12.9.2009 | 19:47
''Meiri líkur en minni''. Blekkjandi orðalag.
Börnin sem voru á Kumbaravogi vilja að forsætisráðuneytið geri aðra skýrslu um starfsemi heimilisins. Þau fella sig ekki við þá sem verið var að leggja fram. Meðal annars eru þau ósátt með orðalagið að ''meiri líkur en minni'' séu fyrir því að börnin hafi orðið fyrir ofbeldi.
Þetta orðalag hefur ekki aðeins verið notað um börnin á Kumbaravogi heldur líka í Heyrnleysingjaskólanum og á Bjargi.
Eftir því sem skýrslunum er lýst er samt alveg ljóst að nokkur fjöldi barna segist hafa orðið fyrir ofbeldi og nefndin telur vitnisburð þeirra trúverðugan.
Það er því engu líkara en orðalag nefndarinnar sé til þess að draga úr hinum óþægilega sannleika:
ÍSLENSK BÖRN URÐU ÁRUM SAMAN FYRIR LÍKAMLEGU OFBELDI, ÞAR MEÐ TÖLDU KYNFERÐISLEGU, Á OPINBERUM BARNAHEIMILUM.
Þetta er staðreynd málsins. Og það á ekki að sveipa hana vafavekjandi lögfræðilegu orðalagi enda engin málaferli á döfinni þar eð sök einstaklinga er fyrnd. En samfélagslegt uppgjör er mikilvægt.
En vegna þessa orðalags munu einmitt sumir segja: Ég trúi engu um þetta.
Áríðandi er líka að menn geri sér grein fyrir því að þó sum börn hafi misnotað önnur börn á þessum stofnunum, en það gerði líka starfsfólk sums staðar, hefði það aldrei gerst ef viðhorfin að ofan, frá forsvarsmönnum heimilanna og jafnvel þjóðfélaginu í heild, hefðu ekki verið full af fjandskap og fyrirlitningu í garð barnanna.
Þeirri fyrirlitningu var vel lýst áðan í sjónvarpsfréttum RÚV þegar börn sem voru á Kumbaravogi höfðu orðið. Þau sögðu að litið hafi verið á þau sem hreina fávita og það kemur fram í bókunum sem enn eru til. Þeim bókunum ætti að gjöreyða.
Það verður fróðlegt að fylgjast með erindi Kumbaravogsbarna við forsætisráðuneytið um nýja skýrslu.
Ekki verður síður fróðlegt að fylgjast með bótamálunum til Breiðavíkurdrengjanna en merkilegt viðtal var við tvo þeirra á Útvarpi Sögu fyrir skömmu.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Mofi er á öðru máli, staðurinn algerlega geggjað góður, allir sem segja eitthvað slæmt um hann eru illmenni.
Svona eru trúarbrögðin... hear no evil, see no evil.. ef það er innan trúar.
Sorglegt
DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 20:40
Á síðu Mofa má lesa þetta i athugasemd frá konu sem segist hafa rekið barnaheimili: ''En við sem vinnum svona vinnu erum alveg berskjölduð, við eigum mannorð okkar undir þessum einstaklingum, sem oft á tíðum eru mjög veikir einstaklingar, sem svífast einskis til þess að koma sér undan vistun.''
Það er einmitt þetta viðhorf, þessi stæka fyrirlitning, sem ég er að tala um: ''mjög veikir einstaklingar sem svífast einskis.''
Það má alveg búast við því að svona raddir heyrist núna til að reyna að gera framburð barnanna, sem nú eru orðin fullorðin, tortryggilegan.
Annars voru víst tvö heimli á Kumbaravogi, annað mikla betra en hitt, skilst mér.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.9.2009 kl. 20:59
Þá er um að gera að það rétta komi fram.. strax og farið er að reyna að sverta meint fórnarlömb þá hringja allar aðvörunarbjöllur hjá mér
Þetta með að enginn hafi vitað neitt.. það minnir mig á Breiðavík þar sem prestlingur bjó á staðnum en sagðist aldrei hafa tekið eftir neinu... ég er ekki að segja að hann hafi vitað þetta en mér finnst það mjög ótrúlegt miðað við lýsingarnar sem maður hefur heyrt af staðnum.. .Hotel Hell, hvorki meira né minna
DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.