Sorglegra en tárum taki

Hvers vegna í ósköpunum greiða framleiðendur þessarar myndar ekki börnunum sem léku í henni og sköpuðu þeim ofsagróða ekki alvöru laun fyrir leikinn líkt og Hollywoodstjörnur hefðu fengið?

Svo eru sumir að hneykslast á því að faðir skuli vera að selja dóttur sína til ættleiðingar.

Það er auðvelt að fordæma fátækt fólk.

En fordæmingin hittir þá á rangan stað. Hún á að hvíla á framleiðendum myndarinnar og jafnvel hrikalegri hræsni vesturlandabúa.

Þeir ærðust af hrifningu og tilfinningasemi yfir leik fátækra barna í myndinni en henda þeim svo strax  á eftir á sömu fátæktarruslhaugana. 

Þetta er svo sorglegt að maður missir eiginlega málið. 

Þvílít menning þessi vestræna kristna menning. 


mbl.is Býður fræga dóttur til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viðbjóðslegur vinkill á frelsinu okkar hérna í vesturheimi, því miður.  Núna er kominn tími á að láta fólk ekki komast upp með svona hátterni sbr bankaglæpaliðið sem rændu okkur hundruði milljarða.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 15:10

2 Smámynd: Hlédís

Þakka pistilinn, Sigurður Þór!

Hræsnisfullir dómar forréttinda-lýðs í ríkum (ekki síst kristnum) löndum um líf algjörra öreiga, eru óþolandi.

Hlédís, 19.4.2009 kl. 15:18

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Þarna erum við hjartanlegasammála

Hólmfríður Pétursdóttir, 19.4.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband