Er Sigurður Árnason að brjóta siðareglur lækna

Sigurður Árnason læknir í Keflavík gerir sig nokkuð breiðan í þessari frétt ef eftir honum er rétt haft.

Hann segir að maðurinn sé í fínu standi. Ekki skal ég segja um það enda hef ég ekki vit á því hvernig mönnum líður eftir þriggja vikna hungurverkfall.

Hins vegar finnst mér læknirinn vera farinn að skipta sér helst til mikið af efnisatriðum málsins þegar hann með lítilsvirðingartóni talar um Séð og heyrt kjaftæði í sambandi við manninn. 

En fyrst og fremst þegar hann hvetur fólk til þess að gera ekki of mikið úr málum mannsins.

Er það mál sem varðar Sigurð Árnason? Hann talar af miklum hroka og yfirlæti.

Hann er að reyna að gera sem allra minnst pólitískt úr málinu. Óbeinlínis eða jafnvel beinlíns að taka afstöðu með stjórnvöldum. Hugsanlega hefur hann brotið siðareglur lækna með þessu afstöðuþrungna tali sínu.

Slíkum lækni er ekki treystandi í viðkvæmum málum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband