28.2.2008 | 22:48
Sloppið með skrekkinn
Í dag þegar ég leit í veskið mitt var þar ekkert kreditkort.
Mér brá í brún og sá fram á að einhver væri búinn að taka út á það alveg heil ósköp.
Í gær verslaði ég aðeins á tveimur stöðum. Ég keypti gamla bók í Bókavörðunni hjá Braga. Og ég keypti mér vínarbrauð sem ég át af græðgi með ilmandi kaffisopa. Byrjaði á því að fara í bókabúðina. Þar höfðu menn ekki séð neitt kort. En viti menn! Var ekki kortið í Sandholtsbakaríi. Þar varð fyrir svörum falleg stúlka. En einhver hafði gert sér lítið fyrir og fengið sér te og brauð út á kortið sem hann hefur fundið á borðinu eða gólfinu. Meira var það ekki því starfsólkið áttaði sig því ég er alltaf þarna meira og minna. Það tók kortið frá og skrifaði hjá sér það sem út á það hafði verið tekið eftir að ég fór út úr bakaríinu í gær. Og það var mér endurgreitt óumbeðið.
Ég slapp sem sagt með skrekkinn og hef snöggtum meiri trú á mönnunum - að ekki sé sagt konunum - í dag en í gær.
Sandholtsbakarí er mikið sómabakarí.
Meginflokkur: Ég | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 18:02 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Allt er gott sem endar vel. Þetta er til ennþá, sem betur fer.
Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 23:16
Sæll, ó, þú hugumglaði. Ég óska þér til hamingju með að trú þín á mannkyninu er endurvakin og megi hún bera ríkulega ávexti á degi hverjum hér eftir. Það er gott að Sandholtsbakaríisfólkið er heiðarlegt og svo er náttúrulega varan þeirra "out of this world". Ég fer þangað eingöngu 3 ´svar á ári sökum þess að mér finnst allt svo gott þarna hjá þeim og myndi ég þá enda þrefaldur í holdafari, læt mér nægja að vera tvöfaldur í holdafari. Með beztu kveðju.
bumba (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 00:07
Trú þín þarf að beinast gegn því, þegar þú næst glatar kortinu. Þú fékkst bara staðfestingu á hinu; að fólk er flest gott.
En þú vissir það nú þegar, þó þú viljir gjarnan kíkja á hina hliðina...
Jóhann (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 01:41
Eller når enden er god er allting godt, sa hun og fikk brødskalken.
Jeg glemte håndveske med lommebok på disken i danske bakeriet i Reykjavik for noen år siden. Jeg dro til bakeriet igjen og fikk tilbake veska med alt i.
Det var ikke engang noen som hadde fått seg kaffekopp på min regning.
Jeg er helt enig i at Sandholtbakeri har byens beste kaker. De er så friske og smelter på tungen.
Vi bor inn ved sund, og før så dro jeg helt ned til Sandholtsbakeri på Laugaveg til å få godt brød, men nå har jeg oppdaget et bakeri som er nærmere. Det er Mosfellsbakeri på Háaleitisbraut.
Det eneste jeg savner i brødutvalget på Island, er ekte rugbrød slik de man får i Danmark.
Heidi Strand, 29.2.2008 kl. 06:51
Æ, ég hefði ekki átt að nefna vínarbrauð við þig í gær:
2þetta er svívirðilegt að heyra að saklausu fólki sé vikið úr störfum vegna öfgamanna. Jæja, svo Dönum finnst gott að láta taka sig í rassgatið. Shit!
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.2.2008 kl. 07:48
3Sigurður, ég sé að þú ert búinn að borga auglýsingamafíunni. Ég kaupi mér heldur vínarbrauð fyrir þá skildinga. etc.
Og svo varst þú rokinn út í Sandholtsbakarí til að kaupa vínarbrauð. Mikill er máttur bloggsins og auglýsinga.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.2.2008 kl. 07:18
Svo dreg ég í efa hversu ágæt þú ert Halla mín!!
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.2.2008 kl. 10:10
Það er auðvitað vafamál hversu ágætt mannkynið sé. Lesiði fréttirnar. Það er mála sannast að það sé bæði gott og vont. Ég er hallur undir skoðanir Freuds að þessu leyti. Sá var nú ekki að líta framhjá því óþægilega um okkur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.2.2008 kl. 10:12
frábær flétta og að þið nefnið Freud í þessu samhengi: enn betra!
halkatla, 29.2.2008 kl. 11:01
Freud- Freude, schöner Götterfunken!
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.2.2008 kl. 11:27
Thettad kalla eg topp afgreidslufolk
Ásta Björk Solis, 29.2.2008 kl. 18:23
Sælir Sigurður
Hefurðu hugleitt þann möguleika að stúlkan í bakaríinu hafi kannske hreinlega verið að "fala þig" einsog Þórbergur lenti í um árið í bakaríinu?
Sú stúlka sagði "var það nokkuð fleira fyrir yður" og honum sýndist skína svo mikil löngun úr augunum á henni....
Jón Bragi Sigurðsson, 1.3.2008 kl. 07:22
Stelpan var útlend. Hún gat því ekki sagt þessa gullvægu setningu: "var það nokkuð fleira fyrir yður" en það var samt það sem hún hugsaði!
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.3.2008 kl. 10:31
Bíddu, en hvað með þann sem fékk sér te og brauð út á kortið þitt? Drakk hann bara te-ið og og innbyrti brauðið labbaði út við svo búið?
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 17:49
...nú, eða hún...
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 17:49
Gréta Björg: Þetta er ein af hinum miklu ráðgátum mannsandans. En ég ímynda mér að hann eða hún hafi aldrei fengið það sem hann eða hún bað um því starfsfólkið hafi fattað í þeim svifum hvað um var að vera og tekið kortið í sína vörslu. Þess vegna hafi mér verið endurgreitt. Annars hefði hann farið með bara með kortið úr búðinni. Annars er það kaldhæðni örlaganna að í dag rann þetta debetkort út! Og ég er svo mikill sauður í viðskiptum að ég man ekkert hvernig á að endurnýyja svona kort.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.3.2008 kl. 17:56
Já, þjófurinn hefur hlaupið svangur á dyr, gott á hann!
Greta Björg Úlfsdóttir, 2.3.2008 kl. 04:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.