Hagsmunir hverra

Þetta mál er auðvitað gert að flokkspólitísku máli. Áður var Sjálfstæðisflokknum úthúðað þegar Guðlaugur Þór var ráðherra þegar hann vildi stokka upp starfsemina en núna Ögmundi af því að hann er við stjórn heilbrigðismála.

En mér er minnisstætt viðtal í útvarpi við Guðjón Magnússon sem þá var forstjóri Lýðheilustöðvar  þegar allt  var vitlaust út af Guðlaugi Þór. Guðjón sagði  fullum fetum eitthvað á þá leið að hagsmunir lækna og annars starfsfólks réðu ferðinni í afstöðu  þeirra en ekki hagkvæmni í rekstri sem á endanum væru hagsmunir sjúklinga. Hann rökstuddi þetta ítarlega.

Þetta er kannski kjarni málsins sem hverfur alltaf í flokkspólitískum æsingi. Þetta er heilsupólitískt mál í breiðari skilningi en eftir flokkslegum línum.  

Það er auðvelt fyrir voldugar sérfræðistéttir að skapa andrúmsloft moldviðris eigin hagsmunum til framdráttar. Menn bíta á það agnið eftir því sem hentar flokkspólitískum hagsmunum þeirra. 

 


mbl.is St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér en hluti af vandamálinu eru yfirlýsingar Ögmundar gangvart aðgerðum Guðlaugs ég óska eftir stjórnmálamönnum sem eru samkvæmir sjálfum sér en þeir eru sennilega ekki til

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.9.2009 kl. 13:41

2 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=8l_gdlkncRg&feature=popular

ES (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband