Veðurfarslíkön stórlega gölluð

Samkvæmt rannsókn sem kynnt hefur verið í vísindaritinu Nature Geoscience uxu pálmatré 500 km frá  norðursskautinu fyrir rúmum 50 miljónum ára. Meðalhiti kaldasta mánaðar hafi ekki verið undir 8 stigum.

Veðurfarslíkön sem notuð eru í dag gera ráð fyrir að hann hafi verið undir frostmarki.

Og rannsakendur segja að þetta bendi til að veðurfarslíkönin sem nú eru notuð séu stórlega gölluð. 

Sjá líka hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meðal þess, sem þarf að taka tillit til þegar farið er út í samanburð á þessum tímaskala, 50 millj.ára eða lengri, eru þær breytingar, sem orðið hafa við það, sem sumir kalla landrek. Þessu til viðbótar hafa pólarnir færst til vegna s.n. pólveltu.  Þetta verður að hafa í huga þegar talað er um að setlög sýni pálmatré þar sem nú er Norðurpóllinn.

Ellismellur (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 14:02

2 identicon

Spáðu í því, 50 milljón árum áður en Guddi skapaði alheiminn.. þá voru pálmatré í góðum fíling á norðurskautinu :)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 14:18

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er nú samt efni fréttarinnar og haft eftir rannsakendunum Ellismellur. En vel má vera að fréttin fari einhvers staðar vill vegar. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.10.2009 kl. 16:17

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er vissulega áhyggjuefni ef loftslagslíkönin hafa hingað til vanmetið hlýnunina sem aukning CO2 getur valdið.

Höskuldur Búi Jónsson, 26.10.2009 kl. 21:22

5 identicon

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fer vel og vandlega í gegn um þetta tiltekna mál á heimasíðu sinni núna í morgun. Ekki get ég annað séð, en hroðvirknislega unnar blaðagreinar, hér og ytra, eigi mesta sök á því að staðreyndir eru vægt orðað afbakaðar í fréttinni.

Ellismellur (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 09:25

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta kemur mér svo sem ekki á óvart Ellismellur. Fréttirnar af þessu, sem komu víða á svipaða lund, voru þannig að það vantaði einmitt samhengi og skýringu. En eftir skilningi Einars að dæma er heldur ekki sjálfgefið að þetta þýði að líkönin hafi endilega vanmetið hlýnunina. Fréttir fjölmiðla af veðri, veðurfari og loftslagsmálum eru oft mjög vondar. Ekki síst þegar einstakir veðuratburðir eru umsvifalaust sagðir vera til vitnis um hlýnun af mannavöldum, oft haft einhverjum vísindamönnum en allt samhengi og nánari útlistun vantar. En á þeirri hlið fréttamennskunnar er sjaldnast hneykslast.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.10.2009 kl. 11:42

7 identicon

Nákvæmlega, Sigurður, nákvæmlega. - En ég er afskaplega hrifinn af því hvernig Einar Sveinbjörnsson getur gert flókna hluti skiljanlega fyrir alþýðumann eins og mig og því legg ég mig fram um að missa ekki af skrifum hans. Nú, svo er nú ekki ónýtt að geta varpað fram spurningum til þín varðandi gagnabanka þinn um veðurfar. Takk fyrir það.

Ellismellur (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband