkti stöðu sína.

Með ólíkindum að rússneska þjóðin kjósi þessi ósköp yfir sig.

Og þó þarf maður kannske ekki að vera hissa. Ég var að lesa frásögn konu frá Svíþjóð sem hafði verið í fangabúðum í Síberíu 1953 þegar fréttin barst um að Stalín væri dauður.

Hún sagðist sjálf hafa átt erfitt með að hemja gleði sína, en hvað gerðu hinir rússnesku samfangar hennar sem Stalín hafði kúgað í áratugi?

Jú, þeir grétu!

Manni liggur við að segja að sumu fólki sé ekki viðbjargandi. Eða kannske þetta fólk sé masókistar þ.e. að þeim líði best illa....? 

Jón Bragi Sigurðsson, 3.12.2007 kl. 14:25

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Jón Ólafsson kom með ansi góða greiningu á pólitísku hugarfari Rússa: í stað þess að leggja traust sitt á samfélagsstofnanir, eins og t.d. Bandaríkjamenn og Bretar gera, þá leggja þeir traust sitt á sterka einstaklinga.

Þetta er helsti veikleiki þjóðfélaga þar sem alræðishugmyndir koma upp, ekki hugmyndafræðin í sjálfu sér. 

Elías Halldór Ágústsson, 3.12.2007 kl. 16:08

4 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þarna skrifaði ég eitthvað bull, þetta átti að vera "þar sem alræðisstjórnarfar kemur upp"

Elías Halldór Ágústsson, 3.12.2007 kl. 16:27

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eins og þú veist Sigurður, þá tel ég að hægt sé að nota gyðinga sem hitamæla og jafnvel framkomu við þá sem mæla á heilbrigði stjórnmála í hinum mismunandi ríkjum.

Hitabeltisdýrið Húgó hatar greinilega gyðinga og er mikill vinur aumingjans sem stýrir Íran.

Nóttina fyrir kosningu lét hann lögreglu brjótast inn í menningarmiðstöð gyðinga í Caracas þegar þar fór fram brúðkaup. Löggan var að leita að eiturlyfjum, en fann engin.

árið 2005 réðust erindrekar Chavezar skóla gyðinga til að leita að vopnum.

Þess "snjalli" maður, sem Hlynur Hallson og aðrir útópistar eru hrifnir af, heldur einnig verndarhendi yfir morðingjanaum og stórsmyglaranum Harry Männil, sem aðstoðaði Evald Mikson (sem síðar gerðist Íslendingur) við það að myrða gyðinga í Tallinn.

Það er ekkert heilbrigt við Hugo Chavez

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.12.2007 kl. 21:10

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

hér http://www.jta.org/cgi-bin/iowa/breaking/105647.html  má lesa um aðgerðir gegn gyðingum í Venezuela

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.12.2007 kl. 21:12

7 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Hverju ertu eiginlega búinn að koma af stað! Það er aldeilis Halelújakór sem syngur bakraddirnar hjá þér. Hingað til ( ég þori nú ekki annað en slá varnagla) hefur hann -og það er meira en hægt er að segja um ýmsa ráðamenn hér á landi- lagt að minnsta kosti allt fyrir þjóðina. Og hún hafði vit fyrir honum núna. Var það ekki bara gott!

María Kristjánsdóttir, 4.12.2007 kl. 15:45

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og ekki er hún síðri prímadonnan sem syngur sólóröddina, María!

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.12.2007 kl. 16:02

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst auminginn sem stýrir Íran vera töffari!

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.12.2007 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband