1.2.2008 | 17:14
Kleppur í 100 ár
Ég var ađ lesa bókina Kleppur í 100 ár eftir Óttar Guđmundsson geđlćkni. Ég hafđi efasemdir um ritun ţessarar bókar á sínum tíma hér á bloggsíđunni. En nú er mér ánćgja af ađ viđurkenna ađ mér skjátlađist. Nú tel ég ađ engum manni hefđi farist ţetta eins vel úr hendi og Óttari.
Bókin er mjög lćsileg enda er hún ekki hugsuđ sem harđsvírađ frćđirit heldur bók fyrir almenning sem samt á ađ vera áreiđanleg. Frásögnin er blátt áfram og eđlileg, stíllinn skýr og nákvćmur, hvergi neitt mas eđa óţarfa útúrdúrar og höfundurinn stillir sig ađ mestu um ađ túlka atburđarásina heldur lćtur hana tala sínu máli. Túlkunin gćti orđiđ efni í ađra bók.
Bókin er ekki nein stofnanasaga ćđstu yfirmanna heldur ekki síđur starfsfólksins og sjúklinganna. Glefsur úr frásögnum sjúklinga auka mjög á raunveruleikann, ef svo má segja, í ţeim ađstćđum sem bókin lýsir.
Ţegar viđhorf Óttars sjálfs gćgjast fram eru ţau hófstillt og skynsamleg, svo sem um starf Tengla og um andstöđuna viđ geđlćkningar ţar sem hann dregur vel fram bćđi ţá kosti og galla sem sú hugmyndafrćđi hafđi í för međ sér kringum 1970.
Frásögnin af stóru bombunni ţegar Helgi Tómasson yfirlćknir á Kleppi lýsti ţví yfir ađ Jónas Jónasson dómsmálaráđherra vćri geđveikur er međ bestu köflum bókarinnar og ţar gengur Óttar nćr óţćgilegum kjarna málsins en ég hef séđ í öđrum skrifum um máliđ. Hann spyr einfaldlega: "Var Jónas geđveikur? Í augum skrásetjara er ţađ engum vafa undirorpiđ ađ Jónas hafđi alvarlega persónuleikabresti. En hvađ svo sem segja má um háttsemi Jónasar ţá var vafasamt ađ lýsa hann geđveikan á grundvelli sögusagna án nákvćmrar skođunar og endurtekinna viđtala." Óttar telur ţó ađ Helgi hafi haft nokkuđ til síns máls en ađferđirnar hafi veriđ vafasamar og boriđ keim af misnotkun geđlćknisfrćđinnar. Í bókinni kemur vel fram hvađ allir lćknar í landinu voru algjörlega slegnir blindu á kjarna málsins ađ undanskildum Vilmundi Jónssyni landlćkni.
Ţađ eina sem stakk mig viđ lestur bókarinnar var ţađ hvađ hún segir mikiđ frá "kynlegum kvistum" sem komu á Klepp, Símoni Dalaskáldi, Láru miđli, Jóhannesi Birkiland, Vilhjálmi frá Skáholti og ţar fram eftir götunum. Af ţessu mćtti draga ţá ályklun ađ ţađ sé einna helst slíkt fólk sem hefur fariđ á Klepp gegnum árin. En stađreyndirnar eru allt ađrar. Ţar hefur veriđ alls konar fólk, allt upp í landsţekka stjórnmálamenn og virđulega bankastjóra og prófessora. Og ţeir voru ekkert ađ vappa uppi í Víđihlíđ ţar sem lífiđ var leikur einn og gaman. Ţeir voru á órólegu deildunum og voru alveg einstaklega órólegir!
Margt sér mađur einkennilegt viđ lestur bókarinnar. Lćkningar Ţórđar Sveinssonar, sem stóđu árum saman og voru reyndar umdeildar, eru í okkar augum ekki ađeins skottulćkningar heldur hreinar pyntingar. Sjúklingarnir voru sođnir og sveltir til hlýđni. Og ţađ segir sína sögu ađ ekkert afl í ţjóđfélaginu hafi veriđ ţess megnugt ađ stöđvar ţessar ađferđir og bjóđa ţess í stađ upp á ţađ besta sem ţá ţekktist í geđlćkningum. Ţá er kaflinn um lóbótómíu allt annađ en skemmtilegur en ţá var heilinn eiginlega skorinn úr erfiđum einstaklingum, jafnvel mörgum sem voru ekkert sérlega erfiđir heldur bara óreglusamir og strekktir á tauginni, svo ţeir urđu á eftir ađeins skugginn af sjálfum sér.
Ţegar menn líta yfir ţessa sögu, varnarleysi sjúklinganna og vankunnáttu lćknanna, fer ekki hjá ţví ađ mađur spyrji: En hvađ međ lćkningar geđsjúkra í dag? Verđa ţćr eitthvađ betri en ţetta í augum eftirkomenda okkar eftir hundrađ ár? Ég held ađ svariđ muni raunar verđa ađ svo vćri, ţar hefđu veriđ miklu betri, en alveg örugglega sjá menn ţá ađ margt hefđi betur mátt fara í ţeirri nútíđ sem ţá var, ţađ er okkar nútíđ. Ţađ er ţví eins gott ađ viđ séum vel á verđi. Og tíđarandinn núna er kannski ekkert sérstaklega vinsamlegur ţeim sem ţjást af geđsjúkdómum eins og nýliđnir atburđir taka af öll tvímćli um.
Meginflokkur: Bćkur | Aukaflokkur: Heilbrigđismál | Breytt 6.12.2008 kl. 18:12 | Facebook
Fćrsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síđur
- Sólarminnstu júlímánuđir
- Ţíđukaflar ađ vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveđriđ frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauđ
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veđriđ í Reykjavík
- Slćr júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuđir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síđur ]
Eldri fćrslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Viđ lćrum af mistökunum, ţótt ađ okkur hrylli oft viđ ţeim.
Sporđdrekinn, 1.2.2008 kl. 18:59
Ég hefđi aldrei trúađ ţví ađ mig myndi langa til ađ lesa ţessa bók, en eftir ţennan lestur dauđlangar mig til ţess.
Góđur pistill, takk.
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.2.2008 kl. 19:20
Ţessi bók hefur nánast allt sem góđ bók ţarf ađ hafa
Alma Guđmundsdóttir (IP-tala skráđ) 2.2.2008 kl. 00:38
Sćll Sigurđur. Kleppur er merk stofnun og miklar hafa framfarir orđiđ í međhöndlun fólks međ geđsjúkdóma og geđraskanir. Kannski einna mestar í ţessari grein.
Ţessi bók um Kleppinn er efalaust forvitnileg og merk.
En hinn almenni mađur sćkir sér gjarnan upplyftingu úr léttum ţunglyndisköstum međ ţví ađ horfa á gamanefni svo sem blessađa Spaugstofuna sem er sannkölluđ sálubót
Jón Halldór Guđmundsson, 2.2.2008 kl. 14:11
Jónas frá Hriflu hafđi ríđandi sendibođa, Daníel ađ nafni. Hann ţeysti gjarnan til Klepps, međ óvćgar yfirlýsingar á hendur yfirlćkni. Skopblađiđ Spegillinn fylgdist vel međ og birtu haganleg ljóđ um máliđ. Eitt var ţriggja versa - hvert vers endađi á ţessum gullvćgu orđum, sem má yfirfćra í ýmissi nútíđ: ... gćttu ađ ţér góđur, "ţví hver veit nćr söđlar Daníel".
Gunnar Aegisson (IP-tala skráđ) 3.2.2008 kl. 02:28
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.