Snjókoma af mannavöldum í Peking

Í morgun var alautt á landinu nema hvað jörð var talinn flekkótt að einum fjórða hluta í Svartárkoti upp af Bárðardal.

Aðra sögu er að segja af norðaustur Kína. Í Peking er nú mesti nóvembersnjór í marga áratugi og frostin í borginni Mohe á landamærum Kína og Rússlands hefur farið yfir 30 stig. Í Peking hefur hitinn farið lítið yfir frostmarkið síðustu daga en næturfrost verið allt niður í 8 stig.  Þegar hitinn í Peking var um frostmark var 20 stiga hiti í Sjanghæ sem liggur reyndar miklu sunnar. Sums staðar í þessu stóra landi fór hitinn yfir 30 stig í gær. 

Sagt er reyndar að snjórinn í Peking sé  af mannavöldum eins og lesa má í þessari frétt

Sem sagt: Veðurbreytingar af mannavöldum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kíkti á síðuna og horfði á vídeóið. ég er ekki mjög sleipur í kínverskunni.

las ekki textann fyrir neðan.

Brjánn Guðjónsson, 12.11.2009 kl. 14:39

2 Smámynd: Kama Sutra

Hva, uppáhalds bloggsíðan mín er komin með skringilegt útlit - appelsínuhúð og svona.   Ég er ekki alveg viss um að ég fíli þetta.

En líklega verð ég ekkert spurð...  

Kama Sutra, 13.11.2009 kl. 09:43

3 Smámynd: Kama Sutra

Nei, gamla útlitið komið aftur!   Úff...

Kama Sutra, 13.11.2009 kl. 09:44

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það varð einhver bilun, allar myndirnar fóru og excelveðurskjölin. Næst held ég að bloggarinn sjálfur bili. Og verði lengi bilaður. Verði eftir það kallaður bilaði bloggarinn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.11.2009 kl. 12:33

5 Smámynd: Kama Sutra

Bilaði bloggarinn klikkar ekki (meira).

Kama Sutra, 13.11.2009 kl. 12:58

6 identicon

The biled blogger is my hero

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband