Hvað gerðist ef kæmi 1918 kuldi?

Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur skrifaði grein í gær í Morgunblaðiðið þar sem hann leggur fólki ráðin um heitavatnsnotkun vegna yfirvofandi kuldakasts sem hafði verið spáð, og nú hefur reyndar gengið eftir, og segir að þá megi búast við að notkun á heita vatninu verði allt að tvöföld meðalnotkun.

Þá hefur nokkrum sundlaugum verið lokað til að spara vatnið en notkun á heitu vatni var mikil í gær og búist er við að hún verði enn meiri á morgun.

En hvaða læti eru þetta eiginlega? Það er ekki eins og þetta sé fyrsta alvöru kuldakastið síðustu áratugi. Ekki hafa menn samt panikerað hingað til. Er verið að ofleika!?

Þetta leiðir hins vegar hugann að því í fullri alvöru hvað mundi gerast ef við fengjum kuldakast í líkingu við það sem gerðist 1918 og stóð í þrjár vikur eða veturinn 1880-1881 sem stóð í fjóra mánuði! Skyldi einhvers staðar vera til viðbragðsáætlanir við þess konar hamförum? 

Já, hvað mundi þá gerast?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hugsaði nákvæmlega það sama og þú þegar ég heyrði fréttirnar um heitavatnsnotkunina í dag. Hvaða læti eru þetta eiginlega? Sjálf hef ég ekki hreyft stillingar á Danfossinu hjá mér og í engu breytt minni heitavatnsnotkun. Og þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem koma kuldakaflar en ég minnist þess ekki að sundlaugum hafi verið lokað og það hafi talist til tíðinda að heitavatnsnotkun hafi aukist.

Fyrir tveimur árum eða svo þegar vetur var mildur hækkaði Orkuveitan verðið á heita vatninu af því notkun datt niður. Þeir vildu fá sitt þótt notkunin minnkaði. Ég hef ekki enn heyrt neinn nefna það, að nú verði þeir að lækka verðið vegna aukinnar notkunar - með svipuðum rökum og notuð voru þá.

Er eitthvað gruggugt (vatn) á bak við þetta?

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.2.2008 kl. 00:44

2 Smámynd: Helena Kristinsdóttir

Lækkun á heitu vatni á vegum orkuveitunnar.....?

Þetta óneitanlega fær mig til að hugsa, það mun ALDREI gerast að orkuveitan lækki vatnsverð, því stefnan er tekin hátt því þenslan á útgjöldum Orkuveitunnar er jú orðin ansi mögnuð, laun yfirmanna fyrirtækisins duga fyrir víst fyrir einum nýjum vísitölubíl á mánuði.

Hjörleifur B. Kvaran er forstjóri og svo eru 5 framkvæmdastjórar sem sitja í slotinu fína og horfa út um gluggan á þetta líka fallegasta útsýni , en fá þau í laun á mánuði?

Nú heimtum við lækkun, klæðum okkur í 66°norður gallana sem við pössuðum í þegar snjóaði síðast (1999) troðum ýstrunni innfyrir rennilásin og örkum með kröfuspjöld upp í Orkuhús, hópumst saman og kyrjum kröfusöngva.........eða... förum bara í náttföt og ullarsokka, blöndum okkur Stroh og heitt kakó og horfum á sjónvarpið og reynum að gleyma meðferðinni á okkur eins og Íslendingum er einum lagið!

Helena Kristinsdóttir, 2.2.2008 kl. 01:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sé nú ekki að það sé alveg útséð með að við nálgumst 1918. Spáð 20 stiga gaddi og hvessir NA lands.  Ég man nú ekki eftir svona gaddi í háa herrans tíð. Jafnvel ekki síðan í bernsku. Vonandi hefur fólk vit á því að hafa frostlög á beyglunum sínum. Það er vel hægt að tapa einu stk. bíl í svona.

Annars hef ég svosem upplifað undir 40 stiga frosti, bæði í Noregi og á Austur Grænlandi, þar sem þetta þykir ekki svo mikið mál.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.2.2008 kl. 06:13

4 identicon

Gott að eiga í orkufyrirtæki í svona kuldum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 08:53

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú mannst þá ekki langt Jón minn Steinar. Ég man eftir mörgu miklu verra. Þar fyrir á eftir að kólna og gætu sést stórar frosttölur. Í Reykjavík var lágmárkið -19,4 á kvikasilfrinu sem er þá næst mesta frost eftir 1918. En sjálfvirka stöðin og búveðurstöðin fóru í 14.3 og Reykjavíkurflugvöllur í 14.7 svo ég trúi ekki á þessa mælingu eða skráningu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.2.2008 kl. 09:44

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er svo geggjað léttlyndur, tek lýsi, löngu hættur að hugsa, strýk Mala og les aldrei Morgunblaðið. Það er galdurinn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.2.2008 kl. 10:03

7 identicon

Ef mig minnir rétt þá var verð á heitu vatni hækkað ekki fyrir svo löngu því notkunin var svo lítil.

Ætli það kæmi ekki á óvart ef reikningurinn lækki eftir veturinn.

Stefán J. Arngrímsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband