Breytum nafni landsins!

Í skrifum The New York Times um handboltaliðið okkar kom fram að Íslendingar væru ekki góðir í vetraríþróttum þrátt fyrir það  að nafn landsins gefi til kynna að þar ættu aðstæður að vera góðar til slíkrar iðkunar. 

Nafn landsins fær útlendinga til að fá hroll og ekkert mun stuðla eins mikið að ranghugmyndum um veðurfar landsins eins og það. Jafnvel Norðurlandabúar spyrja hvort ekki sé óskaplega kalt á Íslandi þó veturnir séu þar miklu mildari en á Norðurlöndunum öðrum en Danmörku. Nafnið hefur jafnvel áhrif á viðhorf landsmanna sjálfra sem oft tala eins og hér sé miklu kaldara en það er.  

Ekki hefði verið hægt að gefa landinu kuldalegra nafn og reyndar meira óviðeigandi. Líklegasta ástæðan fyrir nafngiftinni er ekki sú sem lesa má í gömlum bókum um hafís á sunnanverðum Vestfjörðum, þar sem aldrei er hafís, en sagan er sennilega goðsögn eða eftiráskýring, heldur einfaldlega sú sjón sæfarenda að sjá Vatnajökul rísa fyrst úr sjó þegar siglt er til landsins úr austri og síðan Mýrdals- og Eyjafjallajökul.  

Hvað um það. Ekkert er eins mikill óvinur landsins eins og nafnið. Ekkert fælir eins mikið frá því. 

Það er vel þekkt að nöfnum landa sé breytt. Mér finnst í alvöru að eiga breyta nafni landsins. Af þeirri einföldu ástæðu að það er ekki réttnefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður.

Gott innlegg hjá þér.

Ég segi oft við erlent fólk að það væri eiginlegra betra að kalla landið okkar Niceland og er því vel tekið.

En svo eru áhöld í dag hversu Niceland landið okkar er í dag!

Gangi þér sem best.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 11:42

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sigurður, þú ert auðvitað að grínast en við vitum báðir að ,,ís" forliður mafnsins er ekki frosið vatn, heldur hljóðgerfill af Y og öðrum hljómum sem þýðir Guð.

Land Guðs er því ekki við Miðjarðarhaf, heldur hér. 

 alþýðuskýringin með ísjökum (borgarís) á Breiðafirði, stenst tæplega ef miðað er við meðalhita þess tíma.

Kíktu á ætlaðar hitatölur frá einmitt þessum tíma landnáms.

Sénsinn á borgarísjökum á slóðum Hrafna Flóka er nú afar lítill.

 Frekar er essið eignarfalls ess

(Ý)sland

Bjarni Kjartansson, 25.8.2008 kl. 12:49

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Eiginlega alveg sammála þér! Kv. B

Baldur Kristjánsson, 25.8.2008 kl. 12:50

4 identicon

Malína (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 13:02

5 Smámynd: halkatla

ósammála hverju orði Ísland er flottasta landsnafn í heimi og táknrænt fyrir svo margt, Næsland er hugsanlega það eina sem er flottara (ég samþykki þá breytingu en enga aðra - finnst þetta mjög ískyggileg tillaga sko )

halkatla, 25.8.2008 kl. 13:08

6 Smámynd: Beturvitringur

Þótt land okkar sé "Guðs vors land" (Ýs land) þá þýða erlendir það ekki sem Theoland (eða Teóland), heldur sem ICEland.

Við eigum auðvitað gamla "FRÓN". Þá væri hættan reyndar á að erlendir héldu það "Frown" ("að yggla sig"). Mold, þá óttaðist fólk ekki lengur landið, heldur íbúana (sem er kannski meiri ástæða til?)

Áfram með þessar pælingar, þetta er skemmtilegt.

Beturvitringur, 25.8.2008 kl. 13:17

7 identicon

Kenningin sem Bjarni lýsir er af fræðimönnum talin sú líklegasta - sem sagt "Land guðs".   Það er í raun aðeins enska þýðingin sem er í senn röng og vond.   Á öðrum tungumálum, t.d. spænsku (Islandia), kemur ís ekkert við sögu....

Sigurður J. (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 13:32

8 Smámynd: halkatla

hættum síðan með íslensku og tökum upp vonlensku í staðinn

halkatla, 25.8.2008 kl. 14:11

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Anna Karen! Kannski ættum við að láta landið heita Norðland í höfuðið á Norðfirði, eina stað á Íslandi þar sem ekki kemur sumar og sól! Ég blæs nú á þessa sérviskukenningu að Ís í Ísland merki guð. Miklu líklegra er að nafngiftina megi rekja til jöklanna sem hafa verið feiknalega áhrifamikil og óvenjuleg sjón fyrir landsámsmenn og er langt síðan á þetta var bent. Það var ekki borgarís sem sást heldur. Hvað sem öllu þessu líður er nafnið ekki réttnefni ef átt er við ís því hér er ekki meiri ís, utan jökla, en annars staðar á svipuðum breiddargráðum, reyndar minni. Ég held að tilfinning Íslendinga fyrir því að búa hér mótist mikið af nafni landsins. Við búum nú á Íslandi segja þeir, þegar kuldaköst koma, meina sem sagt að landið beri nafn með réttu.      

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2008 kl. 14:28

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, niður með Ísland!

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2008 kl. 14:30

11 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Ísland = Ýs land = Ísis land. Land Gyðunnar Ísis?

Halldóra Halldórsdóttir, 25.8.2008 kl. 15:03

12 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Y= sonur Ý = faðir, Guð.  Ýs´land er því land föðursins eða Guðs.

Ekkert kjaftæði um jökla og svoleiðis.

Vatnajökull var mun minni við landnám en nú er og talið er, að sumir jöklar sem súiaðr komu ,,aftur" hafi verið horfnir fyrir nokkru, sbr, Snæfellsjökull.

Landnemar sem hingað komu voru mun hallari undir andleg máleni en venjulegir hrottar af Víkingakyni og er það marg sannað með samanburðafræðum svo sem í blóðflokkum og jafnvel byggingu beinagrinda ofl.

Því er órækt, að Ís=frosið vatn., hafði afar lítið með nafngiftir að gera.

Miðbæjaríhaldið

blæs á einfeldningstilgátur um að frosið vatn hvfi nokkurn skapaðan hlut með nafngift lands vors að gera.

Bjarni Kjartansson, 25.8.2008 kl. 15:12

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Skiptum á nafni við Grænland. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.8.2008 kl. 15:15

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held nú að  fyrri tíðar mönnum hafi alveg verið ljóst hvað nafn landsins þýddi. Þeir hefðu ekki látið það viðgangast að það væri þýtt sem Island á norðurlöndunum ef þeir hefððu ekki vitað að Ís í nafninu þýðir bara ís í merkingunni frosið vatn og ekkert annað. Var það ekki Einar Pálsson sem kom með þessa guðstigátu? Svo verður hún bara eins og hver önnur óyggjandi staðreynd hjá ýmsum öðrum sem hún ekki. Hvað sem er um beina ástæðu fyrir tilurð nafnsins er ljóst í fyrstu heimildum um það að menn skilja það þannig að vísað sé til íss, frosins vatns, ekki nema kringum 300 árum eftir landnám.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2008 kl. 15:19

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vatnajökull var minni á landsámsöld en nú en hann var samt til og líka hini suðurjöklarnir og voru ekkert smásmíði. Þeir hafa alveg dugað í nafngift fyrir furðulostna sæfarendur yfir því að sjá allan þennan ís. Hvernig sem er um uppruna nafnsins er samt alveg ljóst að Íslendingar skildu nafnið sem tilvísun í ís en ekki guðanafn mjög snemma.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2008 kl. 15:24

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

eins og komið hefur fram er Ýsland tilvalið nafn og þarfnast lítilla breytinga á opinberu bréfsefni og gluggamerkingum. semsagt afar hagkvæm breyting. svo er það skemmtileg skírskotun til mánudagsýsunnar góðu. þjóðlegt og gott.

til vara mætti taka upp nafnið Súrland, sem einnig er þjóðleg vísun til íslenskrar matargerðar.

til þrautavara mætti dubba upp á gamla Garðarshólma-nafnið. þó þykir mér það afleitur kostur. hljómar allt of skandinavískt.

Brjánn Guðjónsson, 25.8.2008 kl. 15:30

17 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sussu, gleymdi alveg að nefna Mörland. þannig fengi orðatiltækið um Mörlandann beina merkingu.

Brjánn Guðjónsson, 25.8.2008 kl. 15:33

18 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ísland, geturðu hugsað þér svalara nafn?

Hrannar Baldursson, 25.8.2008 kl. 15:39

19 Smámynd: Beturvitringur

Is rael

Is ak

Is mael

Is lam

Is land

Fræðingar vilja meina að IS-ið (eða Ys-ið) sé Guðs/Jahve/Allah-kenning. Veidiggi.

Bísland?

Beturvitringur, 25.8.2008 kl. 15:46

20 identicon

Ég er nú svo eigingjörn og sjálfselsk að ég vil gjarnan halda draumalandinu okkar hérna sem leyndri og óþekktri paradís, eins lengi og kostur er.  Því vil ég endilega að við höldum ískalda og frosna og hrollvekjandi Klakanafninu okkar!   Engar nafnabreytingar takk!

Malína (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:50

21 identicon

Ekki er öll vitleysan eins, sem betur fer, og margt er skrýtið í kýrhausum, margt sér til gamans gert og af margri vitleysu má hafa gaman - um stund.

Hins vegar ættu allir Íslendingar, sem komnir eru yfir fermingu, að vita að nafnið Ísland er kennt við ís, hvort sem okkur líkar það nú betur eða ver.

Frásögn af nafngiftinni er að finna í einni elstu bók, sem skrifuð hefur verið á íslenska tungu, Landnámabók, en drög að þeirri bók eru skrifuð fyrir miðja 12. öld, og kom Ari fróði Þorgilsson væntanlega þar við sögu. Í upphafi Landnámabókar er sagt frá nöfnum þeim, sem notuð hafa verið um þetta fallega og góða land sem eru: Thule eða Thile, Snæland, Garðarshólmi og Ísland, en Flóki Vilgerðarson, víkingur mikill af Rogalandi, gaf landinu nafn það nafn.

Í Landnámabók segir að Flóki Vilgerðarson sigldi til landsins frá Noregi (væntanlega fyrir 870) og tók land í Vatnsfirði við Barðaströnd. Var Breiðafjörður fullur af veiðiskap, eins og þar stendur í. Vor var heldur kalt, eins og oft vill verða, og dó kvikfé hans. Flóki gekk þá upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum og því kallaði hann landið Ísland, sem það hefir síðan heitið.

Tryggvi Gíslason

Blásölum 22, 804

201 Blásölum

Tryggvi Gíslason (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:53

22 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Kært barn hefur mörg nöfn. Við eigum bara hafa mörg nöfn og nota þau eftir því við hvern við tölum.

Fínt að dusta rykið af Garðarshólmi og fara að kalla Grænland Gunnbjarnarsker.  Það er svo fyndið að kalla hið glæsilega stóra land okkar hólma og kenna hið gífurlega stóra jöklagrannríki okkar við sker. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 25.8.2008 kl. 16:13

23 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég held hann Flóki hafi einmitt veitt ýsu á Breiðafirði og kennt landið við fiskinn fagra. hinsvegar hafi hann ekki verið betur að sér í stafsetningu en þetta

Brjánn Guðjónsson, 25.8.2008 kl. 16:15

24 identicon

Landið á náttúrlega að heita Bláfjallaland. Það er réttnefni. Og myndi þá heita "Monte blau" eða eitthvað álíka á suðrænum málum.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 16:17

25 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eins og Tryggvi Gíslason áréttar eins og ég var líka að segja er nafn landsins kennt við ís, raunverulegan ís. Jafnvel þó tildrögin að nafninu hafi verið gleymd á dögum Landámuhöfundar og hann hafi hugsanlega skáldað sögu um þau gerir hann það í trausti þess að það var almenn vitneskja meðal þjóðarinnar, aðeins 300 árum eftir landnám, að ís-hluti nafnsins Ísland vísaði til íss og einskis annars. 

Mér er það auðvitað ekkert hjartansmál að skipt verði um nafn á landinu en af veðurfarslegum ástæðum - ég er veikur fyrir þeim -er nafnið Ísland ekki aðeins rangnefni um landið heldur beinlínis ónefni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2008 kl. 16:30

26 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Monte Bleu

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.8.2008 kl. 16:35

27 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Leyfi mér eins og öðrum hér að vera ósammála færsluhöfundi. Ísland er fallegt nafn og engin ástæða til að breyta því.

Hvaða gríðarlega skaða hefur þetta ágæta nafn svo sem valdið okkur? Spyr sá sem ekki veit.

Og hvað vill Sigurður kalla landið í staðinn?

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.8.2008 kl. 16:39

28 Smámynd: Beturvitringur

Malín hitti naglann á höfuðið; hún vill "gjarnan halda draumalandinu okkar hérna sem leyndri og óþekktri paradís" Ísland, jafnvel Frísland (æi, það er víst til)

Beturvitringur, 25.8.2008 kl. 16:42

29 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kannski ætti annars að kalla landið bara Draumalandið úr því það er svona mikið draumaland. Það mætti líka kalla það Eldland eða Gosland eða bara Álland sem væri vissulega réttnefni. Hins vegar er hætt við að ef landið yrði kalla Frón myndu útlendingar halda að allir íbúarnir væru kexruglaðir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2008 kl. 16:42

30 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Mér þykir augljóst að á sínum tíma hafi markaðsfræðileg sjónarmið verið höfð til hliðsjónar.  Að nefna þetta land Ísland var líklega gert til að letja fólk til að koma hingað, hvort sem var til búsetu eða (ráns)ferðalaga.  Með því fengist friður og fámenni.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 25.8.2008 kl. 16:47

31 identicon

Bíddu, erum við Draumalandsbúar ekki kexruglaðir nú þegar?!  Það er varla á það bætandi með nafni eins og Frón!

Malína (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 16:54

32 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þetta er svo flott kenning hjá þér um landsýnina og jöklana -að hún vinnur beinlínis gegn öllum breytingum.

María Kristjánsdóttir, 25.8.2008 kl. 17:07

33 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er ekki mín kenning - hún kom fram fyrir löngu og er getið í ýmsum bókum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2008 kl. 17:12

34 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ísland hefur ekkert með ís að gera- upphaflega er þetta sama orð og í enskunni, þ.e. island = eyja. Eins hlýtur að vera með Grænland. Upphaflega hlýtur það að hafa verið kallað Grannland, en afbakast með tímanum. Þetta eru jú næstu nágrannar okkar.

Annars legg ég til, að tekið verði upp nafnið - Flísland -

Ásgeir Kristinn Lárusson, 25.8.2008 kl. 17:42

35 identicon

Ásgeir Kristinn!

Enska orðið island "eyja" er komið af latneska orðinu insula "eyja", bara svo því sé halið til haga í allri gamanseminni.

Tryggvi Gíslason (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 17:59

36 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mér hefur alltaf fundist það vera dularfullt hvar Flóki hafi átt að sjá ís með því að ganga á fjall nálægt Barðaströnd og séð þar hafís ís mitt í öllum þeim hlýindum sem eiga að hafa verið á landnámsöld.

Mitt innlegg er: Föðurland.

Emil Hannes Valgeirsson, 25.8.2008 kl. 17:59

37 Smámynd: fellatio

mér finnst nú bara að það eigi að kalla það pólland

fellatio, 25.8.2008 kl. 18:02

38 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ísland er töff nafn og hljómfagurt. Ís er flott efni. Ís er góður á bragðið. Ís er kælandi og hressandi. Ís er marbreytilegur. Ís er skautaferð. Ís er dorgveiði.

Ís er á góðum stöðum. Eða er kannski ís á vonda staðnum?

Þeir sem vilja skipta um nafn á landinu eru óíslendingar. Þeir eru bráðnaðir og renna út í hið stóra haf.

Svavar Alfreð Jónsson, 25.8.2008 kl. 21:35

39 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ísmaðurinn hefur talað! Amen.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2008 kl. 22:38

40 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tillögur: Thule, Bifröst, Evríca.

Ísland er ekki svo slæmt og miklu meira cool en Gaðarshólmi.

Jón Halldór Guðmundsson, 25.8.2008 kl. 23:04

41 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Garðarshólmi hefur alltaf verið aðalnafnið...

Páll Geir Bjarnason, 26.8.2008 kl. 01:16

42 identicon

Ásland - Æsland

Hvernig væri það kæri vinur?

GÓl (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 01:24

43 identicon

Mjög skemmtilegar umræður    en ég verð nú að koma með uppástungu eða tvær... sem "óíslendingur" skv. S.A.J. !! Hvað með Hveraisland?? nú eða Íshveraland??  

Edda (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 01:27

44 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Edda, jahá,  HverÁÍsland?  Mjög góð spurning. 

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.8.2008 kl. 11:47

45 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eftir alla þess vitleysu held ég sé réttast að breyta nafninu í Grísland?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.8.2008 kl. 19:37

46 identicon

Hef aldrei heyrt þetta með Ýsland áður. Voru ekki allir heiðnir hér þegar landið var numið og krisni ekki þröngvað uppá landsmenn fyrr en löngu síðar?

Ísland/Iceland er fínt.

Valdimar Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 13:40

47 identicon

Ægir Geirdal
27. ágúst, 2008 kl. 11.25

Það birtist grein eftir mig í Lesbók Mbl.þ.22 janúar 2000,þar reyni ég að sýna fram á að forliðurinn Ís í nafninu Ísland sé kominn frá nafni Jesú í forn-írsku,Ís(ú).Þegar Phyteas sigldi frá Massilíu(Marseille) og fann Ísland eftir ábendingu á Suðureyjum,um að þarna vestur í hafi væri land.Þeir hafa reynt að gera honum grein fyrir því hvað það væri kallað og hann þessvegna þýddi það á grísku og kallað það Thule=Guðsland.Vilhjálmur Stefánsson,land-könnuður,vildi meina að það þýddi Sólarey en ég held að forliðurunn- th-sé
frekar tengt guðdómi,sbr.Theology,Theodora.Helios var aftur á móti sólguð.
Þegar síðan Heilagur Brendan (Ys Brendan) kemur til Íslands,árið 525 e.kr. á Páskadag og finnur hér einsetumanninn PÓL,sem hafði verið hér á landi
í 60 ár,þá fellur hann á kné og endurskírir Guðslandið í Ísúland,sem verður
Ísland.Það eru líka sagnir um það,að á 6 öld hafi írskir munkar haldið til Frankaríkis,sem var þá sambland af Frakklandi og Þýskalandi,og kennt
hirðinni að lesa og skrifa.Munkarnir hafa þá greint frá þessu heilaga landi og
þannig festist nafnið Ísland í þjóðtungur þessarra landa,allt til dagsins í dag.
Á latínu er nafnið líka skrifað Islandia.Orðskrípið Iceland á ensku kemur ekki fram fyrr en um miðja sextándu öld og um sama leyti er farið að skrifa orðið
eyja,island,en fram að því var eyja skrifað,iegland,á ensku.Það þarf aðeins að krefjast þess að enskumælandi þjóðir leggi niður orðið Iceland en taki aftur upp gamla ritháttinn Ísland,hvort sem þeir hafi kommuna eða ekki.Það
er ósköp auðvelt fyrir þá að bera þetta fram (EESLAND) Velflestir ferða-menn,sem koma til landsins og jafnvel landsmenn sjálfir,hafa sagt að landið okkar sé hlaðið dulmögnun og að það efli manni andagift og jafnvel heilagleika.Þetta er í raun og hefur alltaf verið Guðs eigið land,og við myndum fá mun meiri athygli og fleiri ferðamenn ef merkingu forliðarins ís
í nafni Íslands.

Ægir Geirdal (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 06:39

48 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ef þetta væri rétt að nafngift landsins sé komin af írskum munki benti það til að við landnám hafi verið mikil samskipti milli  þeirra og norrænna manna því annars hefði nafnið ekki fest við landið. Engar heimildir, hvorki skriflegar né fornleifar, benda til að svo sé. Hvað dulmögnun Íslands varðar má spyrja hvort "velflestum" erlendum ferðamönnum finnist það. Náttúrfarslega er landið mjög ólíkt flestum öðrum löndum, eldfjalla og jöklaland t.d., og það verður eflaust mörgum áhrifaríkt. En það á ekkert skylt við "dulmögnun" og auk þess má spyrja hvað það orð þýði í raun og veru. Það er ekkert meira dularfullt við Ísland en önnur lönd, það er bara yngra og öðru vísi til orðið.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.8.2008 kl. 10:40

49 identicon

Það kemur hvergi fram í skrifum mínum að nafn landsins sé komið af írskum munki!Hvernig í ósköpunum fannstu það út?Það kemur fram í Landnámu að ferðir hafi verið á milli Bretlands og Íslands.Í hvaða tilgangi?Það er ekki skýrt nánar.Það eru bæði skriflegar heimildir og líka fornleifar,það hefur bara ekkert verið leitað eftir þeim skipulega.

Landnáma er besta heimildin um búsetu annarra manna hér á undan Norðmönnum,það þarf bara að lesa hana,ekki samt eins og skrattinn,

með öfugum klónum fyrir aftan bak. 

Ægir Geirdal (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 13:39

50 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þegar síðan Heilagur Brendan (Ys Brendan) kemur til Íslands,árið 525 e.kr. á Páskadag og finnur hér einsetumanninn PÓL,sem hafði verið hér á landi
í 60 ár,þá fellur hann á kné og endurskírir Guðslandið í Ísúland,sem verður
Ísland.

Þannig fann ég þetta út að írskur munkur hafi skírt landið. Kannski var Brendan ekki munkur en Íri og þú segir beinum orðum að ahnn hafi kallað landið Ísúland sem breyst hafi í Ísland. En þetta eru skemmtilegar pælingar hjá þér Ægir þó mér finnist þær ekki sannfærandi. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.8.2008 kl. 14:23

51 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Helvítis keltamanían fer illa með menn! 

Heilgur Brendan fór aldrei neitt, hann laug þessu öllu til þess að fá nokkar okeypis kollur af Guinness hjá bruggmeistara Killkenny O'Barastan. Kannski kom andskotans lygin uppúr honum í deleríum.  Lestu Ægir. Er sjóferðalýsing Brendans ekki frábær lýsing á deleríum tremens með dálítið af Ódysseifi? Í einni elstu gerð "frásagnarinnar", sem er á hollensku, er greinilegt að versta deleríið hefur verið fjarlægt í seinni gerðum.

Ægir, ég hef oft lesið Landnámu, en ég man ekki eftir þessum ferðum "milli Bretlands og Íslands" fyrir landnámið. Þú ættir kallinn, að lesa um sjóferð Brendans og endurtaka hana sjálfur við fyrsta tækifæri og taktu með þér ballassteina. En taktu nóg af Guinness með þér.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.8.2008 kl. 15:29

52 identicon

Það er alltaf gott að segja aðra lygara,sérstaklega ef maður hefur mest lítið afrekað sjálfur,fullur eða ófullur af Guinness eða öðrum óminnislyfjum.Ef heilagur Brendan hefur lagt upp í ferðir sínar,með

birgðir af Guinness,sem reyndar var ekki framleiddur á þeim tíma,þá hafa þær fljótlega runnið til þurrðar og þá er að þrauka alla hina dagana,sem ferðin tók.Samkvæmt þessarri sögutúlkun V.Ö.V.þá hafa

bæði Ari fróði Þorgilsson og Snorri Sturluson,verið fullir af miði,er þeir sömdu rit sín.!!Það er þetta með lestur ykkar Sigurðar  Þórs,á heimsbókmenntunum,blessaður skrattinn og öfugu klærnar fyrir aftan bak!!

Ægir Geirdal (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 17:43

53 identicon

Ég hef alltaf haldið því fram að gömlu landnámsmennirnir hafa bara verið fullir og ruglað saman Grænlandi og Íslandi og hefur þessi ruglingur haldist síðan.

Hinumegin á hnettinum er staður sem kallast Tierra del Fuego - eða Eldland.

Mér finnst það tilvalið að hafa Eldland og Ísland sem tvo andstæða póla og styð því ÍS-Landskenninguna.

Ormurinn (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 19:09

54 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það var í lokin á mjög hlýju tímbili sem landnámsmenn komu hingað og íssagan passar enganvegin við það sem við nú vitum. Þegar hinsvegar landnáma og önnur merkustu rit okkar voru færð á skinn var árferði orðið allt annað og miklu kaldara og 3-500 ár liðin frá því landið fannst. - Man einhver ykkar atburði sem ekki voru ritaðir en gerðust árin 1500 - 1700?

Allar eyjur bera nafn gyðjunar Isis (Island) því hjá móður sinni hvíldi Horus sig, fálkinn (ljósberinn) sem bar sólina á bakinu, hverja nótt eftir erfiði dagsins. Við Horus er líka sjóndeildarhringurinn kenndur sem og tímabil dagsins þ.e. klukkustundirnar.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.8.2008 kl. 02:05

55 Smámynd: halkatla

hvað með Hrafna-Flókizstan? það hljómar vel, við yrðum öll hrafnaflókar, það er samt ekki alveg eins gaman og að vera lillupollar, einsog ef við byggjum í Litla-Póllandi

halkatla, 30.8.2008 kl. 12:44

56 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hrafnaflókizstan er fínt nafn, með zetu af því að það er meira international og flottara. En Krummaskuð gæti líka gengið, a.m.k. á Norðfirði!

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.8.2008 kl. 13:00

57 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Svo ég skýri betur þá báru allar eyjur nafn gyðjunar Isis sem lifir í ensku sem island (Ísisarland) því hjá móður sinni hvíldi sonur hennar og handanheimaguðsins Osirusar sig, Ljósberinn í fálkalíki hann Horus sem bar sólina á bakinu yfir himinninn og hvíldi sig hverja nótt eftir erfiði dagsins á löndum móður sinnar handan sjóndeildarhringsins (horizon) Ísisarllöndum eða Íslandi. Við Horus er líka sjóndeildarhringurinn kenndur (þ.e. horizon) sem og tímabil dagsins þ.e. klukkustundirnar (hour) og leitt af því fjölmargt fleira.

Ég er sjálfur nokkuð viss um að hér hafi einfaldlega háttað þannig til að vegna íss og jökla og einstaka harðra ára hafi þetta almenna nafn á stórum eylöndum þ.e. Ísland eða land Ísisar lifað áfram og fengið smá saman tengingu við ís í hugum norrænna manna sem ekki voru almennt meðvitaðir um rót orðsins Ísland. Þessvegna hélst áfram nafnið Ísland við þetta sérstaka og stóra eyland þó upphaflega tengingin við öll önnur Ísisarlönd (island) hafi týnst og gleymst.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.8.2008 kl. 13:20

58 identicon

Það eru ágætar skýringar,sem Jóhann setur fram en það er bara þetta hvernig ætti Ísland að hafa tengingu við Egyptaland????

Þegar það er haft í huga að nafnið, island, kom ekki fram í enskri tungu fyrr en um miðja sextándu öld,þá er erfitt að tengja það gyðjunni Ísis.Fram að því hétu eyjar,iegland,á enskri tungu.

 T.d er fyrsti íslenski biskupinn,Ísleifur Gissurarson,nefndur Leifur í höfuðið á vini föður hans,Gissurar hvíta,og drengurinn er síðan sendur til Saxlands,til dvalar í klaustri.Hann dvelur þar til þrítugs og kemur þá heim og er talinn nálgast heilagleika og fær þá forliðinn

Ís,fyrir framan nafnið sitt og nefnist eftir það Ísleifur-Guðleifur.

Engin tenging er þar við gyðjuna Ísis,heldur Ís(ú)Jesú.

Ægir Geirdal (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 19:42

59 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ísis hafði mikil áhrif á Róm og þaðan um alla Evrópu en ekki síst til Bretlandseyja. Í raun er hulu brugðið yfir áhrif Ísisar vegna þess að Ísis, Hórus og Ósíris er hin upphaflega heilaga þrenning í trúarbrögðum Evrópu. Og hin heilaga móðir með soninn í fanginu er upphaflega Isis með Horus. Þessvegna hefur Róm síðustu 1500 ár gert lítið úr arfleið ísisar. Það er heldur ekki enskan sem á þessi orð heldur latínan sem svo bar þau til Bretlands þegar Róm lagði undir sig Bretland og þau lifði svo þrátt fyrir allt í kirkjumálinu um alla Evrópu.

Eyjur handan sjódeildarhrings í vestur og norðvestur voru allar Ísis-land þessvegna svo líka í bland kölluð Guðslönd - Thule eftir Kristnitöku þar sem merkingin var sú sama þar sem guðinn og gyðjan hvíla sig. Ísis var höfuðgyðjan og guðsmóðir í hinni heilögu þrenningu.

Ósíris tók að sér umsjón með handanheimum þegar Ísis fann ekki einn hluta hans eftir að hinn illi Set sem girntist völd Ósírusar hjó hann í búta. Ísis bjó yfir læningamættinum. Ósírus gat henni svo son að handan þ.e. ljósberann Horus. - Eins og Guð gat Maríu son.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.8.2008 kl. 23:44

60 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Allir vita að einhverjir breskir menn komu hér á undan víkingum þ.e. t.d. paparnir sem örnefni vísa víða til. Trúlega hafa víkingar frétt þegar þeir komu til Hjaltlands eða Færeyja af að í norðvestur handan við Horizon væri stórt „Ísland“ - þ.e. eyja handa sjódeildarhringsins þar sem sólin sest og fálkaguðinn Hórus hvílist hjá móður sinni gyðjunni Ísis eftir að bera sólina á bakinu yfir himininn allan daginn.

Rómönsk og ensk tungumál nota enn öll orð leidd af Horusi og Ísis þó enginn spái neitt í það eða hver upphafleg merking var. - Sama gerist með örnefni og landanöfn - svo öldum seinna í miklu kaldara árferði og löngu eftir kristnitöku virðist augljóst og viðeigandi að nafnið tengist hafís.

Helgi Jóhann Hauksson, 31.8.2008 kl. 00:02

61 identicon

Tekið af netinu um Isis og Horus:
„Most modern historians agree that much of the early European artwork depicting Madonna and Child is based on ancient statues and art of the Egyptian Goddess Isis, holding Her child Horus. There is even evidence that some of the oldest Black Mary and Jesus statues in Europe were originally Isis and Horus, and were simply renamed for use in the Christian religion.

The cult of Isis originated in Egypt and for centuries prior to the Current Era, she was beloved throughout the Mediterranean region. The worship of Isis and Horus was especially popular in Rome. Roman legions carried the figure of Black Isis holding the black infant Horus on their banners throughout the Empire, and established shrines to Her as far as the northern reaches of Britain.

Isis personified the best of what were considered feminine virtues which She passed on to Mary. Like the modern day Blessed Virgin, Isis is guardian of women in labor, shows Her mercy to the distressed, gives a 'light' to the dying, and assures fertility and healing.

Her cult died out in Rome after the institution of Christianity, and the last Egyptian temples to Isis were closed around 550 CE, many simply converting the sites to Christian churches."

Guðrún (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 01:02

62 identicon

Orðið ,island,er ekki nema ca.550 ára í enskri tungu og þ.a.l. getur það ekki átt uppruna sinn hjá gyðjunni Ísis.Áður var eyja á ensku

,iegland,og merkti land umkringt vatni.Ef til vill skylt ,aeg,sem tengist sjó,sb.Aegian.Á latínu var og er eyja,insula og ekki tengist það Ísis.

Vissulega eru mörg hugtök tengd Ísis,Hórus og Ósíris en þetta nær ekki til nafnsins Ísland,nema að sjálfsögðu að nafn Jesús sé komið frá henni.Í kóraninum er nafn Jesú,Issa og á gamal-írsku er það Ís(ú).

Það er engin tenging milli Íslands og Egyptalands,nema hjá Adam

Rutherford,enskum heimspekingi,sem vildi meina að það væri geisli,sem lægi frá Pýramídanum mikla og til Íslands.Þar er tenging.

Ægir Geirdal (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 14:43

63 identicon

Sting upp á Socialistovia

Bjarki (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband