7.3.2009 | 16:12
Að kaupa þjónustu sem er í boði
Þegar eitthvað er boðið til sölu þá er þess vænst að einhver kaupi.
Stundum er ólöglegt að selja eitthvað. Þegar það er samt gert eru báðir aðilar taldir sekir, en kannski sá sekari sem er að selja, bjóða eitthvað fram.
Þess munu fá eða engin dæmi að það sé ólöglegt að kaupa þjónustu sem í boði er en ekki bjóða hana fram. Að kaupandinn verði sjálfkrafa sakamaður en ekki seljandinn.
Manni finnst slíkt ekki bara órökrétt heldur beinlíinis ranglátt.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Sammála!
Þórhallur V Einarsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 17:26
Samviskuspurning: Erlendur friðargæsluliði í Kongó. Langt frá fjölskyldu sinni. Allir starfsfélagarnir líka karlmenn. Einmana. Ung stúlka, varla af barnsaldri, kastar sér að fótum hans. Býður fram blíðu sína. Hún hefur ekki fengið að borða í nokkra daga og er örvæntingarfull. Hún hefur verið beitt ofbeldi svo oft í gegn um tíðina að sjálfsvirðingin er engin. Augun eru biðjandi: "Please mister - only pay one dollar".
Maðurinn lætur undan freistingunni. Hann er fljótur að ljúka sér af. Hendir svo aurnum í stúlkuna og hverfur á brott. Sér hana aldrei aftur.
Eðlileg viðskipti? Ef ekki, er þá annar aðilinn sekari en hinn? Hvor?
Veit ekki hvort mannleg samskipti geta nokkrun tíman verið svo einföld að hægt sé að smætta þau niður í "vörur" og "þjónustu". Ekki að það hafi staðið í pistlinum hér að ofan. Mér datt þetta bara í hug við lesturinn....
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 00:50
Þú ert bartskeri samfélagsins.
Sigurbjörn Sveinsson, 8.3.2009 kl. 00:50
Ég held að sem betur fer séu dæmi eins og Auður kemur með og ég hef fullan skilning á séu ekki algeng í þeim samfélögum, sem sé þeim vestrænu þar sem þrýstingur er mestur á það að í vændi eigi bara að refsa þeim sem kaupir. Þetta er auðvitað ekki ''vörur og þjónusta'' heldur miklu flóknara mál. Ég held t.d. að unglingur, segjum við, feiminn og hlédrægur og kannski óhamingjusamur, geti freistast til að kaupa sér vændi sem er þarna framboðið, en gæti við það orðið sakamaður að lögum og það sem meira er: hataður með hugshjónahatri fyrir ''málstaðinn'' en hugsjónahatur er versta hatur sem til er. Ef ég má svo minna á eitt atriði sem aldrei er rætt: það er til fullt að kynfeðrislega einmana og vansælu fólki af báðum kynjum sem gæti freistast til að kaupa sér kynlíf og er samt ekki glæpsamlega þenkjandi heldur bara venjulegt fólk. Ekki er ég blindur fyrir einmitt þessum fleti sem Auður er að benda á. Ég held ég sé afar meðvitaður um allt sem víkur að kynferðislegri misnotkun. En félagsleg vandamál, full af sársauka og eymd, á að reyna að leysa án þess að búa til enn meiri eða a.m.k. annars konar sársauka sem ég er sannfærður um að veri ef vændi verður gert saknæmt fyrir þann sem kaupir en ekki fyrir þann sem selur. Mér finnst að þessi máli ekgi ekki að vera sakamál fyrir einstaklingana, vændiskonuna og þann sem einstakling sem kauðir, heldur eigi það að beinast að þeim sem gera út konurnar, glæpasamtök sem gera þetta að gróðavegi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2009 kl. 01:19
Ég hef eiginlega alveg sama viðhorf og Auður er að lýsa. Meginpunktur minn er þessi: Það á ekki að dæma vændiskonu sem selur sig og ekki heldur þann sem kaupir en það á að reyna að ná í dólgana og refsa þeim. Að refsa þeim einstaklingi sem kaupir kynlífsþjónustu held ég að auki fremur sársaukann í heiminum en minnki hann. Það á ekki að leysa nein mál með því að skapa sársauka heldur að eyða honum. Ekki mega menn þó halda að ég skynji ekki sársauka og eymd þeirra sem höllum fæti standa, t.d. kvenna sem lífið neyðir til að selja sig. Og þetta með sjálfsvígin hjá þeim konum sem verða fyrir kynferðislegri misnotkun er svo punktur sem aldeilis mætti ræða. Hver ber ábyrgð á þeim. Í geðlæknisfræðinni og í allri sálgæslu og almennu viðhorfi er það sjónarmið ríkjandi að sjálfsvíg séu alltaf á ábyrgð þeirra sem fremja þau. Það er auðvitað rétt svo langt sem það nær en það má líka fara lengra með þá umræðu þó það sé aldrei gert.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2009 kl. 01:31
Dæmið hennar Auðar er notadrjúgt. Friðargæsliliðinn er kannski ungur maður og hann er einmana eins og hún segir, langt frá heimalandi sínu og er innan um eintóma karlmenn og hann hefur ekki komið nálægt konu mánuðum saman. Kannski er hann líka markeraður á sálinni því átökin þar sem hann á að gæta friðrarins eru ekki falleg.Hann er líka staddur þar sem upplausn ríkir. Hann stendur vissulega frammi fyrir vali. En þó hann þiggi það sem honum er boðið- hvers vegna honum er boðið það þarf ekki endilega að liggja skýrt fyrir honum á þeirri tilteknu stundu og í þeim aðstæðum sem hann finnur sig í - gerir það hann ekki að ''ofbeldismanni'' t.d. en það eiga víst menn að vera samkvæmt skilgreiningu sem kaupa kynlíf, að dómi a.mk. sumrra þeirra sem vilja gera kaup á vændi refisvert bara fyrir þann sem kaupir. Hann verður ekki jafngildur nauðgara, allra síst nauðgara sem nauðga konum í stríði. Það er margt sem þarna þarfa að athuga en hugmyndin um að refsa þeim sem kaupir vænda og bara honum finnst mér óverjandi, grimmdarleg og miskunnarlaus. Ég vil hvorki refsa þeirri sem selur eða kaupir. Þetta er fyrst og fremst félagslegt mál sem leysa ber á þeim forsendum en sakamál eiga að verða þegar þriðji aðili gerir út stúlkur til að stunda vændi og sá aðili á þá sökina.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2009 kl. 10:12
Mér sýnist að við höfum ekki svo ólíka sín á þessi mál. Eru svo miklu flóknari en svo að hægt sé að leysa þau með einfaldri töfralausn. Ég er sjálf mjög klofin hvaða leið eigi að fara varðandi vændi, m.a. vegna þess að það er svo auðvelt að sjá fyrir sér aðstæður þar sem á sér stað einhverskonar misnotkun og mannlegur harmleikur, þar sem refsing gerir einungis illt verra. Kannski er siðfræðiumræðan mikilvægari en sú lagalega í þessu tilfelli. Í dæminu hér að ofan, t.d., væri kannski betri leið að vinna annars vegar með konum á svæðinu að byggja upp sterkari sjálfsmynd og hjálpa þeim að finna aðrar leiðir til tekjuöflunar - og þjálfa friðargæsluliðana áður en þeir fara á vettvang, þannig að þeir skilji betur aðstæður og misnoti ekki neyð annarra, jafnvel í hugsunarleysi þar sem þeir skilji ekki stóru myndina. Og hið sama á auðvitað við í okkar eigin samfélagi - þó sem betur fer séu dæmin kannski ekki jafn dramatísk.
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.