Þraukað í þúsund ár

Sá mæti maður Hörður Torfason var áðan í útvarpsfréttum að gera lítið úr ábendingu fréttamanns um það hvort vetrarveður hefði ekki áhrif á mætingu á útimótmæli. Hörður svaraði með því að þjóðin hefði nú '' þraukað í þúsund ár'' og veðrið ætti því ekki að skipta máli. 

En það gerir það nú samt. Hvort þjóðin hefur þraukað í þúsund ár, sem er bara staðfesting á því að hún er enn á lífi eins og allar aðrar þjóðir, kemur mótmælum úti við á okkar dögum ekkert við.

Þó samúð mín sé með mótmælendum þá fer svona veðurafneitun í taugarnar á mér. Ekkert hefur eins mikil áhrif á útiathafnir og einmitt veðrið. Nú er kominn vetur og því ekki bara kalsamt heldur jafnvel óbærilegt að vera úti lengi hreyfingarlaus. Það er bara líffræðilegt atriði. Hins vegar vill svo til að nú er komin hláka svo dagurinn í dag er ekki svo slæmur til útimótmæla. En það er bara heppni.  Það gæti verið stórhríð og stormur eða norðanbeljandi og 15 stiga frost.

Ekki  tjóir að neita því að veðrið hefur beinlínis úrslitaáhrif á það hvort menn nenna að mæta í útimótmæli eða ekki.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hugsaði út í þetta þegar mótmælum á Arnarhóli var lýst: "Var mikill hiti í mönnum og færðust mótmælin inn í Seðlabankann". Hversu mikill getur hitinn orðið þegar úti er skítakuldi?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 13:30

2 identicon

Kannski var kuldinn 1.des. ástæðan fyrir því að fólk fór inn í Seðlabankann? En það var líka hiti í fólki á útifundinum, fólk þjappaði sér saman og ræðurnar voru eldheitar.

En auðvitað eigum við ekki að vera í afneitun á að veður skiptir máli. Og það hversu margir mæta á útifundina er ekki algildur mælikvarði á óánægju þjóðarinnar. Óánægja og reiði fólks er mjög almenn og minnkar ekki á meðan okkur er ofboðið af sama pakkinu, trekk í trekk.

Rósa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband